Í alvarlegu ástandi eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2021 15:18 Uhunoma og Tristan Már, átta mánaða fósturbróðir hans. Þeir eru miklir vinir. Stöð 2 Uhunoma Osayomore, 21 árs hælisleitandi frá Nígeríu, fékk gríðarlegt áfall þegar kærunefnd útlendingamála staðfesti brottvísun hans úr landi á föstudag. Vinir Uhunoma segja frá því í pistli í dag að hann hafi verið lagður inn á bráðageðdeild eftir að hann fékk fréttirnar og andlegri heilsu hans hrakað mjög. Saga Uhunoma er átakanleg en hann segist hafa flúið Nígeríu vegna alvarlegs ofbeldis og ofsókna af hálfu föður síns, sem sé vel tengdur inn í nígerísku lögregluna. Faðirinn hafi jafnframt ráðið móður hans bana. Þá kveðst Uhunoma þolandi mansals og kynferðisofbeldis, auk þess sem hann hefur glímt við mikil andleg veikindi. Uhunoma sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar. Horfa má á viðtalið hér fyrir neðan. Uhunoma var synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi sem hann sótti um á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Magnús D. Norðdahl lögmaður hans skilaði inn endurupptökubeiðni í málinu í febrúar. Fær þrjátíu daga til að yfirgefa landið Í úrskurði kærunefndar útlendingamála, sem kveðinn var upp á föstudag, er fallist á að taka mál Uhunoma upp aftur. Nefndin staðfesti hins vegar eftir sem áður að synja honum um vernd. Afstaða stjórnvalda í málinu er því óbreytt, að sögn Magnúsar, en Uhunoma hafa nú verið gefnir þrjátíu dagar til að yfirgefa landið sjálfviljugur. Að þeim tíma liðnum er hægt að vísa honum úr landi. Mál Uhunoma verður þingfest í héraðsdómi á þriðjudag, þar sem krafist verður ógildingar hins nýja úrskurðar. Þar verður einnig farið fram á frestun réttaráhrifa á meðan mál Uhunoma er rekið fyrir dómstólum, sem gæti tekið allt að tólf mánuði. „Það er með vísan til þess að andlegri heilsu hans hafi hnignað til muna,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður Uhunoma.Aðsend Mikið áfall þegar úrskurðurinn var kveðinn upp Uhunoma kom hingað til lands haustið 2019. Hann hefur eignast marga vini á Íslandi og hefur lengst af búið hjá íslenskri fjölskyldu í miðbænum. Vinir Uhunoma, þau Tómas Manoury, Hallgrímur Helgason, Morgane Priet-Mahéo, Ívar Pétur Kjartansson og Magnús Tryggvason Eliassen segja frá stöðu máls Uhunoma í aðsendri grein sem birtist meðal annars á Vísi í dag. Þar segir að kærunefnd útlendingamála meti sögu Uhunoma „ótrúverðuga“ og aðstæður í heimalandinu Nígeríu „ekki nægilega „slæmar““ til að réttlæta alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða á Íslandi. Úrskurðurinn hefur ekki verið birtur opinberlega og verður ekki afhentur fjölmiðlum, samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi. Ívar Pétur Kjartansson vinur Uhunoma afhendir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur undirskriftalistann fyrir utan ráðherrabústaðinn að loknum ríkisstjórnarfundi í febrúar.Vísir/vilhelm Þá segja vinir Uhunoma í grein sinni að hann hafi undanfarið sótt aðstoð hjá Stígamótum, samtökum fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Það hafi reynst honum vel og samtökin stutt frásögn hans með skýrslu, sem borist hafi kærunefndinni. Það hafi svo verið Uhunoma mikið áfall þegar úrskurður kærunefndar var kveðinn upp á föstudag. „Hann kveið úrskurðarins og svaf lítið sem ekkert dagana á undan og alls ekkert í kjölfarið. Á sunnudag var hann svo lagður inn á bráðageðdeild í mjög slæmu ástandi, illa haldinn af þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun auk þess sem talin var hætta á því að hann veitti sjálfum sér skaða,“ segja vinirnir í pistli sínum. Þá vísa þau til þess að safnast hafi tæplega 47 þúsund undirskriftir þar sem brottvísun Uhunoma var mótmælt. Þau kalla eftir því að fallið verði frá þeirri ákvörðun. „Í aðdraganda alþingiskosninga veltum við undirrituð fyrir okkur hvað mikið þurfi til að stjórnvöld hlusti og virði vilja þjóðarinnar í málum sem þessum? Það samræmist ekki yfirlýstri stefnu stjórnvalda að vísa úr landi ungum þolanda mansals, sem hefur verið fylgdarlaus á flótta frá 14 ára aldri.“ Grein vina Uhunoma í heild. Hælisleitendur Dómsmál Tengdar fréttir Uhunoma synjað um landvistarleyfi af Kærunefnd útlendingamála Kærunefnd útlendingamála tók síðastliðinn föstudag fyrir mál Nígeríumannsins Uhunoma Osayomore. Niðurstaða nefndarinnar var sú að hún staðfesti eldri ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 14. apríl 2021 11:30 Afhentu 45 þúsund undirskriftir til stuðnings Uhunoma Vinir nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore, sem til stendur að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra yfir 45 þúsund undirskriftir í morgun, þar sem biðlað er til stjórnvalda að veita honum hæli. 16. febrúar 2021 11:42 Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Saga Uhunoma er átakanleg en hann segist hafa flúið Nígeríu vegna alvarlegs ofbeldis og ofsókna af hálfu föður síns, sem sé vel tengdur inn í nígerísku lögregluna. Faðirinn hafi jafnframt ráðið móður hans bana. Þá kveðst Uhunoma þolandi mansals og kynferðisofbeldis, auk þess sem hann hefur glímt við mikil andleg veikindi. Uhunoma sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar. Horfa má á viðtalið hér fyrir neðan. Uhunoma var synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi sem hann sótti um á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Magnús D. Norðdahl lögmaður hans skilaði inn endurupptökubeiðni í málinu í febrúar. Fær þrjátíu daga til að yfirgefa landið Í úrskurði kærunefndar útlendingamála, sem kveðinn var upp á föstudag, er fallist á að taka mál Uhunoma upp aftur. Nefndin staðfesti hins vegar eftir sem áður að synja honum um vernd. Afstaða stjórnvalda í málinu er því óbreytt, að sögn Magnúsar, en Uhunoma hafa nú verið gefnir þrjátíu dagar til að yfirgefa landið sjálfviljugur. Að þeim tíma liðnum er hægt að vísa honum úr landi. Mál Uhunoma verður þingfest í héraðsdómi á þriðjudag, þar sem krafist verður ógildingar hins nýja úrskurðar. Þar verður einnig farið fram á frestun réttaráhrifa á meðan mál Uhunoma er rekið fyrir dómstólum, sem gæti tekið allt að tólf mánuði. „Það er með vísan til þess að andlegri heilsu hans hafi hnignað til muna,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður Uhunoma.Aðsend Mikið áfall þegar úrskurðurinn var kveðinn upp Uhunoma kom hingað til lands haustið 2019. Hann hefur eignast marga vini á Íslandi og hefur lengst af búið hjá íslenskri fjölskyldu í miðbænum. Vinir Uhunoma, þau Tómas Manoury, Hallgrímur Helgason, Morgane Priet-Mahéo, Ívar Pétur Kjartansson og Magnús Tryggvason Eliassen segja frá stöðu máls Uhunoma í aðsendri grein sem birtist meðal annars á Vísi í dag. Þar segir að kærunefnd útlendingamála meti sögu Uhunoma „ótrúverðuga“ og aðstæður í heimalandinu Nígeríu „ekki nægilega „slæmar““ til að réttlæta alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða á Íslandi. Úrskurðurinn hefur ekki verið birtur opinberlega og verður ekki afhentur fjölmiðlum, samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi. Ívar Pétur Kjartansson vinur Uhunoma afhendir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur undirskriftalistann fyrir utan ráðherrabústaðinn að loknum ríkisstjórnarfundi í febrúar.Vísir/vilhelm Þá segja vinir Uhunoma í grein sinni að hann hafi undanfarið sótt aðstoð hjá Stígamótum, samtökum fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Það hafi reynst honum vel og samtökin stutt frásögn hans með skýrslu, sem borist hafi kærunefndinni. Það hafi svo verið Uhunoma mikið áfall þegar úrskurður kærunefndar var kveðinn upp á föstudag. „Hann kveið úrskurðarins og svaf lítið sem ekkert dagana á undan og alls ekkert í kjölfarið. Á sunnudag var hann svo lagður inn á bráðageðdeild í mjög slæmu ástandi, illa haldinn af þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun auk þess sem talin var hætta á því að hann veitti sjálfum sér skaða,“ segja vinirnir í pistli sínum. Þá vísa þau til þess að safnast hafi tæplega 47 þúsund undirskriftir þar sem brottvísun Uhunoma var mótmælt. Þau kalla eftir því að fallið verði frá þeirri ákvörðun. „Í aðdraganda alþingiskosninga veltum við undirrituð fyrir okkur hvað mikið þurfi til að stjórnvöld hlusti og virði vilja þjóðarinnar í málum sem þessum? Það samræmist ekki yfirlýstri stefnu stjórnvalda að vísa úr landi ungum þolanda mansals, sem hefur verið fylgdarlaus á flótta frá 14 ára aldri.“ Grein vina Uhunoma í heild.
Hælisleitendur Dómsmál Tengdar fréttir Uhunoma synjað um landvistarleyfi af Kærunefnd útlendingamála Kærunefnd útlendingamála tók síðastliðinn föstudag fyrir mál Nígeríumannsins Uhunoma Osayomore. Niðurstaða nefndarinnar var sú að hún staðfesti eldri ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 14. apríl 2021 11:30 Afhentu 45 þúsund undirskriftir til stuðnings Uhunoma Vinir nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore, sem til stendur að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra yfir 45 þúsund undirskriftir í morgun, þar sem biðlað er til stjórnvalda að veita honum hæli. 16. febrúar 2021 11:42 Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Uhunoma synjað um landvistarleyfi af Kærunefnd útlendingamála Kærunefnd útlendingamála tók síðastliðinn föstudag fyrir mál Nígeríumannsins Uhunoma Osayomore. Niðurstaða nefndarinnar var sú að hún staðfesti eldri ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 14. apríl 2021 11:30
Afhentu 45 þúsund undirskriftir til stuðnings Uhunoma Vinir nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore, sem til stendur að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra yfir 45 þúsund undirskriftir í morgun, þar sem biðlað er til stjórnvalda að veita honum hæli. 16. febrúar 2021 11:42
Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent