Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan – Afturelding 35-33 | Stjörnusókn þegar Garðbæingar hoppuðu upp um fimm sæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2021 21:50 Björgvin Hólmgeirsson var í miklu stuði gegn Aftureldingu og skoraði átta mörk. vísir/hulda margrét Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi þegar Stjarnan sigraði Aftureldingu, 35-33, í Olís-deild karla í kvöld. Með sigrinum hoppuðu Stjörnumenn upp um fimm sæti og í 4. sæti deildarinnar. Mosfellingar eru áfram í því þriðja. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Garðbæingar betri í þeim seinni þar sem þeir skoruðu tuttugu mörk. Starri Friðriksson skoraði tíu mörk fyrir Stjörnuna, Björgvin Hólmgeirsson átta og Tandri Már Konráðsson sex. Blær Hinriksson var frábær hjá Aftureldingu og skoraði fjórtán mörk. Frammistaða hans í fyrri hálfleik var upp á tíu en þá skoraði hann einmitt tíu mörk úr aðeins þrettán skotum og hélt sóknarleik gestanna uppi, nánast einn síns liðs. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn og aldrei munaði meiru en tveimur mörkum á liðunum. Stjörnumenn höfðu fleiri sóknarvopn á meðan Blær var allt í öllu Aftureldingarmegin. Stjörnumenn voru marki yfir í hálfleik, 15-14. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn betur, skoruðu tvö mörk eftir hraðaupphlaup og komust þremur mörkum yfir, 17-14, en Blær svaraði með tveimur mörkum. Stjarnan komst aftur þremur mörkum yfir, 23-20, en Afturelding jafnaði með þremur mörkum í röð á örskotstundu. Sóknarleikur Stjörnunnar var frábær í seinni hálfleik og þeir skoruðu að vild, sama hvort það var gegn 6-0 eða 5-1 vörn Aftureldingar. Stjörnumenn náðu forskotinu aftur eftir þennan góða kafla Mosfellinga og létu það ekki af hendi. Heimamenn skoruðu nánast úr hverri sókn og náðu mest fimm marka forskoti, 35-30. Gestirnir löguðu stöðuna með því að skora síðustu þrjú mörk leiksins. Lokatölur 35-30, Stjörnunni í vil. Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn spiluðu frábæran sóknarleik, sérstaklega í seinni hálfleiknum, og spiluðu skárri vörn. Hún var langt frá því að vera góð, enda fengu þeir á sig 33 mörk, en þeir stoppuðu nógu oft til að sigla fram úr undir lokin. Hverjir stóðu upp úr? Björgvin átti frábæran leik, sérstaklega í seinni hálfleik, stýrði sókn Stjörnunnar vel og skoraði átta mörk. Hann var afar kraftmikill og áræðinn og Mosfellingar féllu fyrir öllum gabbhreyfingum hans. Starri heldur áfram að spila vel og skilaði tíu mörkum. Tandri skoraði svo sex mörk úr sex skotum. Frammistaða Blæs í fyrri hálfleik verður lengi í minnum höfð enda var hún stórkostleg. Hann róaðist aðeins í seinni hálfleik en endaði með fjórtán mörk og slatta af stoðsendingum. Úlfar Monsi Þórðarson átti flotta innkomu í vinstra hornið og Þorsteinn Leó Gunnarsson og Bergvin Þór Gíslason áttu góða spretti. Hvað gekk illa? Varnarleik og markvörslu var verulega ábótavant í leiknum eins og sást á lokatölunum. Alls voru 68 mörk skoruð og bæði lið voru með lygilega góða skotnýtingu. Vörn Aftureldingar sérstaklega léleg í seinni hálfleik þar sem Stjarnan gerði nákvæmlega það sem henni sýndist. Mosfellingar töpuðu nánast öllum maður á mann stöðum og hjálparvörnin var einnig slök Hvað gerist næst? Stjarnan leikur tvo leiki áður en Aftureldingar spilar næst. Stjarnan sækir FH heim á föstudaginn og fær svo botnlið ÍR í heimsókn mánudaginn 3. maí. Daginn eftir fara Mosfellingar í heimsókn til Hauka. Patrekur: Mikið skorað og gott sjónvarp Patrekur Jóhannesson og strákarnir hans eru komnir upp í 4. sæti Olís-deildarinnar.vísir/hulda margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var kátur eftir sigurinn góða á Aftureldingu í kvöld. „Sóknarleikurinn var frábær og margir að spila vel. Bjöggi [Hólmgeirsson] átti stórkostlegan leik og sýndi hvað hann er ógeðslega öflugur leikmaður. Starri [Friðriksson] var með tíu mörk og sóknin var flott,“ sagði Patrekur. „Ég er ánægður með það og líka með orkuna í liðinu. Strákarnir eru í standi. En vörnin var slök og markvarslan ekkert sérstök. Við unnum þetta á sóknarleiknum og ég er hrikalega ánægður með sigurinn og strákana.“ Patrekur vonast til að varnarleikur Stjörnunnar verði betri í næstu leikjum liðsins. „Ef maður kíkir á úrslitin eftir þessa síðustu pásu er eins og vörnin sé vandamál hjá mörgum. Það er mikið skorað og gott sjónvarp. En það verður held ég ekki mikið vandamál. Við lögum vörnina,“ sagði Patrekur. Hann var að vonum hæstánægður með frammistöðu Björgvins í leiknum í kvöld. „Þetta var framhald af KA-leiknum þar sem hann var stórkostlegur. Þá stýrði hann liðinu rosalega vel, fór eftir skipulagi, og sá svo augnablikin þegar hann átti að fara í árásirnar. Sama í dag. Hann er ótrúlega öflugur þessi strákur og hefur æft mjög vel. Hann kom seint inn í þetta hjá okkur en Bjöggi er frábær handboltamaður og persóna,“ sagði Patrekur að lokum. Gunnar: Bjöggi og Tandri léku sér að okkur Varnarleikur Aftureldingar gegn Stjörnunni var Gunnari ekki að skapi.vísir/hulda margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sagði að slakur varnarleikur hefði orðið sínum mönnum að falli gegn Stjörnunni í kvöld. „Við vorum frábærir í sókninni en það var sama hvað við reyndum í vörninni. Við vorum lélegir og stoppuðum ekki Bjögga og Tandra [Má Konráðsson]. Við réðum ekki við þá og þeir léku sér að okkur í allt kvöld,“ sagði Gunnar í leikslok. „Við reyndum að gera allt sem við gátum en það virkaði ekkert. Að fá á okkur 35 mörk dugar ekki.“ Þrátt fyrir afleitan varnarleik var Gunnar hæstánægður með sóknarleikinn sem Mosfellingar sýndu í kvöld. „Ég er hrikalega ánægður með sóknarleikinn. Hann var ekki flókinn, heldur einfaldur , hnitmiðaður og virkilega góður,“ sagði Gunnar. „En það er ekki nóg að skora. Við þurfum að verjast. Í seinni hálfleik var vörnin hræðileg. Við náðum ekki að bregðast við því og koma okkur í gang í vörninni. Það var sama hverjir voru inn á. Við vorum allir lélegir.“ Olís-deild karla Stjarnan Afturelding
Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi þegar Stjarnan sigraði Aftureldingu, 35-33, í Olís-deild karla í kvöld. Með sigrinum hoppuðu Stjörnumenn upp um fimm sæti og í 4. sæti deildarinnar. Mosfellingar eru áfram í því þriðja. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Garðbæingar betri í þeim seinni þar sem þeir skoruðu tuttugu mörk. Starri Friðriksson skoraði tíu mörk fyrir Stjörnuna, Björgvin Hólmgeirsson átta og Tandri Már Konráðsson sex. Blær Hinriksson var frábær hjá Aftureldingu og skoraði fjórtán mörk. Frammistaða hans í fyrri hálfleik var upp á tíu en þá skoraði hann einmitt tíu mörk úr aðeins þrettán skotum og hélt sóknarleik gestanna uppi, nánast einn síns liðs. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn og aldrei munaði meiru en tveimur mörkum á liðunum. Stjörnumenn höfðu fleiri sóknarvopn á meðan Blær var allt í öllu Aftureldingarmegin. Stjörnumenn voru marki yfir í hálfleik, 15-14. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn betur, skoruðu tvö mörk eftir hraðaupphlaup og komust þremur mörkum yfir, 17-14, en Blær svaraði með tveimur mörkum. Stjarnan komst aftur þremur mörkum yfir, 23-20, en Afturelding jafnaði með þremur mörkum í röð á örskotstundu. Sóknarleikur Stjörnunnar var frábær í seinni hálfleik og þeir skoruðu að vild, sama hvort það var gegn 6-0 eða 5-1 vörn Aftureldingar. Stjörnumenn náðu forskotinu aftur eftir þennan góða kafla Mosfellinga og létu það ekki af hendi. Heimamenn skoruðu nánast úr hverri sókn og náðu mest fimm marka forskoti, 35-30. Gestirnir löguðu stöðuna með því að skora síðustu þrjú mörk leiksins. Lokatölur 35-30, Stjörnunni í vil. Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn spiluðu frábæran sóknarleik, sérstaklega í seinni hálfleiknum, og spiluðu skárri vörn. Hún var langt frá því að vera góð, enda fengu þeir á sig 33 mörk, en þeir stoppuðu nógu oft til að sigla fram úr undir lokin. Hverjir stóðu upp úr? Björgvin átti frábæran leik, sérstaklega í seinni hálfleik, stýrði sókn Stjörnunnar vel og skoraði átta mörk. Hann var afar kraftmikill og áræðinn og Mosfellingar féllu fyrir öllum gabbhreyfingum hans. Starri heldur áfram að spila vel og skilaði tíu mörkum. Tandri skoraði svo sex mörk úr sex skotum. Frammistaða Blæs í fyrri hálfleik verður lengi í minnum höfð enda var hún stórkostleg. Hann róaðist aðeins í seinni hálfleik en endaði með fjórtán mörk og slatta af stoðsendingum. Úlfar Monsi Þórðarson átti flotta innkomu í vinstra hornið og Þorsteinn Leó Gunnarsson og Bergvin Þór Gíslason áttu góða spretti. Hvað gekk illa? Varnarleik og markvörslu var verulega ábótavant í leiknum eins og sást á lokatölunum. Alls voru 68 mörk skoruð og bæði lið voru með lygilega góða skotnýtingu. Vörn Aftureldingar sérstaklega léleg í seinni hálfleik þar sem Stjarnan gerði nákvæmlega það sem henni sýndist. Mosfellingar töpuðu nánast öllum maður á mann stöðum og hjálparvörnin var einnig slök Hvað gerist næst? Stjarnan leikur tvo leiki áður en Aftureldingar spilar næst. Stjarnan sækir FH heim á föstudaginn og fær svo botnlið ÍR í heimsókn mánudaginn 3. maí. Daginn eftir fara Mosfellingar í heimsókn til Hauka. Patrekur: Mikið skorað og gott sjónvarp Patrekur Jóhannesson og strákarnir hans eru komnir upp í 4. sæti Olís-deildarinnar.vísir/hulda margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var kátur eftir sigurinn góða á Aftureldingu í kvöld. „Sóknarleikurinn var frábær og margir að spila vel. Bjöggi [Hólmgeirsson] átti stórkostlegan leik og sýndi hvað hann er ógeðslega öflugur leikmaður. Starri [Friðriksson] var með tíu mörk og sóknin var flott,“ sagði Patrekur. „Ég er ánægður með það og líka með orkuna í liðinu. Strákarnir eru í standi. En vörnin var slök og markvarslan ekkert sérstök. Við unnum þetta á sóknarleiknum og ég er hrikalega ánægður með sigurinn og strákana.“ Patrekur vonast til að varnarleikur Stjörnunnar verði betri í næstu leikjum liðsins. „Ef maður kíkir á úrslitin eftir þessa síðustu pásu er eins og vörnin sé vandamál hjá mörgum. Það er mikið skorað og gott sjónvarp. En það verður held ég ekki mikið vandamál. Við lögum vörnina,“ sagði Patrekur. Hann var að vonum hæstánægður með frammistöðu Björgvins í leiknum í kvöld. „Þetta var framhald af KA-leiknum þar sem hann var stórkostlegur. Þá stýrði hann liðinu rosalega vel, fór eftir skipulagi, og sá svo augnablikin þegar hann átti að fara í árásirnar. Sama í dag. Hann er ótrúlega öflugur þessi strákur og hefur æft mjög vel. Hann kom seint inn í þetta hjá okkur en Bjöggi er frábær handboltamaður og persóna,“ sagði Patrekur að lokum. Gunnar: Bjöggi og Tandri léku sér að okkur Varnarleikur Aftureldingar gegn Stjörnunni var Gunnari ekki að skapi.vísir/hulda margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sagði að slakur varnarleikur hefði orðið sínum mönnum að falli gegn Stjörnunni í kvöld. „Við vorum frábærir í sókninni en það var sama hvað við reyndum í vörninni. Við vorum lélegir og stoppuðum ekki Bjögga og Tandra [Má Konráðsson]. Við réðum ekki við þá og þeir léku sér að okkur í allt kvöld,“ sagði Gunnar í leikslok. „Við reyndum að gera allt sem við gátum en það virkaði ekkert. Að fá á okkur 35 mörk dugar ekki.“ Þrátt fyrir afleitan varnarleik var Gunnar hæstánægður með sóknarleikinn sem Mosfellingar sýndu í kvöld. „Ég er hrikalega ánægður með sóknarleikinn. Hann var ekki flókinn, heldur einfaldur , hnitmiðaður og virkilega góður,“ sagði Gunnar. „En það er ekki nóg að skora. Við þurfum að verjast. Í seinni hálfleik var vörnin hræðileg. Við náðum ekki að bregðast við því og koma okkur í gang í vörninni. Það var sama hverjir voru inn á. Við vorum allir lélegir.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti