Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2021 19:20 Svandís Svavarsdóttir mælti fyrir stuttu bandormsfrumvarpi ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum á Alþingi í dag. Reiknað er með að það verði að lögum strax á morgun. Stöð 2/Arnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir bandormsfrumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum í dag. Stefnt er að því að ljúka nefndarstörfum og annarri og þriðju umræðu í kvöld þannig að lögin taki gildi á morgun og þar með þær viðbótaraðgerðir á landamærum sem ráðherrar kynntu í gær. Frumvarpinu hefur almennt verið vel tekið á Alþingi þótt vissulega hafi komið fram athugasemdir frá stjórnarandstöðunni sem ræddar verða í velferðarnefnd. Svandís Svavarsdóttir segir stöðuna nú allt aðra en áður vegna þess hvað bólusetningar gangi vel. Ekki megi láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum sem skerði athafnir fólks.Stöð 2/Arnar Heilbrigðisráðherra sagði aðgerðir í frumvarpinu afmarkaðar og tímabundnar. „Það liggur á að afgreiða málið vegna þess að við þurfum og viljum koma í veg fyrir þau smit sem koma um landamæri eins og nokkur er kostur,“ sagði Svandís. Frumvarpið skyldar fólk frá tilteknum svæðum miðað við útbreiðslu covid 19 til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. „Við þurfum auðvitað að gæta mjög vel að því í hverju skrefi í þessum faraldri að láta ekki kappið bera okkur ofurliði. Við erum núna stödd þar að það eru afar fáir á sjúkrahúsi. Það eru mjög fáir alvarlega veikir. Við erum komin mjög vel af stað með bólusetningar,“ sagði heilbrigðisráðherra. Vonandi verði hægt að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum ekki síðar en um mitt sumar. Harðasta gagnrýnin á frumvarpið kemur frá Flokki fólksins sem leggur fram breytingatillögur. Flokkurinn vill mun harðari aðgerðir á landamærunum sem fela í sér að skylda alla á sóttkvíarhótel í sjö daga á milli tveggja skimana eftir komuna til landsinis. Inga Sæland formaður Flokks fólksins vill ganga miklu lengra í aðgerðum á landamærunum en stjórnvöld gera í frumvarpi sínu.Stöð 2/Arnar Inga Sædal formaður flokksins sagði málflutning heilbrigðisráðherra mótsagnakenndan. „Það er til dæmis verið að tala um, við skulum segja, að hindra fólk í sínu daglega lífi. Það sé verið að reyna að koma í veg fyrir það. Samt sem áður erum við búin að vera meira og minna hlekkjuð hér inni og hindruð í okkar daglega lífi,“ sagði Inga. Ummæli hennar kölluðu á hörð viðbrögð frá heilbrigðisráðherra. „Ég hafna málflutningi háttvirts þingmanns. Ég hafna því að Íslendingar og landsmenn hér hafi meira og minna hlekkjuð í sínu daglega lífi. Það er rangt,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Farþegar frá fleiri löndum skyldaðir í sóttvarnahús en fram hefur komið Sóttvarnalæknir hefur birt lista yfir þau ríki sem myndu að óbreyttu falla undir fyrirhugaða heimild stjórnvalda til að skylda farþega til dvalar í sóttvarnahúsi við komuna til landsins. Samkvæmt matinu myndi heimildin í dag ná til farþega frá átta löndum. 21. apríl 2021 15:08 Covid faraldurinn hefur kostað ríkissjóð allt að fjögur hundruð milljarða Fjármálaráðherra segir kórónuveirufaraldurinn hafa kostað ríkissjóð um fjögur hundruð milljarða króna. Það hafi óumdeilanlega verið skynsamlegt að hefta möguleika covid 19 veirunnar til að komast inn í landið til að verja efnahagslífið. 21. apríl 2021 14:29 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir bandormsfrumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum í dag. Stefnt er að því að ljúka nefndarstörfum og annarri og þriðju umræðu í kvöld þannig að lögin taki gildi á morgun og þar með þær viðbótaraðgerðir á landamærum sem ráðherrar kynntu í gær. Frumvarpinu hefur almennt verið vel tekið á Alþingi þótt vissulega hafi komið fram athugasemdir frá stjórnarandstöðunni sem ræddar verða í velferðarnefnd. Svandís Svavarsdóttir segir stöðuna nú allt aðra en áður vegna þess hvað bólusetningar gangi vel. Ekki megi láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum sem skerði athafnir fólks.Stöð 2/Arnar Heilbrigðisráðherra sagði aðgerðir í frumvarpinu afmarkaðar og tímabundnar. „Það liggur á að afgreiða málið vegna þess að við þurfum og viljum koma í veg fyrir þau smit sem koma um landamæri eins og nokkur er kostur,“ sagði Svandís. Frumvarpið skyldar fólk frá tilteknum svæðum miðað við útbreiðslu covid 19 til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. „Við þurfum auðvitað að gæta mjög vel að því í hverju skrefi í þessum faraldri að láta ekki kappið bera okkur ofurliði. Við erum núna stödd þar að það eru afar fáir á sjúkrahúsi. Það eru mjög fáir alvarlega veikir. Við erum komin mjög vel af stað með bólusetningar,“ sagði heilbrigðisráðherra. Vonandi verði hægt að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum ekki síðar en um mitt sumar. Harðasta gagnrýnin á frumvarpið kemur frá Flokki fólksins sem leggur fram breytingatillögur. Flokkurinn vill mun harðari aðgerðir á landamærunum sem fela í sér að skylda alla á sóttkvíarhótel í sjö daga á milli tveggja skimana eftir komuna til landsinis. Inga Sæland formaður Flokks fólksins vill ganga miklu lengra í aðgerðum á landamærunum en stjórnvöld gera í frumvarpi sínu.Stöð 2/Arnar Inga Sædal formaður flokksins sagði málflutning heilbrigðisráðherra mótsagnakenndan. „Það er til dæmis verið að tala um, við skulum segja, að hindra fólk í sínu daglega lífi. Það sé verið að reyna að koma í veg fyrir það. Samt sem áður erum við búin að vera meira og minna hlekkjuð hér inni og hindruð í okkar daglega lífi,“ sagði Inga. Ummæli hennar kölluðu á hörð viðbrögð frá heilbrigðisráðherra. „Ég hafna málflutningi háttvirts þingmanns. Ég hafna því að Íslendingar og landsmenn hér hafi meira og minna hlekkjuð í sínu daglega lífi. Það er rangt,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Farþegar frá fleiri löndum skyldaðir í sóttvarnahús en fram hefur komið Sóttvarnalæknir hefur birt lista yfir þau ríki sem myndu að óbreyttu falla undir fyrirhugaða heimild stjórnvalda til að skylda farþega til dvalar í sóttvarnahúsi við komuna til landsins. Samkvæmt matinu myndi heimildin í dag ná til farþega frá átta löndum. 21. apríl 2021 15:08 Covid faraldurinn hefur kostað ríkissjóð allt að fjögur hundruð milljarða Fjármálaráðherra segir kórónuveirufaraldurinn hafa kostað ríkissjóð um fjögur hundruð milljarða króna. Það hafi óumdeilanlega verið skynsamlegt að hefta möguleika covid 19 veirunnar til að komast inn í landið til að verja efnahagslífið. 21. apríl 2021 14:29 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Farþegar frá fleiri löndum skyldaðir í sóttvarnahús en fram hefur komið Sóttvarnalæknir hefur birt lista yfir þau ríki sem myndu að óbreyttu falla undir fyrirhugaða heimild stjórnvalda til að skylda farþega til dvalar í sóttvarnahúsi við komuna til landsins. Samkvæmt matinu myndi heimildin í dag ná til farþega frá átta löndum. 21. apríl 2021 15:08
Covid faraldurinn hefur kostað ríkissjóð allt að fjögur hundruð milljarða Fjármálaráðherra segir kórónuveirufaraldurinn hafa kostað ríkissjóð um fjögur hundruð milljarða króna. Það hafi óumdeilanlega verið skynsamlegt að hefta möguleika covid 19 veirunnar til að komast inn í landið til að verja efnahagslífið. 21. apríl 2021 14:29
Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41