Hætta á bólumyndun í verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2021 19:20 Hætta er á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anna ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu að mati Seðlabankans. Bankinn boðar einnig vaxtahækkanir ef vöruverð lækki ekki í samræmi við styrkingu krónunnar að undanförnu en verðbólga er enn langt yfir markmiði Seðlabankans. Fyrir utan ferðaþjónustu í lamasessi er staða efnahagsmála í flestum tilfellum góð að áliti fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem kynnti fyrstu samantekt sína á þessu ári í dag. Ýmis hættumerki eru þó á lofti. Meginvextir bankans eru í sögulegu lágmarki í 0,75 prósentum en verðbólga er enn há eða 1,8 prósentum yfir 2,5 prósenta markmiði bankans. Í þeim efnum er Seðlabankinn aðeins farinn að sýna í tennurnar. Ásgeir Jónsson segir seðlabankann grípa til aðgerða fari verðlag ekki að lækka í samræmi við styrkingu krónunnar.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri minnir á að þetta vaxtastig vari ekki að eilífu, sérstaklega ekki ef vöruverð og um leið verðbólga fari ekki að lækka í takti við styrkingu krónunnar að undanförnu. „Verðbólgan sem verið hefur núna stafar að miklu leyti af veikingu gengisins á síðasta ári. Núna höfum við séð gengisstyrkingu og ég bara býst við því að hærra gengi leiði til þess að verðlag í verslunum lækki og við náum verðbólgunni niður aftur. Ef það gerist ekki verðum við að grípa til aðgerða,“ segir Ásgeir. Það þýðir bara eitt, vaxtahækkanir, sem heimilin verði að taka með í reikninginn. Vaxtalækkanir undanfarna mánuði hafa hvatt heimilin til íbúðakaupa eins og sést á mikilli veltuaukningu í húsnæðiskaupum undanfarið ár sem sýnd er með appelsínugulu línunni á meðfylgjandi mynd. Útlán óverðtryggðra lána hafa einnig dregist mikið saman undanfarið ár eins og sést á bláu súlunum á mynd frá Seðlabankanum hér fyrir neðan. Heimilin hafa að undanförnu í ríkum mæli skipt yfir í óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. „Greiðslubyrði þessarra lána núna er óvenju lág. Hún verður ekki þannig í framtíðinni. Á einhverjum tímapunkti þarf Seðlabankinn að hækka vexti,“ segir seðlabankastjóri. Það ráðist af þróun farsóttarinnar og verðbólgunnar. Nú er staðan orðin þannig að nýjar íbúðir sem seldust illa fyrir 2020 eru nánast uppseldar og það dregur stórlega úr framboði á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Byggingafyrirtæki hafa notað tækifærið til að greiða upp mikið af lánum en ný lán þeirra dragast saman. Gunnar Jakobsson segir hættu á að íbúðaverð hækki óæskilega mikið anni byggingariðnaðurinn ekki eftirspurn eftir húsnæði.Vísir/Vilhelm Gunnar Jakobsson staðgengill seðlabankastjóra í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir ástæðu til að óttast að byggingageirinn haldi ekki í við eftirspurnina eftir nýju húsnæði. „Það eru vísbendingar um að framboðið sé að minnka og að nýbyggingum sé að fækka. Það verður að breytast miðað við þá eftirspurn sem er í gangi núna. Af því að eins og kemur fram í greiningunum er ákveðin hætta á að verð muni þá fara upp á við, umfram það sem æskilegt er,“ segir Gunnar. Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Fasteignamarkaður Íslenska krónan Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Fyrir utan ferðaþjónustu í lamasessi er staða efnahagsmála í flestum tilfellum góð að áliti fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem kynnti fyrstu samantekt sína á þessu ári í dag. Ýmis hættumerki eru þó á lofti. Meginvextir bankans eru í sögulegu lágmarki í 0,75 prósentum en verðbólga er enn há eða 1,8 prósentum yfir 2,5 prósenta markmiði bankans. Í þeim efnum er Seðlabankinn aðeins farinn að sýna í tennurnar. Ásgeir Jónsson segir seðlabankann grípa til aðgerða fari verðlag ekki að lækka í samræmi við styrkingu krónunnar.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri minnir á að þetta vaxtastig vari ekki að eilífu, sérstaklega ekki ef vöruverð og um leið verðbólga fari ekki að lækka í takti við styrkingu krónunnar að undanförnu. „Verðbólgan sem verið hefur núna stafar að miklu leyti af veikingu gengisins á síðasta ári. Núna höfum við séð gengisstyrkingu og ég bara býst við því að hærra gengi leiði til þess að verðlag í verslunum lækki og við náum verðbólgunni niður aftur. Ef það gerist ekki verðum við að grípa til aðgerða,“ segir Ásgeir. Það þýðir bara eitt, vaxtahækkanir, sem heimilin verði að taka með í reikninginn. Vaxtalækkanir undanfarna mánuði hafa hvatt heimilin til íbúðakaupa eins og sést á mikilli veltuaukningu í húsnæðiskaupum undanfarið ár sem sýnd er með appelsínugulu línunni á meðfylgjandi mynd. Útlán óverðtryggðra lána hafa einnig dregist mikið saman undanfarið ár eins og sést á bláu súlunum á mynd frá Seðlabankanum hér fyrir neðan. Heimilin hafa að undanförnu í ríkum mæli skipt yfir í óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. „Greiðslubyrði þessarra lána núna er óvenju lág. Hún verður ekki þannig í framtíðinni. Á einhverjum tímapunkti þarf Seðlabankinn að hækka vexti,“ segir seðlabankastjóri. Það ráðist af þróun farsóttarinnar og verðbólgunnar. Nú er staðan orðin þannig að nýjar íbúðir sem seldust illa fyrir 2020 eru nánast uppseldar og það dregur stórlega úr framboði á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Byggingafyrirtæki hafa notað tækifærið til að greiða upp mikið af lánum en ný lán þeirra dragast saman. Gunnar Jakobsson segir hættu á að íbúðaverð hækki óæskilega mikið anni byggingariðnaðurinn ekki eftirspurn eftir húsnæði.Vísir/Vilhelm Gunnar Jakobsson staðgengill seðlabankastjóra í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir ástæðu til að óttast að byggingageirinn haldi ekki í við eftirspurnina eftir nýju húsnæði. „Það eru vísbendingar um að framboðið sé að minnka og að nýbyggingum sé að fækka. Það verður að breytast miðað við þá eftirspurn sem er í gangi núna. Af því að eins og kemur fram í greiningunum er ákveðin hætta á að verð muni þá fara upp á við, umfram það sem æskilegt er,“ segir Gunnar.
Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Fasteignamarkaður Íslenska krónan Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira