„Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. apríl 2021 07:00 Samhent teymi fjártæknifyrirtækisins Memento. Vísir/Vilhelm „Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu. Í stað þess að eyða tveimur til þremur árum í að smíða hana frá grunni má leigja tækniinnviði og þjónustur. Hægt er að fá aðgengi að þjónustum sem áður voru eingöngu á hendi banka,“ segir Gunnar Helgi Gunnsteinsson, einn stofnenda fjártæknifyrirtækisins Memento. „Nýlega fór til að mynda Wallmart að bjóða bankaþjónustur og lán, bæði til starfsmanna og viðskiptavina. Slík þjónusta styrkir tengslin við viðskiptavini og starfsmenn sem gerir þeim á sama tíma kleift að bjóða fríðindi og kjör í sínum verslunum sem aðrar fjármálaþjónustur geta erfiðlega keppt við,“ segir Gunnar. Memento er eitt þeirra nýsköpunarfyrirtækja sem varð til áratuginn í kjölfar bankahruns. Stofnendur eru Arnar Jónsson, Gunnar Helgi Gunnsteinsson og Jón Dal Kristbjörnsson. Stærsti hluti tekna Memento í dag koma frá Bandaríkjunum, þar sem lausn Memento býður meðal annars upp á millifærslutengingar við ríflega tvö þúsund banka. Fyrsti stóri viðskiptavinurinn var hins vegar Íslandsbanki sem nýtti sér lausn Memento á sínum tíma til þess að gefa út Kass appið fyrir íslenskan markað. Í kjölfarið hlaut Memento styrk frá Tækniþróunarsjóði, sem síðar opnaði margar dyr út í heim. Frumkvöðlar og bankar sitja við sama borð Gunnar segir það ekki of djúpt í árina tekið að bankaþjónustumarkaðurinn sé í algjörri umbyltingu. Grunnþjónustur eru farnar að opnast fyrir nánast hverjum sem er og því sitja frumkvöðlar og bankar við sama borð þegar kemur að útgáfu nýrra lausna,“ segir Gunnar og bætir því við að bankarnir sjálfir séu í auknum mæli farnir að leigja grunnkerfi til reksturs af aðilum eins og Memento, í staðinn fyrir að þróa eða smíða kerfi sjálfir. Þá segir Gunnar þróunina í heiminum vera svo hraða að í dag er ný bankaþjónusta gefin út á fimm daga fresti í heiminum. Og enn er von á hröðum breytingum: „Bankaþjónusta framtíðarinnar mun ekki einungis snúast um virkni og viðmót heldur hefur áherslan aukist hvað varðar staðfærslu á markað; hvaða markhóp er verið að tala til, hvaða verð eru í boði og vextir, hvar eru innistæður viðskiptavina geymdar, hvað er þjónustan að gera með tilliti til samfélagslegrar ábyrgðar, umhverfismála og fleira,“ segir Gunnar. Sem dæmi nefnir hann ímyndaðan Grænan banka, sem myndi vilja geyma innistæður neytenda í grænum sjóðum, gefa út sérstakt kort úr endurunni plasti og vinna eingöngu með grænum færsluhirðum. Lausn Memento felur það í sér að auðvelt væri að búa til slíkan banka, því tækni Memento gengur út á að tengja ólíka aðila saman í eina notendavæna lausn. Ekki ólíkt þeirri sem margir þekkja sem nota Shopify fyrir rekstur netverslunar. Stofnendur Memento fv.: Jón Dal Kristbjörnsson, Arnar Jónsson og Gunnar Helgi Gunnsteinsson.Vísir/Vilhelm Miklir vaxtarmöguleikar Að sögn Gunnars er stærsta verkefni Memento í dag útgáfa bankalausnar í Bandaríkjunum, Marygold & Co. Sú þjónusta veitir alhliða sparnaðar og fjárfestingaráðgjöf fyrir fylgjendur FIRE lífstílsins í Kaliforníu. FIRE stendur fyrir skammstöfun Financial Independence, Retire Early á ensku, en þessi lífstíll gengur út á að safna og fjárfesta eins mikið og mögulegt er, til þess að ná að lifa á fjármagnstekjum á seinni hluta ævinnar. Sífellt fleiri fylgja eftir FIRe lífstílnum, sérstaklega yngri kynslóðir. Gunnar segir vaxtarmöguleika í fjártækni afar mikla. Venjuleg fyrirtæki eru byrjuð að veita bankaþjónustu til sinna viðskiptavina, hvort sem um ræðir verslunarkeðjur með matvörur, flugfélög og jafnvel streymisveitur,“ segir Gunnar. Þá eru stórir bankar víða um heim farnir að lenda í vandræðum þegar þeir reyna að bjóða sömu þjónustuna þvert yfir alla viðskiptavini. Enda séu markhópar ólíkir, með ólíkar þarfir og tækniþróunin hröð. „Svona sértækar fjármálaþjónustur njóta vaxandi vinsælda á meðan stórir bankar eru að gefast upp á að þjónusta öllum með sama hætti,“ segir Gunnar. Alls kyns tilraunir og nýsköpun Upphaf Memento má rekja til þess þegar Arnar datt í hug hvort það væri ekki hægt að búa til einhvers konar bankaþjónustu til að auðvelda greiðslur á milli vina eða að safna peningum. Arnar viðraði hugmyndina við Gunnar Helga og fljótlega kom í ljós að félagi þeirra Jón Dal, sem þá starfaði hjá RB, var með sambærilegar hugmyndir. Útkoman segir Gunnar hafa verið einhvers konar „samsuða af Instagram og bankaappi.“ Sem fyrr segir, opnuðust þó margar gáttir í kjölfarið; Íslandsbanki nýtti sér lausnina fyrir Kass appið og eins hlaut Memento markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði. Styrkinn nýtti Memento meðal annars til að sækja stóra fjártæknisýningu í London. Þar mættu þeir, sáu og sigruðu og hlutu nafnbótina „Best of Show.“ Tengsl opnuðust við viðskiptavini um allan heim. En það var ekki nóg að opna dyrnar að viðskiptatækifærum, heldur áttuðu félagarnir sig fljótt á því að þeir þyrftu að staðla þróunarumhverfi Memento þannig að lausnirnar nýttust sem flestum, frekar en að eltast við séróskir frá hverjum og einum. Þrautseigja og seigla er nauðsynleg nýsköpunarfyrirtækjum sem vinna að langtímaþróun sem ekki eru endilega augljósir lengi vel. Gunnar segir mikilvægt að umhverfið styðji vel við þessi fyrirtæki því annars er hætta á að eignarhald þeirra flytjist úr landi. Vísir/Vilhelm Góðu ráðin Gunnar segir að það sem hafi einkennt Memento hingað til hafi verið þolinmæði og seigla. Það eigi við um bæði starfsfólk og fjárfesta. Það getur auðvitað verið krefjandi að starfa hjá fyrirtæki sem er lítt þekkt og vinnur að langtímaþróun á innviðum sem ekki eru endilega augljósir lengi vel, en þeim mun gefandi er uppskeran. Ferlið hefur allt í allt verið um sjö ár en það er einmitt oft talað um að fyrirtæki af þessu tagi þurfi um tíu ár til að komast almennilega á kortið,“ segir Gunnar. Að því sögðu, segir Gunnar að ef ætlunin er að byggja hér upp alþjóðleg tæknifyrirtæki, þurfi stuðningur fyrir þessi þróunarfyrirtæki að vera mikill og til staðar. Annars er hætta á að missa eignarhald þessara fyrirtækja úr landi. Þá segir Gunnar eitt atriði standa upp úr sem ákveðinn lykill að árangri en það er að fjártæknifyrirtækin velji vel sína viðskiptavini. „Memento er að tengjast ýmsum fjártæknimarkaðstorgum sem opnar leiðir á erlenda markaði. Þegar um stærri samstörf er að ræða mun árangur Memento á næstunni velta á hvaða viðskiptavini fyrirtækið velur sér. Að velja rangan viðskiptavin getur tafið framþróun fyrirtækisins á meðan réttur viðskiptavinur getur verið mikill stökkpallur,“ segir Gunnar. Í dag er Memento komið í þá stöðu að geta valið sína viðskiptavini enda eftirspurn eftir fjártæknilausnum mjög mikil. Þá er Memento að þróa nýjar lausnir á sviði sjálfsafgreiðslu og bindur Gunnar vonir við að sú lausn eigi eftir að færa fyrirtækinu mörg ný tækifæri. En til viðbótar við vöxt segir Gunnar mikilvægt að hlúa vel að starfsfólkinu sjálfu og teyminu. Fyrirhugað er að fjölga starfsfólki á næstu misserum og ráða í ný stöðugildi í tækniþróun, rekstri og í sölu. Við viljum skapa tilfinningalegt öryggi í hópnum þar sem traust ríkir í öllum samskiptum. Þannig skapist langtímasamlegðaráhrif fyrirtækisins og starfsmanna þannig að hagsmunaárekstrar vinnu og fjölskyldulífs séu í lágmarki,“ segir Gunnar um stefnu Memento í mannauðsmálum. Nýsköpun Tækni Stjórnun Tengdar fréttir 610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01 Nýsköpunarverkefni í kjölfar Covid sem skilaði af sér tugmilljóna króna viðskiptum „Raunin var að fjöldi þátttakenda fimmfölduðust frá árinu áður og fóru úr þúsund gestum í fimm þúsund. Ánægja gesta hefur aldrei mælst hærri og 97% þeirra sem svöruðu ánægjukönnuninni voru ánægðir með nýja ráðstefnuvefinn,“ segir Auður Inga Einarsdóttir markaðsstjóri Advania um þá óvæntu en góðu þróun sem varð í kjölfar Covid, þegar Advania þróaði stafrænan viðburðarvef til að bregðast við þeirri stöðu að geta ekki haldið sína árlegu haustráðstefnu í Hörpu. 22. mars 2021 07:00 Gagnagrunnur fyrir ólöglegt efni að verða að veruleika „Á síðustu árum hefur umræða um dreifingu á ólöglegu efni á netinu aukist gríðarlega og er líklegt að á næstu árum verði sett lög sem skylda alla netþjónustuaðila til að leita að og uppræta slíkt efni. Það má því segja að ein af upphaflegu hugmyndunum okkar um gagnagrunn fyrir ólöglegt efni sé að verða að veruleika,“ segir Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri Videntifier. 15. mars 2021 07:00 „Stuttu síðar hringdi Placewise einfaldlega í okkur“ Á dögunum undirritaði íslenska upplýsingafyrirtækið Tactica samning við fyrirtækið Placewise Group um innleiðingu á hugbúnaðarlausn sem Tactica hefur þróað. Placewise Group er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sviði stafrænna lausna fyrir verslunarmiðstöðvar og þjónustar yfir eitt þúsund verslunarmiðstöðvar í þremur heimsálfum. „Við höfum frá upphafi stefnt með Integrator á alþjóðamarkað og lítum á samninginn við Placewise sem frábæra byrjun,“ segir Ríkharður Brynjólfsson, einn eigenda Tactica. 8. mars 2021 07:01 Gekk um götur New York með kynningu og nú með notendur um allan heim „Yfir nítján þúsund fyrirtæki í 132 löndum nota Sling daglega, krakkar internetið virkar!“ segir Helgi Hermannsson framkvæmdastjóri Sling en Sling er hugbúnaður fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum. 1. mars 2021 07:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
„Nýlega fór til að mynda Wallmart að bjóða bankaþjónustur og lán, bæði til starfsmanna og viðskiptavina. Slík þjónusta styrkir tengslin við viðskiptavini og starfsmenn sem gerir þeim á sama tíma kleift að bjóða fríðindi og kjör í sínum verslunum sem aðrar fjármálaþjónustur geta erfiðlega keppt við,“ segir Gunnar. Memento er eitt þeirra nýsköpunarfyrirtækja sem varð til áratuginn í kjölfar bankahruns. Stofnendur eru Arnar Jónsson, Gunnar Helgi Gunnsteinsson og Jón Dal Kristbjörnsson. Stærsti hluti tekna Memento í dag koma frá Bandaríkjunum, þar sem lausn Memento býður meðal annars upp á millifærslutengingar við ríflega tvö þúsund banka. Fyrsti stóri viðskiptavinurinn var hins vegar Íslandsbanki sem nýtti sér lausn Memento á sínum tíma til þess að gefa út Kass appið fyrir íslenskan markað. Í kjölfarið hlaut Memento styrk frá Tækniþróunarsjóði, sem síðar opnaði margar dyr út í heim. Frumkvöðlar og bankar sitja við sama borð Gunnar segir það ekki of djúpt í árina tekið að bankaþjónustumarkaðurinn sé í algjörri umbyltingu. Grunnþjónustur eru farnar að opnast fyrir nánast hverjum sem er og því sitja frumkvöðlar og bankar við sama borð þegar kemur að útgáfu nýrra lausna,“ segir Gunnar og bætir því við að bankarnir sjálfir séu í auknum mæli farnir að leigja grunnkerfi til reksturs af aðilum eins og Memento, í staðinn fyrir að þróa eða smíða kerfi sjálfir. Þá segir Gunnar þróunina í heiminum vera svo hraða að í dag er ný bankaþjónusta gefin út á fimm daga fresti í heiminum. Og enn er von á hröðum breytingum: „Bankaþjónusta framtíðarinnar mun ekki einungis snúast um virkni og viðmót heldur hefur áherslan aukist hvað varðar staðfærslu á markað; hvaða markhóp er verið að tala til, hvaða verð eru í boði og vextir, hvar eru innistæður viðskiptavina geymdar, hvað er þjónustan að gera með tilliti til samfélagslegrar ábyrgðar, umhverfismála og fleira,“ segir Gunnar. Sem dæmi nefnir hann ímyndaðan Grænan banka, sem myndi vilja geyma innistæður neytenda í grænum sjóðum, gefa út sérstakt kort úr endurunni plasti og vinna eingöngu með grænum færsluhirðum. Lausn Memento felur það í sér að auðvelt væri að búa til slíkan banka, því tækni Memento gengur út á að tengja ólíka aðila saman í eina notendavæna lausn. Ekki ólíkt þeirri sem margir þekkja sem nota Shopify fyrir rekstur netverslunar. Stofnendur Memento fv.: Jón Dal Kristbjörnsson, Arnar Jónsson og Gunnar Helgi Gunnsteinsson.Vísir/Vilhelm Miklir vaxtarmöguleikar Að sögn Gunnars er stærsta verkefni Memento í dag útgáfa bankalausnar í Bandaríkjunum, Marygold & Co. Sú þjónusta veitir alhliða sparnaðar og fjárfestingaráðgjöf fyrir fylgjendur FIRE lífstílsins í Kaliforníu. FIRE stendur fyrir skammstöfun Financial Independence, Retire Early á ensku, en þessi lífstíll gengur út á að safna og fjárfesta eins mikið og mögulegt er, til þess að ná að lifa á fjármagnstekjum á seinni hluta ævinnar. Sífellt fleiri fylgja eftir FIRe lífstílnum, sérstaklega yngri kynslóðir. Gunnar segir vaxtarmöguleika í fjártækni afar mikla. Venjuleg fyrirtæki eru byrjuð að veita bankaþjónustu til sinna viðskiptavina, hvort sem um ræðir verslunarkeðjur með matvörur, flugfélög og jafnvel streymisveitur,“ segir Gunnar. Þá eru stórir bankar víða um heim farnir að lenda í vandræðum þegar þeir reyna að bjóða sömu þjónustuna þvert yfir alla viðskiptavini. Enda séu markhópar ólíkir, með ólíkar þarfir og tækniþróunin hröð. „Svona sértækar fjármálaþjónustur njóta vaxandi vinsælda á meðan stórir bankar eru að gefast upp á að þjónusta öllum með sama hætti,“ segir Gunnar. Alls kyns tilraunir og nýsköpun Upphaf Memento má rekja til þess þegar Arnar datt í hug hvort það væri ekki hægt að búa til einhvers konar bankaþjónustu til að auðvelda greiðslur á milli vina eða að safna peningum. Arnar viðraði hugmyndina við Gunnar Helga og fljótlega kom í ljós að félagi þeirra Jón Dal, sem þá starfaði hjá RB, var með sambærilegar hugmyndir. Útkoman segir Gunnar hafa verið einhvers konar „samsuða af Instagram og bankaappi.“ Sem fyrr segir, opnuðust þó margar gáttir í kjölfarið; Íslandsbanki nýtti sér lausnina fyrir Kass appið og eins hlaut Memento markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði. Styrkinn nýtti Memento meðal annars til að sækja stóra fjártæknisýningu í London. Þar mættu þeir, sáu og sigruðu og hlutu nafnbótina „Best of Show.“ Tengsl opnuðust við viðskiptavini um allan heim. En það var ekki nóg að opna dyrnar að viðskiptatækifærum, heldur áttuðu félagarnir sig fljótt á því að þeir þyrftu að staðla þróunarumhverfi Memento þannig að lausnirnar nýttust sem flestum, frekar en að eltast við séróskir frá hverjum og einum. Þrautseigja og seigla er nauðsynleg nýsköpunarfyrirtækjum sem vinna að langtímaþróun sem ekki eru endilega augljósir lengi vel. Gunnar segir mikilvægt að umhverfið styðji vel við þessi fyrirtæki því annars er hætta á að eignarhald þeirra flytjist úr landi. Vísir/Vilhelm Góðu ráðin Gunnar segir að það sem hafi einkennt Memento hingað til hafi verið þolinmæði og seigla. Það eigi við um bæði starfsfólk og fjárfesta. Það getur auðvitað verið krefjandi að starfa hjá fyrirtæki sem er lítt þekkt og vinnur að langtímaþróun á innviðum sem ekki eru endilega augljósir lengi vel, en þeim mun gefandi er uppskeran. Ferlið hefur allt í allt verið um sjö ár en það er einmitt oft talað um að fyrirtæki af þessu tagi þurfi um tíu ár til að komast almennilega á kortið,“ segir Gunnar. Að því sögðu, segir Gunnar að ef ætlunin er að byggja hér upp alþjóðleg tæknifyrirtæki, þurfi stuðningur fyrir þessi þróunarfyrirtæki að vera mikill og til staðar. Annars er hætta á að missa eignarhald þessara fyrirtækja úr landi. Þá segir Gunnar eitt atriði standa upp úr sem ákveðinn lykill að árangri en það er að fjártæknifyrirtækin velji vel sína viðskiptavini. „Memento er að tengjast ýmsum fjártæknimarkaðstorgum sem opnar leiðir á erlenda markaði. Þegar um stærri samstörf er að ræða mun árangur Memento á næstunni velta á hvaða viðskiptavini fyrirtækið velur sér. Að velja rangan viðskiptavin getur tafið framþróun fyrirtækisins á meðan réttur viðskiptavinur getur verið mikill stökkpallur,“ segir Gunnar. Í dag er Memento komið í þá stöðu að geta valið sína viðskiptavini enda eftirspurn eftir fjártæknilausnum mjög mikil. Þá er Memento að þróa nýjar lausnir á sviði sjálfsafgreiðslu og bindur Gunnar vonir við að sú lausn eigi eftir að færa fyrirtækinu mörg ný tækifæri. En til viðbótar við vöxt segir Gunnar mikilvægt að hlúa vel að starfsfólkinu sjálfu og teyminu. Fyrirhugað er að fjölga starfsfólki á næstu misserum og ráða í ný stöðugildi í tækniþróun, rekstri og í sölu. Við viljum skapa tilfinningalegt öryggi í hópnum þar sem traust ríkir í öllum samskiptum. Þannig skapist langtímasamlegðaráhrif fyrirtækisins og starfsmanna þannig að hagsmunaárekstrar vinnu og fjölskyldulífs séu í lágmarki,“ segir Gunnar um stefnu Memento í mannauðsmálum.
Nýsköpun Tækni Stjórnun Tengdar fréttir 610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01 Nýsköpunarverkefni í kjölfar Covid sem skilaði af sér tugmilljóna króna viðskiptum „Raunin var að fjöldi þátttakenda fimmfölduðust frá árinu áður og fóru úr þúsund gestum í fimm þúsund. Ánægja gesta hefur aldrei mælst hærri og 97% þeirra sem svöruðu ánægjukönnuninni voru ánægðir með nýja ráðstefnuvefinn,“ segir Auður Inga Einarsdóttir markaðsstjóri Advania um þá óvæntu en góðu þróun sem varð í kjölfar Covid, þegar Advania þróaði stafrænan viðburðarvef til að bregðast við þeirri stöðu að geta ekki haldið sína árlegu haustráðstefnu í Hörpu. 22. mars 2021 07:00 Gagnagrunnur fyrir ólöglegt efni að verða að veruleika „Á síðustu árum hefur umræða um dreifingu á ólöglegu efni á netinu aukist gríðarlega og er líklegt að á næstu árum verði sett lög sem skylda alla netþjónustuaðila til að leita að og uppræta slíkt efni. Það má því segja að ein af upphaflegu hugmyndunum okkar um gagnagrunn fyrir ólöglegt efni sé að verða að veruleika,“ segir Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri Videntifier. 15. mars 2021 07:00 „Stuttu síðar hringdi Placewise einfaldlega í okkur“ Á dögunum undirritaði íslenska upplýsingafyrirtækið Tactica samning við fyrirtækið Placewise Group um innleiðingu á hugbúnaðarlausn sem Tactica hefur þróað. Placewise Group er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sviði stafrænna lausna fyrir verslunarmiðstöðvar og þjónustar yfir eitt þúsund verslunarmiðstöðvar í þremur heimsálfum. „Við höfum frá upphafi stefnt með Integrator á alþjóðamarkað og lítum á samninginn við Placewise sem frábæra byrjun,“ segir Ríkharður Brynjólfsson, einn eigenda Tactica. 8. mars 2021 07:01 Gekk um götur New York með kynningu og nú með notendur um allan heim „Yfir nítján þúsund fyrirtæki í 132 löndum nota Sling daglega, krakkar internetið virkar!“ segir Helgi Hermannsson framkvæmdastjóri Sling en Sling er hugbúnaður fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum. 1. mars 2021 07:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01
Nýsköpunarverkefni í kjölfar Covid sem skilaði af sér tugmilljóna króna viðskiptum „Raunin var að fjöldi þátttakenda fimmfölduðust frá árinu áður og fóru úr þúsund gestum í fimm þúsund. Ánægja gesta hefur aldrei mælst hærri og 97% þeirra sem svöruðu ánægjukönnuninni voru ánægðir með nýja ráðstefnuvefinn,“ segir Auður Inga Einarsdóttir markaðsstjóri Advania um þá óvæntu en góðu þróun sem varð í kjölfar Covid, þegar Advania þróaði stafrænan viðburðarvef til að bregðast við þeirri stöðu að geta ekki haldið sína árlegu haustráðstefnu í Hörpu. 22. mars 2021 07:00
Gagnagrunnur fyrir ólöglegt efni að verða að veruleika „Á síðustu árum hefur umræða um dreifingu á ólöglegu efni á netinu aukist gríðarlega og er líklegt að á næstu árum verði sett lög sem skylda alla netþjónustuaðila til að leita að og uppræta slíkt efni. Það má því segja að ein af upphaflegu hugmyndunum okkar um gagnagrunn fyrir ólöglegt efni sé að verða að veruleika,“ segir Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri Videntifier. 15. mars 2021 07:00
„Stuttu síðar hringdi Placewise einfaldlega í okkur“ Á dögunum undirritaði íslenska upplýsingafyrirtækið Tactica samning við fyrirtækið Placewise Group um innleiðingu á hugbúnaðarlausn sem Tactica hefur þróað. Placewise Group er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sviði stafrænna lausna fyrir verslunarmiðstöðvar og þjónustar yfir eitt þúsund verslunarmiðstöðvar í þremur heimsálfum. „Við höfum frá upphafi stefnt með Integrator á alþjóðamarkað og lítum á samninginn við Placewise sem frábæra byrjun,“ segir Ríkharður Brynjólfsson, einn eigenda Tactica. 8. mars 2021 07:01
Gekk um götur New York með kynningu og nú með notendur um allan heim „Yfir nítján þúsund fyrirtæki í 132 löndum nota Sling daglega, krakkar internetið virkar!“ segir Helgi Hermannsson framkvæmdastjóri Sling en Sling er hugbúnaður fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum. 1. mars 2021 07:00