Enski boltinn

Segir Moyes stjóra ársins sama hvað gerist

Anton Ingi Leifsson skrifar
Coufal og Moyes léttir enda hafa Hamrarnir verið frábærir á leiktíðinni.
Coufal og Moyes léttir enda hafa Hamrarnir verið frábærir á leiktíðinni. Rob Newell/Getty

Steve Bruce, stjóri Newcastle, segir að David Moyes, stjóri West Ham, sé stjóri ársins í enska boltanum, sama hvað gerist á lokasprettinum.

Newcastle og West Ham mætast um helgina en Hamrarnir hafa verið á fljúgandi siglingu að undanförnu. Þeir fara norður og heimsækja Bruce og félaga í Newcastle.

„Fyrir mér, þá er Moyes stjóri ársins, sama hvað gerist. Að halda þeim þarna í kringum fjóra og í Meistaradeildarsæti við sjö leiki eftir er stórkostlegt afrek,“ sagði Bruce.

„Þeir hafa átt frábært tímabil svo það er ansi mikilvægur leikur framundan, auðvitað.“

Leicester er í þriðja sætinu með 56 stig, West Ham í fjórða sætinu með 55, Chelsea er í fimmta með 54 og Liverpool í sjötta með 52.

Newcastle er hins vegar á hinum enda töflunnar. Þeir eru í sautjánda sætinu, sex stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×