Bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. apríl 2021 12:09 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. VILHELM GUNNARSSON. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að hugsa þurfi út í aðrar leiðir, ráði kerfið ekki við fyrirkomulag sóttkvíarhótela. Dýrt sé að hafa eftirlit með fólki og þarfnast skipulagið mikils mannafla. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vongóður um að við séum að sjá til lands í baráttunni við faraldurinn innanlands. Það geti þó breyst ef eitthvað óvænt gerist. „Ég held það að ef við hefðum ekki beitt þessum hörðu aðgerðum fyrir 2-3 vikum síðan þá hefðum við klárlega í mínum huga séð miklu meiri útbreiðslu en ég bind miklar vonir við það að í lok þessarar viku, þegar þessar þrjár vikur eru liðnar, og ný reglugerð þarf að taka við að þá getum við farið að slaka á og við höfum gert það. Það má ekki gleyma því það er ekki eins og við séum búin að vera með „lockdown“ allan tímann,“ sagði Þórólfur Guðnason, í þættinum Sprengisandi í morgun. Áhyggjuefni komi margt fólk til landsins utan Schengen Þórólfur hefur haft áhyggjur af fyrirkomulagi vottorða hjá þeim sem koma hingað til lands utan Schengen. „Ég hef í minnisblaði varað við því og sagt að mér finnst svolítið bratt í þetta farið og lagði til í minnisblaði að vottorð utan Schengen yrðu í byrjun einungis tekin gild frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Það var ekki farið eftir því þar sem það var ekki talið lagalega framkvæmanlegt að gera það,“ sagði Þórólfur. „Þannig að jú mér finnst svolítið bratt farið í þetta og þá er ég að hugsa um að opna landamærin því við erum með tiltölulega viðamiklar aðgerðir í gangi sem kosta mikinn mannafla og mikla vinnu og ef við förum að fá mjög mikið af fólki hingað inn þá gæti það gerst að við gætum bara ekki ráðið við það. Við gætum ekki staðið við allar þessar skuldbindingar, allar þessar aðgerðir og það er það sem ég var aðallega smeykur við.“ Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún er orðið fullt og er nú unnið að því að taka Hótel Baron við Barónsstíg í gagnið. Þórólfur segir að hugsa þurfi út í aðrar leiðir, ráði kerfið ekki við fyrirkomulag sóttkvíarhótela. Dýrt sé að hafa eftirlit með fólki og þarfnast fyrirkomulagið mikils mannafla. „Síðan er þetta náttúrulega spurningin, ef það kemur í ljós að kerfið bara ræður ekki við þetta þá hef ég sagt líka við stjórnvöld að við verðum að vera undir það búin að skoða það hvort við getum takmarkað fjölda fólk sem kemur hingað til lands. Getum við sett einhver mörk á það? Ég er svo sem ekki búinn að fá svör við því en við verðum að skoða þetta úr frá öllum hliðum,“ sagði Þórólfur. Tveir greindust innanlands í gær og voru þeir báðir utan sóttkvíar við greiningu. Einn greindist með veiruna á landamærunum og er óvíst hvort sá hafi verið með mótefni. Ekki tekist að rekja skólasmitið í Laugardal Þórólfur segir skóalsmitið í Laugarnesskóla enn órakið. Vitið þið hvaðan það kom? „Nei við vitum hvaða Íslendingur það var sem kom með þetta fyrst og raðgreiningin segir okkur það. Við vitum ekki hvernig þetta komst inn í gegnum landamærin. Við höfum ekki greint það afbrigði á landamærunum en það eru náttúrulega fullt af götum þar sem þetta getur gerst,“ sagði Þórólfur. „Þetta er í raun og veru eina stóra hópsmitið sem við höfum ekki getað rakið til landamæranna. Allar hinar hópsýkingarnar og þær hafa verið nokkrar, getum við rakið til landamæranna, getum við rakið til einstaklinga sem héldu ekki sóttkví eða einangrun. En ekki skólasmitið, nei við vitum ekki hvernig það komst inn í landið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sprengisandur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vongóður um að við séum að sjá til lands í baráttunni við faraldurinn innanlands. Það geti þó breyst ef eitthvað óvænt gerist. „Ég held það að ef við hefðum ekki beitt þessum hörðu aðgerðum fyrir 2-3 vikum síðan þá hefðum við klárlega í mínum huga séð miklu meiri útbreiðslu en ég bind miklar vonir við það að í lok þessarar viku, þegar þessar þrjár vikur eru liðnar, og ný reglugerð þarf að taka við að þá getum við farið að slaka á og við höfum gert það. Það má ekki gleyma því það er ekki eins og við séum búin að vera með „lockdown“ allan tímann,“ sagði Þórólfur Guðnason, í þættinum Sprengisandi í morgun. Áhyggjuefni komi margt fólk til landsins utan Schengen Þórólfur hefur haft áhyggjur af fyrirkomulagi vottorða hjá þeim sem koma hingað til lands utan Schengen. „Ég hef í minnisblaði varað við því og sagt að mér finnst svolítið bratt í þetta farið og lagði til í minnisblaði að vottorð utan Schengen yrðu í byrjun einungis tekin gild frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Það var ekki farið eftir því þar sem það var ekki talið lagalega framkvæmanlegt að gera það,“ sagði Þórólfur. „Þannig að jú mér finnst svolítið bratt farið í þetta og þá er ég að hugsa um að opna landamærin því við erum með tiltölulega viðamiklar aðgerðir í gangi sem kosta mikinn mannafla og mikla vinnu og ef við förum að fá mjög mikið af fólki hingað inn þá gæti það gerst að við gætum bara ekki ráðið við það. Við gætum ekki staðið við allar þessar skuldbindingar, allar þessar aðgerðir og það er það sem ég var aðallega smeykur við.“ Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún er orðið fullt og er nú unnið að því að taka Hótel Baron við Barónsstíg í gagnið. Þórólfur segir að hugsa þurfi út í aðrar leiðir, ráði kerfið ekki við fyrirkomulag sóttkvíarhótela. Dýrt sé að hafa eftirlit með fólki og þarfnast fyrirkomulagið mikils mannafla. „Síðan er þetta náttúrulega spurningin, ef það kemur í ljós að kerfið bara ræður ekki við þetta þá hef ég sagt líka við stjórnvöld að við verðum að vera undir það búin að skoða það hvort við getum takmarkað fjölda fólk sem kemur hingað til lands. Getum við sett einhver mörk á það? Ég er svo sem ekki búinn að fá svör við því en við verðum að skoða þetta úr frá öllum hliðum,“ sagði Þórólfur. Tveir greindust innanlands í gær og voru þeir báðir utan sóttkvíar við greiningu. Einn greindist með veiruna á landamærunum og er óvíst hvort sá hafi verið með mótefni. Ekki tekist að rekja skólasmitið í Laugardal Þórólfur segir skóalsmitið í Laugarnesskóla enn órakið. Vitið þið hvaðan það kom? „Nei við vitum hvaða Íslendingur það var sem kom með þetta fyrst og raðgreiningin segir okkur það. Við vitum ekki hvernig þetta komst inn í gegnum landamærin. Við höfum ekki greint það afbrigði á landamærunum en það eru náttúrulega fullt af götum þar sem þetta getur gerst,“ sagði Þórólfur. „Þetta er í raun og veru eina stóra hópsmitið sem við höfum ekki getað rakið til landamæranna. Allar hinar hópsýkingarnar og þær hafa verið nokkrar, getum við rakið til landamæranna, getum við rakið til einstaklinga sem héldu ekki sóttkví eða einangrun. En ekki skólasmitið, nei við vitum ekki hvernig það komst inn í landið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sprengisandur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira