Veðjað á að hugsanlegur fundur Putíns og Bidens verði í Tékklandi eða á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2021 11:32 Á flest er nú veðjað, meira að segja það hvar Biden og Pútín muni hittast ef af leiðtogafundi þeirra verður. Og þar telst Ísland líklegur kostur. Eflaust spilar þar inn í ógleymanlegur leiðtogafundurinn í Höfða þegar Ronald Regan Bandaríkjaforseti og Mikhaíl Gorbatsjev, leiðtogi Sovétríkjanna sálugu hittust í Reykjavík 1986. Efnt hefur verið til veðmáls þar sem talið er líklegast að fundur leiðtoga hinna fornu stórvelda verði haldinn í Tékkalandi en Ísland kemur þar fast á hæla. Fátt er það sem menn ekki veðja á. Og nú hefur veðmálafyrirtækið Betsson sett upp sérstakt veðmál þar sem menn geta veðjað á hvar fyrirhugaður mögulegur leiðtogafundur Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta verður. Eins og komið hefur fram á Vísi hefur Biden lagt það til við Pútín að þeir hittist til að fara yfir samskipti þjóðanna en stirð samskipti Rússa við Úkraínumenn eru áhyggjuefni. Þeir tveir hittust í varaforsetatíð Bidens árið 2011. Veðmálastuðlarnir sem sérfræðingar Betsson hafa sett upp eru athyglisverðir. Eins og áður sagði er Tékkland talinn líklegasti fundarstaðurinn, með 3,55 í svokallaðan stuðul. Sem þýðir að ef einhver leggur þúsund krónur á það fær hinn sami til baka 3.550 krónur til baka, verði sú raunin. Ísland er þar fast á hæla með 4 í stuðul og þar á eftir kemur Austurríki með stuðulinn 4,25. Eilítið neðar á blaði eru Finnland (5,25) en þeir tveir möguleikar sem reka lestina, Svíþjóð (15) og Úkraína (18) teljast ólíklegir samkvæmt þeim veðmálaspekúlöntum. Og ef menn vilja veðja á Svíþjóð og Úkraínu og svo fer að þar verði hinn hugsanlegi fundur haldinn, ávaxta menn vel sitt pund; það er margfaldað með stuðlinum. Eins og áður sagði liggur ekki einu sinni enn fyrir hvort fundurinn verði haldinn en veðmálið stendur út apríl, ef ekkert verður af því að Biden og Pútín hittist, þá fellur veðmálið niður og þeir sem lagt hafa undir fá það til baka. Fjárhættuspil Bandaríkin Rússland Úkraína Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Fátt er það sem menn ekki veðja á. Og nú hefur veðmálafyrirtækið Betsson sett upp sérstakt veðmál þar sem menn geta veðjað á hvar fyrirhugaður mögulegur leiðtogafundur Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta verður. Eins og komið hefur fram á Vísi hefur Biden lagt það til við Pútín að þeir hittist til að fara yfir samskipti þjóðanna en stirð samskipti Rússa við Úkraínumenn eru áhyggjuefni. Þeir tveir hittust í varaforsetatíð Bidens árið 2011. Veðmálastuðlarnir sem sérfræðingar Betsson hafa sett upp eru athyglisverðir. Eins og áður sagði er Tékkland talinn líklegasti fundarstaðurinn, með 3,55 í svokallaðan stuðul. Sem þýðir að ef einhver leggur þúsund krónur á það fær hinn sami til baka 3.550 krónur til baka, verði sú raunin. Ísland er þar fast á hæla með 4 í stuðul og þar á eftir kemur Austurríki með stuðulinn 4,25. Eilítið neðar á blaði eru Finnland (5,25) en þeir tveir möguleikar sem reka lestina, Svíþjóð (15) og Úkraína (18) teljast ólíklegir samkvæmt þeim veðmálaspekúlöntum. Og ef menn vilja veðja á Svíþjóð og Úkraínu og svo fer að þar verði hinn hugsanlegi fundur haldinn, ávaxta menn vel sitt pund; það er margfaldað með stuðlinum. Eins og áður sagði liggur ekki einu sinni enn fyrir hvort fundurinn verði haldinn en veðmálið stendur út apríl, ef ekkert verður af því að Biden og Pútín hittist, þá fellur veðmálið niður og þeir sem lagt hafa undir fá það til baka.
Fjárhættuspil Bandaríkin Rússland Úkraína Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira