Meistaradeildarsæti West Ham í hættu eftir tap gegn Newcastle Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. apríl 2021 13:30 Joelinton skorar annað mark Newcastle eftir skelfileg mistök Lukasz Fabianski í marki West Ham. Owen Humphreys - Pool/Getty Images Newcastle krækti sér í þrjú mikilvæg stig með 3-2 sigri gegn West ham. Leikmenn Newcastle nýttu sér slæm mistök West Ham manna í fyrri hálfleik, en tíu leikmenn West Ham náðu að jafna leikinn áður en joe Willock skoraði sigurmarkið eftir rúma mínútu á vellinum. Lítið marktækt gerðist á fyrstu mínútum leiksins, nema það að Craig Dawson, varnarmaður West Ham náði sér í gult spjald á 12. mínútu. Á 36. mínútu fékk Craig Dawson sendingu til baka, en móttakan var allt annað en góð. Dawson missti boltann langt frá sér og var svo allt of seinn í tæklingu þegar hann reyndi að bæta upp fyrir mistök sín. Dómarinn leyfði leiknum þó að halda áfram og Allan Saint-Maximin gerði vel og náði skoti á markið. Issa Diop reyndi að hreynsa boltann af marklínunni, en það gekk ekki betur en svo að hann skoraði sjálfsmark. West Ham have scored more own goals (4) than any other team in the Premier League this season. pic.twitter.com/xxWezOXMIa— Squawka Football (@Squawka) April 17, 2021 Þegar markið var staðfest fór Kevin Friend, dómari leiksins, til baka og gaf Craig Dawson sitt annað gula spjald, og þar með rautt. West Ham menn því manni færri það sem eftir lifði leiks. Aðeins fimm mínútum síðar tók Matt Ritchie hornspyrnu fyrir Newcastle. Lukasz Fabianski kom út úr markinu og virtist ætla að grípa boltann auðveldlega. Hann náði þó ekki að halda boltanum sem skoppaði fyrir fætur Joelinton sem þakkaði pent fyrir sig og staðan orðin 2-0. Þrátt fyrir að vera manni færri þá voru West Ham mun líklegri aðilinn í seinni hálfleik. Newcastle menn lágu til baka og buðu gestunum upp að teignum. Það skilaði sér loksins á 73. mínútu þegar Issa Diop bætti upp fyrir mistök sín með frábærum skalla eftir fyrirgjöf frá Jarrod Bowen. West Ham voru ekki hættir og á 77. mínútu var Kevin Friend beðinn um að kíkja á VAR skjáinn. Ciaran Clark hafði þá handleikið boltann innan teigs og vítaspyrna dæmd. Jesse Lingard steig á punktinn og skoraði af öryggi. Jesse Lingard has scored 9 goals in 10 apps for West Ham, his most in a single PL season, surpassing his total of 8 in 33 apps for Man Utd in 2017-18 pic.twitter.com/fBS6Ajw4VU— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) April 17, 2021 Newcastle menn voru þó ekki lengi að draga leikmenn West Ham aftur niður á jörðina. Um fimm mínútum seinna koma Joe Willock Newcastle í 3-2 eftir flotta fyrirgjöf frá Matt Ritchie. Joe Willock hafði verið inni á vellinum í 83 sekúndur áður en hann skoraði. Newcastle lyftir sér upp í 15. sæti deildarinnar með sigrinum og eru orðnir nokkuð öruggir með sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. West Ham er enn með 55 stig í fjórða sæti, en nú hafa liðin fyrir neðan þá tækifæri að hrifsa seinasta meistaradeildarsætið af þeim. Enski boltinn Mest lesið Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Handbolti Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Feyenoord sló AC Milan út Fótbolti Fleiri fréttir Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Sjá meira
Lítið marktækt gerðist á fyrstu mínútum leiksins, nema það að Craig Dawson, varnarmaður West Ham náði sér í gult spjald á 12. mínútu. Á 36. mínútu fékk Craig Dawson sendingu til baka, en móttakan var allt annað en góð. Dawson missti boltann langt frá sér og var svo allt of seinn í tæklingu þegar hann reyndi að bæta upp fyrir mistök sín. Dómarinn leyfði leiknum þó að halda áfram og Allan Saint-Maximin gerði vel og náði skoti á markið. Issa Diop reyndi að hreynsa boltann af marklínunni, en það gekk ekki betur en svo að hann skoraði sjálfsmark. West Ham have scored more own goals (4) than any other team in the Premier League this season. pic.twitter.com/xxWezOXMIa— Squawka Football (@Squawka) April 17, 2021 Þegar markið var staðfest fór Kevin Friend, dómari leiksins, til baka og gaf Craig Dawson sitt annað gula spjald, og þar með rautt. West Ham menn því manni færri það sem eftir lifði leiks. Aðeins fimm mínútum síðar tók Matt Ritchie hornspyrnu fyrir Newcastle. Lukasz Fabianski kom út úr markinu og virtist ætla að grípa boltann auðveldlega. Hann náði þó ekki að halda boltanum sem skoppaði fyrir fætur Joelinton sem þakkaði pent fyrir sig og staðan orðin 2-0. Þrátt fyrir að vera manni færri þá voru West Ham mun líklegri aðilinn í seinni hálfleik. Newcastle menn lágu til baka og buðu gestunum upp að teignum. Það skilaði sér loksins á 73. mínútu þegar Issa Diop bætti upp fyrir mistök sín með frábærum skalla eftir fyrirgjöf frá Jarrod Bowen. West Ham voru ekki hættir og á 77. mínútu var Kevin Friend beðinn um að kíkja á VAR skjáinn. Ciaran Clark hafði þá handleikið boltann innan teigs og vítaspyrna dæmd. Jesse Lingard steig á punktinn og skoraði af öryggi. Jesse Lingard has scored 9 goals in 10 apps for West Ham, his most in a single PL season, surpassing his total of 8 in 33 apps for Man Utd in 2017-18 pic.twitter.com/fBS6Ajw4VU— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) April 17, 2021 Newcastle menn voru þó ekki lengi að draga leikmenn West Ham aftur niður á jörðina. Um fimm mínútum seinna koma Joe Willock Newcastle í 3-2 eftir flotta fyrirgjöf frá Matt Ritchie. Joe Willock hafði verið inni á vellinum í 83 sekúndur áður en hann skoraði. Newcastle lyftir sér upp í 15. sæti deildarinnar með sigrinum og eru orðnir nokkuð öruggir með sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. West Ham er enn með 55 stig í fjórða sæti, en nú hafa liðin fyrir neðan þá tækifæri að hrifsa seinasta meistaradeildarsætið af þeim.
Enski boltinn Mest lesið Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Handbolti Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Feyenoord sló AC Milan út Fótbolti Fleiri fréttir Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Sjá meira