Í dag og á morgun er spáð suðlægum og suðvestlægum áttum og samkvæmt gasmengunarspá Veðurstofu Íslands gæti gasmengun borist yfir höfuðborgarsvæðið.
Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur segir veðrið hins vegar gjarnan óstöðugt í suðvestanátt og þá verði þéttni mengunarinnar síður veruleg. Hún segir því ekki útlit fyrir há gildi en hvetur fólk til að fylgjast með stöðu mála á vefsíðunni loftgæði.is.