Vonar að hann verði á svörtum lista kínverskra stjórnvalda til frambúðar Sylvía Hall og Kristín Ólafsdóttir skrifa 16. apríl 2021 22:44 Jónas Haraldsson segir veru sína á svörtum lista kínverskra stjórnvalda ekki hafa mikil áhrif á sig. Vísir/Einar Lögmaðurinn Jónas Haraldsson segir líklegustu skýringuna á því að hann sé kominn á svartan lista í Kína vera skrif sín í Morgunblaðið. Hann hafi skrifað um ýmis málefni tengd Kína undanfarin sex ár en segist aðallega hissa á því að þeir hafi nennt að standa í þessu, eins og hann orðar það sjálfur. „Ég hef skrifað mikið af greinum í gegnum árin. Meðal annars um Kínverja, kvartað undan sendiráðshúsinu og allt í kringum það – sóðaskapnum þar og vildi losna við hann. Sem tókst á endanum. Síðan um kínverska ferðamenn og aðallega seinna um kínversku veiruna; Covid-19. Ég var að halda því fram að þetta hefði orðið til hjá þeim fyrir sóðaskap í Wuhan á blautmörkuðunum, kæmi úr leðurblökunum og í matvöruna þar og svo framvegis,“ segir Jónas. Hann segist fyrst hafa frétt af málinu þegar hann fékk símtal frá utanríkisráðuneytinu þar sem hann var boðaður á fund. Hann hafi í fyrstu ekki haft hugmynd um hvað málið varðaði. „Þá fékk ég að vita að það að ég sé kominn á svartan lista og sé þar einn á blaði.“ Klippa: Viðtal við Jónas Haraldsson Hefur engin áhrif „Ég var alveg steinhissa, að ég væri svona merkilegur að þeir nenntu að standa í þessu, en ég tók þessu bara vel. Auðvitað er það alvaran í þessu að það er verið að skipta sér af málfrelsi og tjáningarfrelsi á Íslandi, þetta erlenda stórríki. Það er það alvarlega, það kemur þeim ekkert við,“ segir Jónas. Hann segir veru sína á listanum ekki setja neinar áætlanir í uppnám, enda hafi hann ekki stefnt á ferðalög til Kína. Sjálfur hafi hann ekkert heyrt frá kínverska sendiráðinu eða sendiherranum sjálfum en hann segir þessa aðferð vel þekkta. „Þetta er svona stöðluð aðferð sem er notuð erlendis, þar sem fólk er í viðskiptum við Kínverja, vinna þar eða eru háðir þeim með peninga og annað – bönkunum og þess háttar. En fyrir mig, ekki fer ég til Kína og ekki á ég neina peninga í Kína eða neitt,“ segir hann og bætir við að honum þyki þetta hálf klaufalegt. „Ef þeir vildu koma höggi á mig hefðu þeir getað staðið sig örugglega miklu betur.“ Úr því sem komið er vonar hann að hann fái að vera á listanum. „Fyrst ég er kominn á hann og hafði heilmikið fyrir því.“ Kína Utanríkismál Mannréttindi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27 Íslendingur settur á svartan lista í Kína fyrir gagnrýnin skrif Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er á svörtum lista stjórnvalda í Kína, má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 06:37 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira
„Ég hef skrifað mikið af greinum í gegnum árin. Meðal annars um Kínverja, kvartað undan sendiráðshúsinu og allt í kringum það – sóðaskapnum þar og vildi losna við hann. Sem tókst á endanum. Síðan um kínverska ferðamenn og aðallega seinna um kínversku veiruna; Covid-19. Ég var að halda því fram að þetta hefði orðið til hjá þeim fyrir sóðaskap í Wuhan á blautmörkuðunum, kæmi úr leðurblökunum og í matvöruna þar og svo framvegis,“ segir Jónas. Hann segist fyrst hafa frétt af málinu þegar hann fékk símtal frá utanríkisráðuneytinu þar sem hann var boðaður á fund. Hann hafi í fyrstu ekki haft hugmynd um hvað málið varðaði. „Þá fékk ég að vita að það að ég sé kominn á svartan lista og sé þar einn á blaði.“ Klippa: Viðtal við Jónas Haraldsson Hefur engin áhrif „Ég var alveg steinhissa, að ég væri svona merkilegur að þeir nenntu að standa í þessu, en ég tók þessu bara vel. Auðvitað er það alvaran í þessu að það er verið að skipta sér af málfrelsi og tjáningarfrelsi á Íslandi, þetta erlenda stórríki. Það er það alvarlega, það kemur þeim ekkert við,“ segir Jónas. Hann segir veru sína á listanum ekki setja neinar áætlanir í uppnám, enda hafi hann ekki stefnt á ferðalög til Kína. Sjálfur hafi hann ekkert heyrt frá kínverska sendiráðinu eða sendiherranum sjálfum en hann segir þessa aðferð vel þekkta. „Þetta er svona stöðluð aðferð sem er notuð erlendis, þar sem fólk er í viðskiptum við Kínverja, vinna þar eða eru háðir þeim með peninga og annað – bönkunum og þess háttar. En fyrir mig, ekki fer ég til Kína og ekki á ég neina peninga í Kína eða neitt,“ segir hann og bætir við að honum þyki þetta hálf klaufalegt. „Ef þeir vildu koma höggi á mig hefðu þeir getað staðið sig örugglega miklu betur.“ Úr því sem komið er vonar hann að hann fái að vera á listanum. „Fyrst ég er kominn á hann og hafði heilmikið fyrir því.“
Kína Utanríkismál Mannréttindi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27 Íslendingur settur á svartan lista í Kína fyrir gagnrýnin skrif Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er á svörtum lista stjórnvalda í Kína, má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 06:37 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira
Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27
Íslendingur settur á svartan lista í Kína fyrir gagnrýnin skrif Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er á svörtum lista stjórnvalda í Kína, má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 06:37