Finnst nýtt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar litlu skárra en ofurdeildin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. apríl 2021 12:00 Ilkay Gündogan og félagar í Manchester City eiga möguleika á að vinna þrjá titla á tímabilinu. getty/Michael Steele Ilkay Gündogan, leikmaður Manchester City, segir að nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu sé litlu skárra en ofurdeildin sem sex af stærstu félögum Evrópu ætluðu að stofna. Fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar féllu í skuggann af fréttum um ofurdeildina þegar þær voru tilkynntar á mánudaginn. Breytingarnar eiga að taka gildi 2024. Í stuttu máli verður þátttökuliðum fjölgað um fjögur, úr 32 í 36, og leikið verður í einni deild en ekki átta riðlum eins og áður. Öll liðin leika tíu leiki og efstu átta liðin í deildinni komast í útsláttarkeppnina. Gündogan er ekki hrifinn af nýja fyrirkomulaginu, eða „svissneska kerfinu“ eins og það hefur verið kallað. Hann spyr sig hvort UEFA sé ekki umhugað um heilsu leikmanna. „Með allt ofurdeildarmálið í fullum í gangi getum við rætt aðeins um nýja fyrirkomulagið í Meistaradeildinni?“ skrifaði Gündogan á Twitter. „Fleiri og fleiri leikir, er enginn að hugsa um okkur leikmennina. Nýja fyrirkomulagið er bara illskárra en ofurdeildin.“ Gündogan bætti svo við að núverandi fyrirkomulag Meistaradeildarinnar væri frábært og það sé ástæðan fyrir því að þetta væri vinsælasta félagsliðakeppni heims, bæði hjá leikmönnum og aðdáendum. With all the Super League stuff going on... can we please also speak about the new Champions League format? More and more and more games, is no one thinking about us players?The new UCL format is just the lesser of the two evils in comparison to the Super League...— Ilkay Gündogan (@IlkayGuendogan) April 22, 2021 The UCL format right now works great and that is why it's the most popular club competition in the world - for us players and for the fans.— Ilkay Gündogan (@IlkayGuendogan) April 22, 2021 Gündogan og félagar í City mæta Tottenham í úrslitaleik enska deildabikarsins á sunnudaginn. Á miðvikudaginn sækir liðið svo Paris Saint-Germain heim í fyrri leiknum í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Gündogan hefur spilað frábærlega í vetur og er markahæstur í liði City á tímabilinu með sextán mörk í öllum keppnum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Tengdar fréttir Forseti Barcelona: Ofurdeildin er nauðsynleg fyrir fótboltann Barcelona ætlar að reyna að halda Ofurdeildinni á lífi og forseti félagsins telur hana vera nauðsynlega svo að fótboltinn dafni áfram. 23. apríl 2021 09:00 Grenjar af hlátri yfir því að Woodward hafi hætt vegna andstöðu við ofurdeildina Enskir fjölmiðlar greindu í gær frá því að Ed Woodward hafi ákveðið að hætta sem stjórnarformaður Manchester United þar sem hann hafi ekki getað stutt áform eigenda félagsins um að taka þátt í ofurdeildinni. Ekki eru allir tilbúnir að kaupa þessa skýringu. 23. apríl 2021 07:30 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar féllu í skuggann af fréttum um ofurdeildina þegar þær voru tilkynntar á mánudaginn. Breytingarnar eiga að taka gildi 2024. Í stuttu máli verður þátttökuliðum fjölgað um fjögur, úr 32 í 36, og leikið verður í einni deild en ekki átta riðlum eins og áður. Öll liðin leika tíu leiki og efstu átta liðin í deildinni komast í útsláttarkeppnina. Gündogan er ekki hrifinn af nýja fyrirkomulaginu, eða „svissneska kerfinu“ eins og það hefur verið kallað. Hann spyr sig hvort UEFA sé ekki umhugað um heilsu leikmanna. „Með allt ofurdeildarmálið í fullum í gangi getum við rætt aðeins um nýja fyrirkomulagið í Meistaradeildinni?“ skrifaði Gündogan á Twitter. „Fleiri og fleiri leikir, er enginn að hugsa um okkur leikmennina. Nýja fyrirkomulagið er bara illskárra en ofurdeildin.“ Gündogan bætti svo við að núverandi fyrirkomulag Meistaradeildarinnar væri frábært og það sé ástæðan fyrir því að þetta væri vinsælasta félagsliðakeppni heims, bæði hjá leikmönnum og aðdáendum. With all the Super League stuff going on... can we please also speak about the new Champions League format? More and more and more games, is no one thinking about us players?The new UCL format is just the lesser of the two evils in comparison to the Super League...— Ilkay Gündogan (@IlkayGuendogan) April 22, 2021 The UCL format right now works great and that is why it's the most popular club competition in the world - for us players and for the fans.— Ilkay Gündogan (@IlkayGuendogan) April 22, 2021 Gündogan og félagar í City mæta Tottenham í úrslitaleik enska deildabikarsins á sunnudaginn. Á miðvikudaginn sækir liðið svo Paris Saint-Germain heim í fyrri leiknum í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Gündogan hefur spilað frábærlega í vetur og er markahæstur í liði City á tímabilinu með sextán mörk í öllum keppnum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Tengdar fréttir Forseti Barcelona: Ofurdeildin er nauðsynleg fyrir fótboltann Barcelona ætlar að reyna að halda Ofurdeildinni á lífi og forseti félagsins telur hana vera nauðsynlega svo að fótboltinn dafni áfram. 23. apríl 2021 09:00 Grenjar af hlátri yfir því að Woodward hafi hætt vegna andstöðu við ofurdeildina Enskir fjölmiðlar greindu í gær frá því að Ed Woodward hafi ákveðið að hætta sem stjórnarformaður Manchester United þar sem hann hafi ekki getað stutt áform eigenda félagsins um að taka þátt í ofurdeildinni. Ekki eru allir tilbúnir að kaupa þessa skýringu. 23. apríl 2021 07:30 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Sjá meira
Forseti Barcelona: Ofurdeildin er nauðsynleg fyrir fótboltann Barcelona ætlar að reyna að halda Ofurdeildinni á lífi og forseti félagsins telur hana vera nauðsynlega svo að fótboltinn dafni áfram. 23. apríl 2021 09:00
Grenjar af hlátri yfir því að Woodward hafi hætt vegna andstöðu við ofurdeildina Enskir fjölmiðlar greindu í gær frá því að Ed Woodward hafi ákveðið að hætta sem stjórnarformaður Manchester United þar sem hann hafi ekki getað stutt áform eigenda félagsins um að taka þátt í ofurdeildinni. Ekki eru allir tilbúnir að kaupa þessa skýringu. 23. apríl 2021 07:30