Þótt aðeins þrjátíu nánustu ættingjar og vinir prinsins verði viðstaddir útförina ásamt Elísabetu drottningu kemur mikill fjöldi fólks að undirbúningi og umgjörð athafnarinnar.
Hundruð karla og kvenna frá sjóher, landher og flugher Bretlands munu fylgja sérhönnuðum Land Rover af Filippussi sjálfum, sem flytja mun kistu hans í kapellu heilags Georgs við Windsor-kastala á morgun.