Fótbolti

Al­freð byrjaði í kafla­skiptum leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alfreð var í byrjunarliði Augsburg í kvöld.
Alfreð var í byrjunarliði Augsburg í kvöld. Augsburger Allgemeine

Alfreð Finnbogason sneri aftur í byrjunarlið Augsburg er liðið tapaði 2-3 gegn Köln í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Alfreð hefur verið mikið meiddur en eftir að spila 25 mínútur í síðustu tveimur leikjum fékk hann sæti í byrjunarliði Augsburg í kvöld. Það gekk þó ekki beint upp en heimamenn voru 3-0 undir í hálfleik. Augsburg gerði tvær skiptingar í fyrri hálfleik og Alfreð var svo tekinn af velli í hálfleik.

Þeim tókst að minnka muninn í 3-2 í síðari hálfleik en nær komust heimamenn ekki. Reyndust það lokatölur leiksins.

Augsburg er sem stendur í 12. sæti með 33 stig, aðeins fjórum stigum á undan Köln sem er í 16. sæti. Liðið sem endar í 16. sæti deildarinnar fer í umspil um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni á meðan neðstu tvö liðin fara niður í B-deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×