„Það er verið að reyna að gera mig að einhverri þýskri vél“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. apríl 2021 16:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er spennt fyrir leikjunum tveim gegn Ítalíu Vísir/Vilhelm Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat fyrir svörum í dag fyrir leikina tvo gegn Ítalíu. Karólína fór um víðan völl og ræddi meðal annars um tíma sinn hjá FC Bayern, en hún gekk til liðs við þýska stórveldið í janúar. „Dagarnir á Ítalíu hafa gengið mjög vel. Það er spennandi að fá nýjan þjálfara, þó að einhverjar okkar þekki hann mjög vel,“ sagði Karólína á fundinum í dag. „Það vilja allir sýna sig og þetta er búið að vera mjög skemmtilegt.“ Sara Björk og Dagný Brynjarsdóttir verða ekki með í leikjunum, en Karólína hefur ekki áhyggjur af sér og liðsfélögum sínum. „Það er erfitt að missa svona reynslumikla leikmenn, en ég hef engar áhyggjur af okkur. Það eru bara aðrir leikmenn sem stíga upp og axla meiri ábyrgð. Þetta er bara tækifæri fyrir okkur hinar.“ Karólína þekkir nýráðinn þjálfara landsliðsins vel, en hann var þjálfari Breiðablik áður, þar sem Karólína spilaði. „Ég er búinn að sakna hans mikið,“ sagði Karólína og hló. „Það er búið að vera mjög skemmtilegt að heyra aftur í þessum góðu þjálfurum sem maður var orðinn vanur.“ „Það er ekkert verið að slaka á hjá Steina. Hann er með frábærar áherslur og nú er það bara að fylgja þeim eftir og ná í góð úrslit á móti Ítalíu og byggja svo ofan á það.“ Krefjandi en lærdómsrík byrjun hjá Bayern „Það er búið að vera rosalega lærdómsríkt og skemmtilegt, en líka mjög krefjandi. Ég er að búa ein í fyrsta skipti, nýtt tungumál, nýjar stelpur og nýtt lið. Þetta er búið að vera krefjandi en ég er búinn að læra rosalega mikið á þessu. Það verður skemmtilegt að sjá hvað gerist í framtíðinni, ég þarf bara að vera þolinmóð.“ Karólína gekk til liðs við stórveldið FC Bayern í janúar.Linnea Rheborg/Getty Images „Það er alltaf verið að kenna manni eitthvað nýtt. Ég hef aðallega verið að bæta styrktarþáttinn, það er verið að reyna að gera mig að einhverri þýskri vél hérna úti. Maður er með heimavinnu hérna á Ítalíu frá gymminu. Auðvitað er mikið af fótboltalegum þáttum sem ég hef verið að reyna að tileinka mér. Ég á margt eftir ólært, Þjóðverjarnir ætla að kenna mér mikið, ég er búinn að sjá það.“ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Aldrei draumastaða að missa lykilmenn“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Ítalíu í tveim vináttulandsleikjum á næstu dögum. Báðir leikirnir eru spilaðir á Ítalíu, sá fyrri á morgun klukkan 14:00, en sá seinni á þriðjudaginn. Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn þjálfari íslenska liðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 9. apríl 2021 14:01 Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30 Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00 „Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira
„Dagarnir á Ítalíu hafa gengið mjög vel. Það er spennandi að fá nýjan þjálfara, þó að einhverjar okkar þekki hann mjög vel,“ sagði Karólína á fundinum í dag. „Það vilja allir sýna sig og þetta er búið að vera mjög skemmtilegt.“ Sara Björk og Dagný Brynjarsdóttir verða ekki með í leikjunum, en Karólína hefur ekki áhyggjur af sér og liðsfélögum sínum. „Það er erfitt að missa svona reynslumikla leikmenn, en ég hef engar áhyggjur af okkur. Það eru bara aðrir leikmenn sem stíga upp og axla meiri ábyrgð. Þetta er bara tækifæri fyrir okkur hinar.“ Karólína þekkir nýráðinn þjálfara landsliðsins vel, en hann var þjálfari Breiðablik áður, þar sem Karólína spilaði. „Ég er búinn að sakna hans mikið,“ sagði Karólína og hló. „Það er búið að vera mjög skemmtilegt að heyra aftur í þessum góðu þjálfurum sem maður var orðinn vanur.“ „Það er ekkert verið að slaka á hjá Steina. Hann er með frábærar áherslur og nú er það bara að fylgja þeim eftir og ná í góð úrslit á móti Ítalíu og byggja svo ofan á það.“ Krefjandi en lærdómsrík byrjun hjá Bayern „Það er búið að vera rosalega lærdómsríkt og skemmtilegt, en líka mjög krefjandi. Ég er að búa ein í fyrsta skipti, nýtt tungumál, nýjar stelpur og nýtt lið. Þetta er búið að vera krefjandi en ég er búinn að læra rosalega mikið á þessu. Það verður skemmtilegt að sjá hvað gerist í framtíðinni, ég þarf bara að vera þolinmóð.“ Karólína gekk til liðs við stórveldið FC Bayern í janúar.Linnea Rheborg/Getty Images „Það er alltaf verið að kenna manni eitthvað nýtt. Ég hef aðallega verið að bæta styrktarþáttinn, það er verið að reyna að gera mig að einhverri þýskri vél hérna úti. Maður er með heimavinnu hérna á Ítalíu frá gymminu. Auðvitað er mikið af fótboltalegum þáttum sem ég hef verið að reyna að tileinka mér. Ég á margt eftir ólært, Þjóðverjarnir ætla að kenna mér mikið, ég er búinn að sjá það.“
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir „Aldrei draumastaða að missa lykilmenn“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Ítalíu í tveim vináttulandsleikjum á næstu dögum. Báðir leikirnir eru spilaðir á Ítalíu, sá fyrri á morgun klukkan 14:00, en sá seinni á þriðjudaginn. Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn þjálfari íslenska liðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 9. apríl 2021 14:01 Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30 Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00 „Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira
„Aldrei draumastaða að missa lykilmenn“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Ítalíu í tveim vináttulandsleikjum á næstu dögum. Báðir leikirnir eru spilaðir á Ítalíu, sá fyrri á morgun klukkan 14:00, en sá seinni á þriðjudaginn. Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn þjálfari íslenska liðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. 9. apríl 2021 14:01
Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30
Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00
„Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02