Fjórir nýir gígar opnuðust: „Ósköp eðlileg þróun“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. apríl 2021 11:27 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir nýjar sprungur hafa verið viðbúnar. Fjórir nýir gígar opnuðust á gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun. Eldfjallafræðingur segir það ekki hafa komið á óvart en sýni mikilvægi þess að fólk haldi sig fyrir utan skilgreind hættusvæði. Búist er við talsverðri gasmengun á Vatnsleysuströnd í dag. Nýjustu gígarnir eru á stuttri sprungu á milli syðstu gíganna sem opnuðust fyrst og þar sem hraun rennur í Geldingadali og hinna nýrri gíga, norðar í gígaröðinni, þaðan sem hraun hefur runnið bæði í Geldingadali og Meradali. Ekki er útlit fyrir að nein augljós breyting hafi orðið á virkninni. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir nýjar sprungur hafa verið viðbúnar. „Það má alveg búast við þessu sérstaklega eftir atburði síðustu daga að þá er þetta ósköp eðlileg þróun og kannski líka vert að benda á það að kvikan virðist vera að koma upp um sprungu sem voru þarna fyrir, þannig að hún er bara að nýta sér veikleika í skorpunni til þess að komast upp á yfirborðið.“ Að neðan má sjá myndband af nýju gígunum. Má reikna með enn fleiri sprungum Þorvaldur segir að búast megi við að fleiri sprungur muni opnast. „Ef framleiðnin núna í gosinu er orðin nokkurn veginn sú sama og innflæðið inn í ganginn að þá næst eitthvert jafnvægi og ef þessi gígop sem er núna virk halda áfram að vera virk að þá býst ég ekki við miklum breytingum, ef innflæðið er nokkurn veginn það sama og útflæðið. Ef framleiðnin í gosinu eða útflæðið er minna heldur en það sem er að koma inn í ganginn að þá getum við alveg búist við áframhaldandi sviðsmynd sem er svipuð því sem við höfum séð á síðustu dögum,“ segir Þorvaldur. Getur verið varhugavert Mörg hundruð manns hafa sótt gosstöðvarnar nær daglega síðan eldgosið hófst. Þorvaldur segir það geta verið varhugavert að vera á ákveðnum svæðum enda geti sprungur opnast nær fyrirvaralaust. „Það er alltaf varhugavert að vera á þeim svæðum sem eru í línu við gíganna og nálægt gígunum. Sprungurnar geta opnast þar. Svæðið sem er afmarkað af almannavörnum sem hættusvæði, það er ekki ráðlagt að vera innan þess. Það er miklu betra fyrir fólk að halda sig utan við það svæði og bara njóta útsýnisins,“ segir Þorvaldur. Búist er við að mengun frá gosinu berist til norðurs yfir Vatnsleysuströnd í dag og jafnvel líka til norðausturs yfir höfuðborgarsvæðið. Þá getur gasmengun við gosstöðvarnar alltaf farið yfir hættumörk og því öruggast að horfa með vindinn í bakið. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fleiri gígar opnuðust í morgun Tveir eða þrír gígar opnuðust á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í morgun. 13. apríl 2021 09:06 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Nýjustu gígarnir eru á stuttri sprungu á milli syðstu gíganna sem opnuðust fyrst og þar sem hraun rennur í Geldingadali og hinna nýrri gíga, norðar í gígaröðinni, þaðan sem hraun hefur runnið bæði í Geldingadali og Meradali. Ekki er útlit fyrir að nein augljós breyting hafi orðið á virkninni. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir nýjar sprungur hafa verið viðbúnar. „Það má alveg búast við þessu sérstaklega eftir atburði síðustu daga að þá er þetta ósköp eðlileg þróun og kannski líka vert að benda á það að kvikan virðist vera að koma upp um sprungu sem voru þarna fyrir, þannig að hún er bara að nýta sér veikleika í skorpunni til þess að komast upp á yfirborðið.“ Að neðan má sjá myndband af nýju gígunum. Má reikna með enn fleiri sprungum Þorvaldur segir að búast megi við að fleiri sprungur muni opnast. „Ef framleiðnin núna í gosinu er orðin nokkurn veginn sú sama og innflæðið inn í ganginn að þá næst eitthvert jafnvægi og ef þessi gígop sem er núna virk halda áfram að vera virk að þá býst ég ekki við miklum breytingum, ef innflæðið er nokkurn veginn það sama og útflæðið. Ef framleiðnin í gosinu eða útflæðið er minna heldur en það sem er að koma inn í ganginn að þá getum við alveg búist við áframhaldandi sviðsmynd sem er svipuð því sem við höfum séð á síðustu dögum,“ segir Þorvaldur. Getur verið varhugavert Mörg hundruð manns hafa sótt gosstöðvarnar nær daglega síðan eldgosið hófst. Þorvaldur segir það geta verið varhugavert að vera á ákveðnum svæðum enda geti sprungur opnast nær fyrirvaralaust. „Það er alltaf varhugavert að vera á þeim svæðum sem eru í línu við gíganna og nálægt gígunum. Sprungurnar geta opnast þar. Svæðið sem er afmarkað af almannavörnum sem hættusvæði, það er ekki ráðlagt að vera innan þess. Það er miklu betra fyrir fólk að halda sig utan við það svæði og bara njóta útsýnisins,“ segir Þorvaldur. Búist er við að mengun frá gosinu berist til norðurs yfir Vatnsleysuströnd í dag og jafnvel líka til norðausturs yfir höfuðborgarsvæðið. Þá getur gasmengun við gosstöðvarnar alltaf farið yfir hættumörk og því öruggast að horfa með vindinn í bakið.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fleiri gígar opnuðust í morgun Tveir eða þrír gígar opnuðust á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í morgun. 13. apríl 2021 09:06 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Fleiri gígar opnuðust í morgun Tveir eða þrír gígar opnuðust á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í morgun. 13. apríl 2021 09:06
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent