Innlent

Í gæslu­varð­hald grunaður um um­­fangs­­mikla kanna­bis­ræktun

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom upp um umfangsmikla þurrkun kannabisefna í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á fimmtudag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom upp um umfangsmikla þurrkun kannabisefna í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á fimmtudag.

Karlmaður á þrítugsaldri var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögregla kom upp um umfangsmikla þurrkun kannabisefna í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á fimmtudag.

Maðurinn var handtekinn við húsnæðið og fann lögregla um tuttugu kíló af kannabisefnum á staðnum. Kærasta mannsins var einnig handtekin en hefur verið látin laus. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Við húsleit hjá manninum fannst eitt kíló af amfetamíni og um 700 þúsund krónur í reiðufé.

Lögregla hefur áður haft afskipti af manninum sem er frá Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×