Í tilkynningu segir að hún hafi áður starfað innan „business control“ hjá Icelandair, sem fjármálastjóri hjá Inkasso og Netgíró og við endurskoðun hjá EY.
Þá segir að Sigríður Katrín hafi víðtæka þekkingu og reynslu á sviði fjármálastýringar og muni gegna lykilhlutverki í áframhaldandi þróun SORPU sem nú sé í miklu umbreytingarferli.
„Sigríður Katrín er löggiltur endurskoðandi með MSc gráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur þegar hafið störf hjá SORPU,“ segir í tilkynningunni.