Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 14. apríl 2021 21:11 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti í dag stefnumörkun um hámarkshraða á borgargötum og sem verður lögð fyrir borgarráð til samþykktar í næstu viku. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins lagði fram bókun vegna málsins í dag. „Við höfum áhyggjur af því að þegar það er verið að lækka umferðarhraða á lykilakreinum, eins og við Suðurlandsbrautina, Bústaðaveg, Grensásveg og víðar, þá sé tvennt sem geti gerst. Annars vegar að afkastageta kerfisins minnkar og svo hitt að öryggisþátturinn gangi ekki upp, því að umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð og nálægt skólum þegar fólk lendir í umferðarteppu á þessum lykilumferðarsvæðum,“ sagði Eyþór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spurður hvort það breyti yfir höfuð miklu á háannatímum hver hámarkshraðinn er, í ljósi þess hve þétt umferðin er, vísar Eyþór til umsagnar Strætó um málið. „Strætó bókaði um það í sinni umsögn að þetta myndi ekki ganga upp fyrir þá að óbreyttu, þannig að þetta tefur líka almenningssamgöngur, það er líka ljóst að íbúar víða hafa áhyggjur af þessu. Þrátt fyrir að íbúar vilji hafa íbúðahverfin á lágum hraða, þá eru það þessir lykil tengivegir sem að við verðum að hafa í lagi,“ svaraði Eyþór. En hvað leggið þið þá frekar til? „Við viljum bæta umferðaröryggið, sérstaklega nálægt íbúðabyggð, bæta gangbrautir eins og snjallbrautir sem við höfum lagt til, og lagt áherslu á að snjallvæða borgina. Við viljum lækka hraða þar sem hætta er, til dæmis nálægt skólum og annað, en ekki að fara í að þrengja að umferðinni á helstu æðunum. Reykjavík Borgarstjórn Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti í dag stefnumörkun um hámarkshraða á borgargötum og sem verður lögð fyrir borgarráð til samþykktar í næstu viku. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins lagði fram bókun vegna málsins í dag. „Við höfum áhyggjur af því að þegar það er verið að lækka umferðarhraða á lykilakreinum, eins og við Suðurlandsbrautina, Bústaðaveg, Grensásveg og víðar, þá sé tvennt sem geti gerst. Annars vegar að afkastageta kerfisins minnkar og svo hitt að öryggisþátturinn gangi ekki upp, því að umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð og nálægt skólum þegar fólk lendir í umferðarteppu á þessum lykilumferðarsvæðum,“ sagði Eyþór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spurður hvort það breyti yfir höfuð miklu á háannatímum hver hámarkshraðinn er, í ljósi þess hve þétt umferðin er, vísar Eyþór til umsagnar Strætó um málið. „Strætó bókaði um það í sinni umsögn að þetta myndi ekki ganga upp fyrir þá að óbreyttu, þannig að þetta tefur líka almenningssamgöngur, það er líka ljóst að íbúar víða hafa áhyggjur af þessu. Þrátt fyrir að íbúar vilji hafa íbúðahverfin á lágum hraða, þá eru það þessir lykil tengivegir sem að við verðum að hafa í lagi,“ svaraði Eyþór. En hvað leggið þið þá frekar til? „Við viljum bæta umferðaröryggið, sérstaklega nálægt íbúðabyggð, bæta gangbrautir eins og snjallbrautir sem við höfum lagt til, og lagt áherslu á að snjallvæða borgina. Við viljum lækka hraða þar sem hætta er, til dæmis nálægt skólum og annað, en ekki að fara í að þrengja að umferðinni á helstu æðunum.
Reykjavík Borgarstjórn Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira