Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu takmarkanna samhliða bólusetningu. Það sé þó ekki á hans ábyrgð að gera slíka áætlun.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi sóttvarnamál í Víglínunni í dag og sagðist hann sjálfur ekki geta unnið eftir framtíðarspá. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þá verður rætt við yfirlögregluþjón á Suðurnesjum en borið hefur á því að fólk fari langt inn á skilgreint hættusvæði á Reykjanesskaga þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli um annað.

Fjallað verður um mál hælisleitanda sem sviptur var húsnæði sínu og peningagreiðslum eftir að hann neitaði að gangast undir Covid próf. Lögmaður hans segir um óbeina þvingun að ræða.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.

Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×