Bayern mistókst að tryggja sér titilinn Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 15:34 Robin Quaison skoraði það sem reyndist sigurmarkið. Getty Images/Alexander Scheuber Bayern München tapaði óvænt 2-1 fyrir fallbaráttuliði Mainz í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag er fjórir leikir fóru fram. Mainz steig stórt skref frá fallsvæðinu með sigrinum. Bæjarar voru fyrir leikinn með 71 stig á toppi deildarinnar, með tíu stiga forskot á RB Leipzig, þegar tólf stig voru í pottinum. Ljóst var að Leipzig gæti ekki náð Bayern hefðu þeir síðarnefndu unnið í dag. Það varð þó snemma ljóst að Bayern myndi þurfa að hafa fyrir hlutunum í dag. Jonathan Burkhardt kom Mainz í forystu strax á þriðju mínútu og Svíinn Robin Quaison tvöfaldaði forystuna átta mínútum fyrir leikhlé. Ekki tókst Bæjurum að setja sitt mark á leikinn fyrr en í lok uppbótartíma þegar Robert Lewandowski skoraði sárabótarmark. Mainz vann því 2-1 og frestaði fagnaðarlátum Bæjara, um stundarsakir hið minnsta. Leipzig mætir Stuttgart á morgun þar sem sigur heldur veikum vonum þeirra um titil á lífi. Mainz fer upp í 12. sæti með 34 stig með sigrinum, fimm stigum frá Köln sem er í umspilssæti um fall úr deildinni. Tíu leikmenn Dortmund sækja að Meistaradeildarsæti Í Wolfsburg tóku heimamenn á móti Borussia Dortmund. Erling Braut Håland skoraði þær bæði mörk gestanna í 2-0 sigri, sem náðist þrátt fyrir að Dortmund hefði spilað með tíu menn gegn ellefu leikmönnum Wolfsburgar síðasta hálftímann. Enska ungstirnið Jude Bellingham fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á 59. mínútu í stöðunni 1-0 en Håland skoraði sitt annað mark aðeins fjórum mínútum síðar. Dortmund er eftur sigurinn með 55 stig í 5. sæti deildarinnar, stigi á eftir Eintracht Frankfurt sem er í fjórða sæti. Frankfurt mætir Bayer Leverkusen klukkan 16:30 í dag. Union Berlin vann þá 3-1 sigur á Werder Bremen og Freiburg og Hoffenheim skildu jöfn 1-1. Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Bæjarar voru fyrir leikinn með 71 stig á toppi deildarinnar, með tíu stiga forskot á RB Leipzig, þegar tólf stig voru í pottinum. Ljóst var að Leipzig gæti ekki náð Bayern hefðu þeir síðarnefndu unnið í dag. Það varð þó snemma ljóst að Bayern myndi þurfa að hafa fyrir hlutunum í dag. Jonathan Burkhardt kom Mainz í forystu strax á þriðju mínútu og Svíinn Robin Quaison tvöfaldaði forystuna átta mínútum fyrir leikhlé. Ekki tókst Bæjurum að setja sitt mark á leikinn fyrr en í lok uppbótartíma þegar Robert Lewandowski skoraði sárabótarmark. Mainz vann því 2-1 og frestaði fagnaðarlátum Bæjara, um stundarsakir hið minnsta. Leipzig mætir Stuttgart á morgun þar sem sigur heldur veikum vonum þeirra um titil á lífi. Mainz fer upp í 12. sæti með 34 stig með sigrinum, fimm stigum frá Köln sem er í umspilssæti um fall úr deildinni. Tíu leikmenn Dortmund sækja að Meistaradeildarsæti Í Wolfsburg tóku heimamenn á móti Borussia Dortmund. Erling Braut Håland skoraði þær bæði mörk gestanna í 2-0 sigri, sem náðist þrátt fyrir að Dortmund hefði spilað með tíu menn gegn ellefu leikmönnum Wolfsburgar síðasta hálftímann. Enska ungstirnið Jude Bellingham fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á 59. mínútu í stöðunni 1-0 en Håland skoraði sitt annað mark aðeins fjórum mínútum síðar. Dortmund er eftur sigurinn með 55 stig í 5. sæti deildarinnar, stigi á eftir Eintracht Frankfurt sem er í fjórða sæti. Frankfurt mætir Bayer Leverkusen klukkan 16:30 í dag. Union Berlin vann þá 3-1 sigur á Werder Bremen og Freiburg og Hoffenheim skildu jöfn 1-1.
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira