RAX Augnablik: Fundu hágrátandi ungbarn afskiptalaust í fimbulkulda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. apríl 2021 07:47 Ragnar Axelselsson kynntist veiðimanninum Litla Bent á Grænlandi. RAX „Lífið á Grænlandi er mjög ólíkt því sem við eigum að venjast, en það er samt mjög sjarmerandi og heillandi líf þó að það sé erfitt.“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik rifjar Ragnar Axelsson ljósmyndari upp ferð út á hafísinn árið 1995. Með honum var grænlenski veiðimaðurinn Hjelmer og notuðu þeir hundasleða til að komast leiðar sinnar. Þeir komu við í litlu þorpi og enduðu á að stoppa þar lengur en þeir ætluðu sér. „Við lögðum svolítið seint af stað, það var fimbulkuldi alveg 25 eða 30 stiga frost.“ Enginn í standi til að hugsa um barnið Þegar þeir fóru fram hjá húsi í þorpinu áður en þeir lögðu af stað út á ísinn þá heyrðu þeir sáran barnsgrátur. „Við stoppum við Hjelmer það gerist ekki neitt og það heldur áfram að gráta og við bönkum á húsið en það kemur enginn til dyra. Við förum inn og þar er pínulítið barn í vöggu, hágrátandi, og foreldrarnir og afinn og amman voru ekki í standi til þess að hugsa um barnið.“ Fólkið sem átti að vera að hugsa um þetta litla barn hafði „fengið sér of mikið í tána,“ eins og RAX orðar það. „Við frestum því að fara út og erum bara að rugga litlu barni alla nóttina.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í þættinum Litli Bent og lífið í Kap Hope, hér fyrir neðan. Þar segir hann frá ferðinni út á ísinn og veiðimanninum Litla Bent sem hann kynntist fyrst í þessum leiðangri. Klippa: RAX Augnablik - Litli Bent og lífið í Kap Hope Ragnar Axelsson hefur áður sagt frá Grænlandsævintýrum í þáttunum RAX Augnablik. Í þættinum Í krumlum hafíssins er sagt frá annarri ævintýraferð vinanna RAX og Hjelmer. Í þættinum Á borgarísjaka sagði hann söguna á bak við við stórkostlegar myndir sem hann tók af tveimur mönnum á ísjaka við Grænland. Hann viðurkennir að uppátækið sé ekki til eftirbreytni en myndirnar eru í persónulegu uppáhaldi hjá honum. Árið 1997 ferðaðist RAX um Austurströnd Grænlands og myndaði þar náttúruna, dýrin og mannlífið. Á Grænlandi myndaði hann meðal annars Hale-Bopp halastjörnuna frægu. RAX var svo að mynda í litlu þorpi ásamt vini sínum þegar þeir komust í hann krappan um miðja nótt. Hann sagði frá því ævintýri í þættinum Af draugum og halastjörnum. Ljósmyndarinn heimsótti Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist hann með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti, meðal annars manninum sem kallaður var kóngurinn í Thule. Hann viðurkennir að hafa verið hræddur að mynda hann í byrjun. Í þættinum Ole og Querndu segir RAX frá einstaka sambandinu sem myndast á milli veiðimanna og veiðihunda á Grænlandi. Hjartnæm saga sem gefur innsýn inn í lífið þar. Grænland Ljósmyndun RAX Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik rifjar Ragnar Axelsson ljósmyndari upp ferð út á hafísinn árið 1995. Með honum var grænlenski veiðimaðurinn Hjelmer og notuðu þeir hundasleða til að komast leiðar sinnar. Þeir komu við í litlu þorpi og enduðu á að stoppa þar lengur en þeir ætluðu sér. „Við lögðum svolítið seint af stað, það var fimbulkuldi alveg 25 eða 30 stiga frost.“ Enginn í standi til að hugsa um barnið Þegar þeir fóru fram hjá húsi í þorpinu áður en þeir lögðu af stað út á ísinn þá heyrðu þeir sáran barnsgrátur. „Við stoppum við Hjelmer það gerist ekki neitt og það heldur áfram að gráta og við bönkum á húsið en það kemur enginn til dyra. Við förum inn og þar er pínulítið barn í vöggu, hágrátandi, og foreldrarnir og afinn og amman voru ekki í standi til þess að hugsa um barnið.“ Fólkið sem átti að vera að hugsa um þetta litla barn hafði „fengið sér of mikið í tána,“ eins og RAX orðar það. „Við frestum því að fara út og erum bara að rugga litlu barni alla nóttina.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í þættinum Litli Bent og lífið í Kap Hope, hér fyrir neðan. Þar segir hann frá ferðinni út á ísinn og veiðimanninum Litla Bent sem hann kynntist fyrst í þessum leiðangri. Klippa: RAX Augnablik - Litli Bent og lífið í Kap Hope Ragnar Axelsson hefur áður sagt frá Grænlandsævintýrum í þáttunum RAX Augnablik. Í þættinum Í krumlum hafíssins er sagt frá annarri ævintýraferð vinanna RAX og Hjelmer. Í þættinum Á borgarísjaka sagði hann söguna á bak við við stórkostlegar myndir sem hann tók af tveimur mönnum á ísjaka við Grænland. Hann viðurkennir að uppátækið sé ekki til eftirbreytni en myndirnar eru í persónulegu uppáhaldi hjá honum. Árið 1997 ferðaðist RAX um Austurströnd Grænlands og myndaði þar náttúruna, dýrin og mannlífið. Á Grænlandi myndaði hann meðal annars Hale-Bopp halastjörnuna frægu. RAX var svo að mynda í litlu þorpi ásamt vini sínum þegar þeir komust í hann krappan um miðja nótt. Hann sagði frá því ævintýri í þættinum Af draugum og halastjörnum. Ljósmyndarinn heimsótti Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist hann með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti, meðal annars manninum sem kallaður var kóngurinn í Thule. Hann viðurkennir að hafa verið hræddur að mynda hann í byrjun. Í þættinum Ole og Querndu segir RAX frá einstaka sambandinu sem myndast á milli veiðimanna og veiðihunda á Grænlandi. Hjartnæm saga sem gefur innsýn inn í lífið þar.
Grænland Ljósmyndun RAX Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira