Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. apríl 2021 07:10 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Stöð 2/Arnar Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. Sigríður Á. Anderssen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Frumvarpið skyldar fólk frá tilteknum svæðum miðað við útbreiðslu covid-19 til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á sjöunda tímanum og málið fór þá til velferðarnefndar. Önnur umræða hófst svo þegar klukkan var orðin rétt rúmlega hálf þrjú í nótt, en því var ítrekað frestað að fundur hæfist að nýju. Margar athugasemdir voru gerðar við frumvarpið á þingi í gær, líkt og Vísir og Stöð 2 gerðu ítarleg skil. Þriðju umræðu um frumvarpið auk atkvæðagreiðslu lauk síðan þegar klukkan var að verða hálf fimm í nótt. Reglugerð byggi á tillögu sóttvarnalæknis Athygli vekur að breytingartillaga frá fyrsta minnihluta velferðarnefndar við frumvarpið var samþykkt. Breytingartillagan fól í sér nokkrar orðalagsbreytingar auk þess sem kveðið er á um að ráðherra skuli í reglugerð skilgreina hááhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis. „Við skilgreininguna er m.a. heimilt að líta til forsendna um nýgengi smita á tilteknu svæði og til útbreiðslu mismunandi afbrigða kórónuveiru. Heimilt er að skilgreina tiltekið land sem hááhættusvæði enda þótt einungis afmarkaður hluti þess uppfylli framangreind skilyrði samkvæmt skilgreiningu í reglugerð. Ráðherra skal birta lista yfir svæði og lönd sem talin eru sérstök hááhættusvæði með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Listinn skal sæta endurskoðun eigi sjaldnar en á tveggja vikna fresti,“ segir í breytingartillögunni sem var samþykkt, en að baki tillögunni auk nefndarálits stóðu stjórnarþingmennirnir Ólafur Þór Gunnarsson og Steinum Þóra Árnadóttir, Vinstri grænum, Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki og Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokki. Líkt og áður segir studdi Sigríður Á. Andersen ekki frumvarpið og ekki heldur nefndarálitið og breytingartillöguna. Breytingartillögur stjórnarandstöðuþingkvennanna Helgu Völu Helgadóttur, Ingu Sæland og Halldóru Mogensen voru felldar. Gildir aðeins út júní Með frumvarpinu bætist ákvæði til bráðabirgða við sóttvarnalög sem kveði á um heimild heilbrigðisráðherra til að setja reglugerð sem mæli fyrir um skyldu farþega sem koma til landsins til sóttkvíar eða einangrunar í sóttvarnahúsi. Skyldan getur náð til ferðamanna sem hafa dvalið á hááhættusvæðum eða á svæði sem fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um. Að auki fólust í frumvarpinu breytingar á útlendingalögum þar sem bætist við ákvæði til bráðabirgða sem kveður á um tímabundna heimild dómsmálaráðherra til þess að setja reglugerð sem mæli fyrir um að útlendingum sem koma frá eða hafa dvalið á hááhættusvæði, eða svæði sem ekki liggja fullnægjandi upplýsingar fyrir um, sé óheimilt að koma til landsins þrátt fyrir að þeir uppfylli almenn komuskilyrði laganna og reglugerðar um för yfir landamæri. Í báðum tilfellum er um bráðabirgðaákvæði að ræða sem gilda frá og með deginum í dag og út júní næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Sigríður Á. Anderssen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Frumvarpið skyldar fólk frá tilteknum svæðum miðað við útbreiðslu covid-19 til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á sjöunda tímanum og málið fór þá til velferðarnefndar. Önnur umræða hófst svo þegar klukkan var orðin rétt rúmlega hálf þrjú í nótt, en því var ítrekað frestað að fundur hæfist að nýju. Margar athugasemdir voru gerðar við frumvarpið á þingi í gær, líkt og Vísir og Stöð 2 gerðu ítarleg skil. Þriðju umræðu um frumvarpið auk atkvæðagreiðslu lauk síðan þegar klukkan var að verða hálf fimm í nótt. Reglugerð byggi á tillögu sóttvarnalæknis Athygli vekur að breytingartillaga frá fyrsta minnihluta velferðarnefndar við frumvarpið var samþykkt. Breytingartillagan fól í sér nokkrar orðalagsbreytingar auk þess sem kveðið er á um að ráðherra skuli í reglugerð skilgreina hááhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis. „Við skilgreininguna er m.a. heimilt að líta til forsendna um nýgengi smita á tilteknu svæði og til útbreiðslu mismunandi afbrigða kórónuveiru. Heimilt er að skilgreina tiltekið land sem hááhættusvæði enda þótt einungis afmarkaður hluti þess uppfylli framangreind skilyrði samkvæmt skilgreiningu í reglugerð. Ráðherra skal birta lista yfir svæði og lönd sem talin eru sérstök hááhættusvæði með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Listinn skal sæta endurskoðun eigi sjaldnar en á tveggja vikna fresti,“ segir í breytingartillögunni sem var samþykkt, en að baki tillögunni auk nefndarálits stóðu stjórnarþingmennirnir Ólafur Þór Gunnarsson og Steinum Þóra Árnadóttir, Vinstri grænum, Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki og Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokki. Líkt og áður segir studdi Sigríður Á. Andersen ekki frumvarpið og ekki heldur nefndarálitið og breytingartillöguna. Breytingartillögur stjórnarandstöðuþingkvennanna Helgu Völu Helgadóttur, Ingu Sæland og Halldóru Mogensen voru felldar. Gildir aðeins út júní Með frumvarpinu bætist ákvæði til bráðabirgða við sóttvarnalög sem kveði á um heimild heilbrigðisráðherra til að setja reglugerð sem mæli fyrir um skyldu farþega sem koma til landsins til sóttkvíar eða einangrunar í sóttvarnahúsi. Skyldan getur náð til ferðamanna sem hafa dvalið á hááhættusvæðum eða á svæði sem fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um. Að auki fólust í frumvarpinu breytingar á útlendingalögum þar sem bætist við ákvæði til bráðabirgða sem kveður á um tímabundna heimild dómsmálaráðherra til þess að setja reglugerð sem mæli fyrir um að útlendingum sem koma frá eða hafa dvalið á hááhættusvæði, eða svæði sem ekki liggja fullnægjandi upplýsingar fyrir um, sé óheimilt að koma til landsins þrátt fyrir að þeir uppfylli almenn komuskilyrði laganna og reglugerðar um för yfir landamæri. Í báðum tilfellum er um bráðabirgðaákvæði að ræða sem gilda frá og með deginum í dag og út júní næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira