Landsvirkjun greiðir sex milljarða króna arð til ríkisins Eiður Þór Árnason skrifar 15. apríl 2021 17:25 Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar. Vísir/vilhelm Landsvirkjun mun greiða 6,34 milljarða króna arðgreiðslu til íslenska ríkisins fyrir árið 2020. Eigendur samþykktu tillögu stjórnar þess efnis á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag. Arðurinn er ákvarðaður í Bandaríkjadölum og nemur hann 50 milljónum dala í ár. Á aðalfundinum skipaði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í stjórn Landsvirkjunar samkvæmt lögum um fyrirtækið en ekki voru gerðar breytingar á skipan stjórnar frá fyrra starfsári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar eru því áfram Jónas Þór Guðmundsson, Álfheiður Ingadóttir, Jón Björn Hákonarson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason. Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfundinn var Jónas Þór Guðmundsson endurkjörinn formaður stjórnar og Álfheiður Ingadóttir endurkjörin varaformaður. Tekjur lækkuðu um sjö milljarða króna Fram kemur í ársreikningi Landsvirkjunar að rekstrartekjur samstæðunnar lækkuðu um 56,1 milljón Bandaríkjadala á síðasta ári eða 7.141 milljón íslenskra króna. Námu tekjur 453,5 milljónum Bandaríkjadala samanborið við 509,6 milljónir árið 2019. Rekstrargjöld námu 256,2 milljónum Bandaríkjadala á árinu 2020 en voru 265,9 milljónir Bandaríkjadala árið 2019. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins var því 197,4 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2020 samanborið við 243,7 milljónir árið á undan. Eigið fé stóð í stað og nam 2.235,1 milljón Bandaríkjadala í árslok 2020 en 2.235,4 milljónum í árslok 2019 samkvæmt efnahagsreikningi. Orkuverð lækkað á mörkuðum Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar segir í ársskýrslu fyrirtækisins fyrir árið 2020 að rekstur og afkoma Landsvirkjunar hafi óhjákvæmilega litast af áhrifum heimsfaraldursins. „Viðskiptavinir okkar drógu margir úr framleiðslu vegna minnkandi eftirspurnar og lækkandi afurðaverðs, auk þess sem orkuverð lækkaði mjög á mörkuðum, þótt sú þróun hafi að nokkru gengið til baka síðla árs. Hluti raforkusamninga Landsvirkjunar er tengdur álverði og verði á raforku á Nord Pool-markaði.“ Þá hafi Landsvirkjun veitt viðskiptavinum sínum tímabundinn afslátt af rafmagnsverði til að koma til móts við stöðu þeirra og tekið þátt í átaki fyrir efnahagslífið með því að ráðast í ýmsar framkvæmdir og verkefni víðs vegar um landið. Fréttin hefur verið uppfærð. Orkumál Landsvirkjun Tengdar fréttir Landsvirkjun og Norðurál birta orkusamninga Norðurál og Landsvirkjun hafa aflétt trúnaði af raforkusamningum fyrirtækjanna. Báðir aðilar segjast vonast til að birtingin styðji við og auki upplýsta umræðu um orkumál á Íslandi. 2. mars 2021 11:54 Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Á aðalfundinum skipaði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í stjórn Landsvirkjunar samkvæmt lögum um fyrirtækið en ekki voru gerðar breytingar á skipan stjórnar frá fyrra starfsári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar eru því áfram Jónas Þór Guðmundsson, Álfheiður Ingadóttir, Jón Björn Hákonarson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason. Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfundinn var Jónas Þór Guðmundsson endurkjörinn formaður stjórnar og Álfheiður Ingadóttir endurkjörin varaformaður. Tekjur lækkuðu um sjö milljarða króna Fram kemur í ársreikningi Landsvirkjunar að rekstrartekjur samstæðunnar lækkuðu um 56,1 milljón Bandaríkjadala á síðasta ári eða 7.141 milljón íslenskra króna. Námu tekjur 453,5 milljónum Bandaríkjadala samanborið við 509,6 milljónir árið 2019. Rekstrargjöld námu 256,2 milljónum Bandaríkjadala á árinu 2020 en voru 265,9 milljónir Bandaríkjadala árið 2019. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins var því 197,4 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2020 samanborið við 243,7 milljónir árið á undan. Eigið fé stóð í stað og nam 2.235,1 milljón Bandaríkjadala í árslok 2020 en 2.235,4 milljónum í árslok 2019 samkvæmt efnahagsreikningi. Orkuverð lækkað á mörkuðum Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar segir í ársskýrslu fyrirtækisins fyrir árið 2020 að rekstur og afkoma Landsvirkjunar hafi óhjákvæmilega litast af áhrifum heimsfaraldursins. „Viðskiptavinir okkar drógu margir úr framleiðslu vegna minnkandi eftirspurnar og lækkandi afurðaverðs, auk þess sem orkuverð lækkaði mjög á mörkuðum, þótt sú þróun hafi að nokkru gengið til baka síðla árs. Hluti raforkusamninga Landsvirkjunar er tengdur álverði og verði á raforku á Nord Pool-markaði.“ Þá hafi Landsvirkjun veitt viðskiptavinum sínum tímabundinn afslátt af rafmagnsverði til að koma til móts við stöðu þeirra og tekið þátt í átaki fyrir efnahagslífið með því að ráðast í ýmsar framkvæmdir og verkefni víðs vegar um landið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Orkumál Landsvirkjun Tengdar fréttir Landsvirkjun og Norðurál birta orkusamninga Norðurál og Landsvirkjun hafa aflétt trúnaði af raforkusamningum fyrirtækjanna. Báðir aðilar segjast vonast til að birtingin styðji við og auki upplýsta umræðu um orkumál á Íslandi. 2. mars 2021 11:54 Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Landsvirkjun og Norðurál birta orkusamninga Norðurál og Landsvirkjun hafa aflétt trúnaði af raforkusamningum fyrirtækjanna. Báðir aðilar segjast vonast til að birtingin styðji við og auki upplýsta umræðu um orkumál á Íslandi. 2. mars 2021 11:54
Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50