Þéttsetinn djammbekkur í kjölfar afléttinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. apríl 2021 07:11 Það var þétt setið víða í Lundúnum í gær. epa/Facundo Arrizabalaga Það var mikið um fögnuð og glaum á Englandi í gær þegar veitingastöðum og öldurhúsum var aftur heimilt að taka á móti kúnnum og bera í þá mat og drykk utandyra. Þrátt fyrir napurt veður var þétt setið og ljóst af myndum að fjarlægðartakmörk voru víða virt að vettugi þrátt fyrir varnaðarorð sérfræðinga. Í Lundúnum var götum sums staðar lokað, til að auka pláss fyrir borð og stóla. Verslanir og líkamsræktarstöðvar opnuðu einnig á Englandi í gær en á Norður-Írlandi var tilskipun um að „halda sig heima“ afnumin og þá voru einhverjar afléttingar á Skotlandi og í Wales. Lögregla fylgdist með en var ekki að framfylgja fjarlægðartakmörkunum.epa/Facundo Arrizabalaga „Það er fullt alls staðar, þetta er eins og fögnuður,“ sagði einn gestur í samtali við BBC. „Í alvöru, þetta er svo góð tilfinning, manni líður eins og maður sé laus úr fangelsi. Við erum að halda upp á afmæli og þetta er besta gjöfin,“ sagði annar. Einn íbúi í Soho sagði það ótrúlega tilfinningu að sjá fólk aftur á götunum að skemmta sér. „Ég hef saknað þess svo mikið,“ sagði hún. Lögregla fylgdist víða með en var ekki að framfylgja sóttvarnareglum, þrátt fyrir að þær væru víða brotnar. Borgaryfirvöld í Westminster sögðust vita til þess að sums staðar hefðu of margir komið saman en að þau hefðu átt gott samstarf við rekstraraðila. Sérfræðingar eiga eflaust eftir að fylgjast vel með þróun mála í kjölfar afléttinga.epa/Facundo Arrizabalaga Sumir viðmælendur BBC sögðust upplifa ákveðinn kvíða yfir því að fjölmenna í fyrsta sinn í marga mánuði. „En um leið og þú sest niður til að fá þér bjór þá er það bara frábært,“ sagði einn. „Þetta er yfirþyrmandi en á góðan máta,“ bætti félagi hans við. Margir sögðust fagna því að fólk gæti nú komið saman aftur og sögðust ekki hafa áhyggjur af fjöldanum. Sumir sögðust hafa verið bólusettir en aðrir að þeir hefðu farið í skimun áður en þeir fóru út á lífið. Fyrr um daginn hafði forsætisráðherrann Boris Johnson hvatt fólk til að sýna áfram ábyrgðafulla hegðun og veirusérfræðingurinn Lawrence Young varaði við því að niðursveiflan í faraldrinum væri ekki bara tilkomin vegna bólusetninga heldur einnig vegna sóttvarnaaðgerða. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Þrátt fyrir napurt veður var þétt setið og ljóst af myndum að fjarlægðartakmörk voru víða virt að vettugi þrátt fyrir varnaðarorð sérfræðinga. Í Lundúnum var götum sums staðar lokað, til að auka pláss fyrir borð og stóla. Verslanir og líkamsræktarstöðvar opnuðu einnig á Englandi í gær en á Norður-Írlandi var tilskipun um að „halda sig heima“ afnumin og þá voru einhverjar afléttingar á Skotlandi og í Wales. Lögregla fylgdist með en var ekki að framfylgja fjarlægðartakmörkunum.epa/Facundo Arrizabalaga „Það er fullt alls staðar, þetta er eins og fögnuður,“ sagði einn gestur í samtali við BBC. „Í alvöru, þetta er svo góð tilfinning, manni líður eins og maður sé laus úr fangelsi. Við erum að halda upp á afmæli og þetta er besta gjöfin,“ sagði annar. Einn íbúi í Soho sagði það ótrúlega tilfinningu að sjá fólk aftur á götunum að skemmta sér. „Ég hef saknað þess svo mikið,“ sagði hún. Lögregla fylgdist víða með en var ekki að framfylgja sóttvarnareglum, þrátt fyrir að þær væru víða brotnar. Borgaryfirvöld í Westminster sögðust vita til þess að sums staðar hefðu of margir komið saman en að þau hefðu átt gott samstarf við rekstraraðila. Sérfræðingar eiga eflaust eftir að fylgjast vel með þróun mála í kjölfar afléttinga.epa/Facundo Arrizabalaga Sumir viðmælendur BBC sögðust upplifa ákveðinn kvíða yfir því að fjölmenna í fyrsta sinn í marga mánuði. „En um leið og þú sest niður til að fá þér bjór þá er það bara frábært,“ sagði einn. „Þetta er yfirþyrmandi en á góðan máta,“ bætti félagi hans við. Margir sögðust fagna því að fólk gæti nú komið saman aftur og sögðust ekki hafa áhyggjur af fjöldanum. Sumir sögðust hafa verið bólusettir en aðrir að þeir hefðu farið í skimun áður en þeir fóru út á lífið. Fyrr um daginn hafði forsætisráðherrann Boris Johnson hvatt fólk til að sýna áfram ábyrgðafulla hegðun og veirusérfræðingurinn Lawrence Young varaði við því að niðursveiflan í faraldrinum væri ekki bara tilkomin vegna bólusetninga heldur einnig vegna sóttvarnaaðgerða.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira