Andri Fannar byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður á 56. mínútu. Þá stóðu leikar 2-0 en Bologna var einum manni færri á 49. mínútu eftir að Jerdy Schouten fékk beint autt spjald.
Atalanta er í öðru sætinu með 68 stig en Bologna er í tólfta sætinu með 38 stig.
Atletico Madrid missteig sig á Spáni. Þeir töpuðu 2-1 gegn gegn Athletic Bilbao en Alex Berenguer skoraði kom Bilbao yfir strax á áttundu mínútu.
Á 77. mínútu náðu gestirnir frá Madríd að jafna metin. Markið skoraði Savic en fjórum mínútum fyrir leikslok tryggði Inigo Martinez heimamönnum stigin þrjú.
Atletico er þó enn á toppnum. Þeir eru með 73 stig, Real er í öðru sætinu með 71 stig og Barcelona í þriðja sætinu með 71 stig en Barcelona á leik til góða.
The streak continues. 🦁
— Squawka Football (@Squawka) April 25, 2021
Iñaki Williams comes on to make his 189th consecutive appearance in LaLiga.
He's now only 13 games away from equalling the all-time record, moving to outright second.pic.twitter.com/cCjO9RbTWe