Átti að vera í sóttkví en hundsaði öll fyrirmæli Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2021 07:30 Lögreglan gerði úttekt á veitingastöðum í miðborginni í gærkvöldi og athugaði hvort reglum um sóttvarnir og skráningu gesta væri framfylgt. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Lögregla kannaði ástand veitingastaða í miðborg Reykjavíkur í gær með tilliti til sóttvarna og þess hvort gestir væru skráðir samkvæmt reglum. Víðast hvar var reglum um sóttvarnir og skráningu gesta fullnægt en fengu starfsmenn á tveimur veitingastöðum tiltal varðandi hvað betur mætti fara. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fékk hins vegar margar tilkynningar vegna hávaða í heimahúsum vegna partístands og hárrar tónlistar frá klukkan ellefu í gærkvöldi til fimm í morgun. Lögregla var jafnframt kölluð til vegna ölvaðs erlends ferðamanns sem lét illum látum á hóteli þar sem hann átti að vera í sóttkví en hunsaði öll fyrirmæli. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Steig út úr bifreið sem rann á lögreglubílinn Þá var tilkynnt um líkamsárás um klukkan tíu í gærkvöldi þar sem tveir menn réðust á þann þriðja. Árásarþoli fékk hnefahögg í gagnauga og var með áverka eftir árásina. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en fyrir liggur hverjir þeir eru og er málið í rannsókn. Að vanda hafði lögregla afskipti af þónokkrum fjölda ökumanna í gærkvöldi og í nótt, meðal annars sautján ára stúlku sem sinnti ekki stöðvunartilmælum lögreglu í fyrstu. Þegar bifreiðin var loks stöðvuð steig stúlkan sem var undir stýri út úr bílnum, án þess að tryggja bifreiðina með þeim afleiðingum að bíllinn rann á lögreglubifreiðina. Stúlkan er grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna en var sótt af móður sinni á lögreglustöð að lokinni sýnatöku. Lögregla hafði jafnframt afskipti af öðrum ökumanni sem var gripinn við þá iðju að spóla á bifreið sinni þannig að hjólbarði sprakk með miklum hávaða. Var hann ekki talinn sýna næga tillitssemi og varúð og var skýrsla rituð um málið. Loks var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr fataverslun þegar klukkan var um tuttugu mínútur yfir eitt í nótt. Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fékk hins vegar margar tilkynningar vegna hávaða í heimahúsum vegna partístands og hárrar tónlistar frá klukkan ellefu í gærkvöldi til fimm í morgun. Lögregla var jafnframt kölluð til vegna ölvaðs erlends ferðamanns sem lét illum látum á hóteli þar sem hann átti að vera í sóttkví en hunsaði öll fyrirmæli. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Steig út úr bifreið sem rann á lögreglubílinn Þá var tilkynnt um líkamsárás um klukkan tíu í gærkvöldi þar sem tveir menn réðust á þann þriðja. Árásarþoli fékk hnefahögg í gagnauga og var með áverka eftir árásina. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en fyrir liggur hverjir þeir eru og er málið í rannsókn. Að vanda hafði lögregla afskipti af þónokkrum fjölda ökumanna í gærkvöldi og í nótt, meðal annars sautján ára stúlku sem sinnti ekki stöðvunartilmælum lögreglu í fyrstu. Þegar bifreiðin var loks stöðvuð steig stúlkan sem var undir stýri út úr bílnum, án þess að tryggja bifreiðina með þeim afleiðingum að bíllinn rann á lögreglubifreiðina. Stúlkan er grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna en var sótt af móður sinni á lögreglustöð að lokinni sýnatöku. Lögregla hafði jafnframt afskipti af öðrum ökumanni sem var gripinn við þá iðju að spóla á bifreið sinni þannig að hjólbarði sprakk með miklum hávaða. Var hann ekki talinn sýna næga tillitssemi og varúð og var skýrsla rituð um málið. Loks var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr fataverslun þegar klukkan var um tuttugu mínútur yfir eitt í nótt.
Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira