Fleiri þurfi meðferð vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. apríl 2021 12:01 Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði. Forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði segir sífellt fleiri leyta til stofnunarinnar vegna kvíða og þunglyndis sem rekja megi til þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á samfélagið. Þá hafi mörgum farið líkamlega aftur í faraldrinum og óskað eftir innlögn. Hátt í tvöhundruð manns bíða meðferðar eða hafa farið í meðferð á Reykjalundi og Heilsustofnun í Hveragerði vegna langvarandi afleiðinga þess að hafa fengið Covid-19. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar segir fagfólk stofnunarinnar líka farið að sjá svokölluð „Covid- áhrif“ þar sem fólk er sérstaklega að koma vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins án þess að hafa veikst af sjálfum sjúkdómnum. „Fagfólk hér segist sjá að sýnilega aukningu á innlagnabeiðnum þar sem fólk rekur sinn sjúkdóm eða afturför að verulegu leyti til þeirra áhrifa sem faraldurinn hefur haft á líf þess. Það nokkuð um beiðnir um innlögn frá læknum fólks sem er illa haldið af kvíða og þunglyndi vegna Covid-sóttvarna, vegna einangrunar eða breytinga á högum í kjölfar faraldursins. Það er líka talsvert um beiðnir vegna fólks sem hefur farið líkamlega aftur í þessu ástandi. Það er minni þjálfun, minni hreyfing. Það er svo margt sem kemur inní sem hefur breytt lifnaðarháttum. Við óttumst það að þessi tiltekni hópur fólks geti farið stækkandi á komandi árum,“ segir Þórir. Þórir segir brýnt að bregðast við slíkum einkennum. „Það er auðvitað rætt um það á heimsvísu að afleiðingar faraldursins eiga eftir að vera langvarandi og hafa mikil áhrif. Þau verði dýr og það þurfi að gæta að því að áhrifin verði ekki dýrari en þau þurfa að verða með aðgerðum og umræðu,“ segir Þórir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Félagsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Hátt í tvöhundruð manns bíða meðferðar eða hafa farið í meðferð á Reykjalundi og Heilsustofnun í Hveragerði vegna langvarandi afleiðinga þess að hafa fengið Covid-19. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar segir fagfólk stofnunarinnar líka farið að sjá svokölluð „Covid- áhrif“ þar sem fólk er sérstaklega að koma vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins án þess að hafa veikst af sjálfum sjúkdómnum. „Fagfólk hér segist sjá að sýnilega aukningu á innlagnabeiðnum þar sem fólk rekur sinn sjúkdóm eða afturför að verulegu leyti til þeirra áhrifa sem faraldurinn hefur haft á líf þess. Það nokkuð um beiðnir um innlögn frá læknum fólks sem er illa haldið af kvíða og þunglyndi vegna Covid-sóttvarna, vegna einangrunar eða breytinga á högum í kjölfar faraldursins. Það er líka talsvert um beiðnir vegna fólks sem hefur farið líkamlega aftur í þessu ástandi. Það er minni þjálfun, minni hreyfing. Það er svo margt sem kemur inní sem hefur breytt lifnaðarháttum. Við óttumst það að þessi tiltekni hópur fólks geti farið stækkandi á komandi árum,“ segir Þórir. Þórir segir brýnt að bregðast við slíkum einkennum. „Það er auðvitað rætt um það á heimsvísu að afleiðingar faraldursins eiga eftir að vera langvarandi og hafa mikil áhrif. Þau verði dýr og það þurfi að gæta að því að áhrifin verði ekki dýrari en þau þurfa að verða með aðgerðum og umræðu,“ segir Þórir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Félagsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
„Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54