Mathöll í Pósthúsið: „Þetta verður veisla og nautn fyrir öll skynfærin“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 27. apríl 2021 14:42 Hönnuðurinn og athafnamaðurinn Leifur Welding talar um draum sinn um glæsilegustu mathöll landsins sem hann segir nú loksins verða að veruleika. Aðsend mynd/THG Arkitekar „Við erum búnir að vera í viðræðum við húseigendur í yfir þrjú ár og núna loksins er þetta að verða að veruleika,“ segir athafnamaðurinn og hönnuðurinn Leifur Welding í viðtali við Vísi. Vinsældir mathalla hafa sjaldan verið meiri og hafa þær sprottið upp eins og gorkúlur síðustu misseri. Næsta vetur mun opna ný mathöll í hjarta miðbæjarins í húsnæði Pósthússins að Pósthússtræti 5 og segir Leifur hugmyndina af þessu verkefni hafa verið lengi í gerjun. Ætla að bjóða upp á magnaða upplifun „Þetta ferli hefur tekið þónokkurn tíma og tafist eðlilega aðeins vegna heimfaraldursins, en núna er allt komið á fullt og við erum á fullu í viðræðum við mögulega rekstraraðila.“ Í heildina verður mathöllin sjálf um 860 fermetrar og verður byggð 140 fermetra glerbygging í porti gömlu lögreglustöðvarinnar sem verður partur af svæðinu. Aðspurður um hvers vegna þetta húsnæði hafi orðið fyrir valinu segir hann staðsetninguna sjálfa auðvitað hafa verið lykilatriði. Saga hússins er líka svo heillandi og arkitektúrinn passar svo vel í það concept sem við ætlum að vinna með. Framkvæmdir eru nú þegar hafnar á gamla Pósthúsinu og mun mathöllin rísa fyrir jól. Við hverju getur fólk búist varðandi þessa mathöll í Pósthúsinu, er eitthvað sérstakt sem mun aðgreina hana frá öðrum mathöllum bæjarins? „Já, algjörlega. En án þess að gefa of mikið upp strax þá munum við leggja alveg ofboðslega mikið upp úr upplifun gesta okkar. Stemningin er okkur mjög mikilvæg og þetta verður svo mikið meira en bara hádegisstemning eða staður til að droppa inn til að grípa sér bita. Við ætlum að bjóða fólki upp á magnaða upplifun og stað sem það langar til að sækja í góðra vina hópi til þess að njóta, borða góðan mat eða fá sér drykk í umhverfi sem gleður augað. Þetta verður veisla og nautn fyrir öll skynfærin, “ segir Leifur og hlær. Leifur var einn af forsprökkum mathallarinnar við Hlemm og hefur hann komið víða við á ferli sínum sem hönnuður og hugmyndasmiður. Hann hefur meðal annars hannað mörg af glæsilegustu hótelum og veitingahúsum landsins eins og Hótel Geysi, Apótekið, Grillmarkaðinn, Kol, Kopar, Fiskifélagið og ótal sumarhús í svokölluðum „lodge“ stíl svo eitthvað sé nefnt. Sjálfur segist hann sjaldan hafa verið spenntur eins og fyrir þessu verkefni og drauminn um glæsilegustu mathöll landsins hafa fengið að krauma og þróast í kollinum í mörg ár. Gríðarlegur áhugi rekstraraðila Þessa dagana segir Leifur eigendur vera í því ferli að taka á móti umsóknum og hugmyndum frá áhugasömum aðilum sem vilja tryggja sér pláss. „Við finnum fyrir ofboðslegum áhuga en við viljum endilega fá sem flesta að borðinu til þess að geta valið vel inn. Við leggjum mikið upp úr gæðum og því að hafa sem fjölbreyttasta framboðið af stöðum.“ Það mun enginn veitingastaður fara þarna inn sem er í öðrum mathöllum í dag. Við erum sjálfir búnir að leggja línurnar um það hvernig staði við viljum fá inn og erum að leita eftir einhverju frábæru sem passar við okkar hugmyndir, þó að við séum að sjálfsögðu opnir fyrir öllum góðum hugmyndum. Í kjallara hússins mun verða starfsmannaaðstaða, kælar og geymslur en einnig verður sérinnangur í bakarí sem að sögn Leifs mun verða eitt það glæsilegasta í bænum. „Það er algjörlega þörf á því að fá gott bakarí á þetta svæði. Stíllinn verður eins og aldrei hefur sést á Íslandi áður, svolítið franskur stíll og mikil gúrmé stemning. Mathöllin sjálf mun svo opna klukkan ellefu og verða opin fram eftir kvöldi. Þetta verður algjör gleðisprengja!“ Þrívíddarteikning af glerbyggingunni sem mun rísa í portinu. THG Arkitekar Búast við sprengju í veitingageiranum í haust Stefnt er að því að opna mathöllina fyrir jólin ef öll plön ganga eftir og eru framkvæmdir nú þegar hafnar. Aðspurður út í áhrif heimsfaraldursins á veitingareksturinn segist Leifur vera mjög bjartsýnn fyrir framtíðinni. „Auðvitað hefur þetta haft áhrif á allt en við erum fullkomlega sannfærðir um það að þegar faraldurinn er yfirstaðinn þá verður algjör sprengja hérna í þessum geira. Ég held að holskeflan byrji bara núna næsta vetur.“ Ásamt Leifi eru eigendurnir þeir Ingvar Svendsen, Hermann Svendsen og Þórður Axel Þórisson og munu þeir sjálfir sjá um rekstur kokteilbarsins sem mun verða staðsettur í glerbyggingunni. Leifur bendir áhugasömum rekstraraðilum að senda tölvupóst á info@posthusmatholl.is. Veitingastaðir Tíska og hönnun Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Vinsældir mathalla hafa sjaldan verið meiri og hafa þær sprottið upp eins og gorkúlur síðustu misseri. Næsta vetur mun opna ný mathöll í hjarta miðbæjarins í húsnæði Pósthússins að Pósthússtræti 5 og segir Leifur hugmyndina af þessu verkefni hafa verið lengi í gerjun. Ætla að bjóða upp á magnaða upplifun „Þetta ferli hefur tekið þónokkurn tíma og tafist eðlilega aðeins vegna heimfaraldursins, en núna er allt komið á fullt og við erum á fullu í viðræðum við mögulega rekstraraðila.“ Í heildina verður mathöllin sjálf um 860 fermetrar og verður byggð 140 fermetra glerbygging í porti gömlu lögreglustöðvarinnar sem verður partur af svæðinu. Aðspurður um hvers vegna þetta húsnæði hafi orðið fyrir valinu segir hann staðsetninguna sjálfa auðvitað hafa verið lykilatriði. Saga hússins er líka svo heillandi og arkitektúrinn passar svo vel í það concept sem við ætlum að vinna með. Framkvæmdir eru nú þegar hafnar á gamla Pósthúsinu og mun mathöllin rísa fyrir jól. Við hverju getur fólk búist varðandi þessa mathöll í Pósthúsinu, er eitthvað sérstakt sem mun aðgreina hana frá öðrum mathöllum bæjarins? „Já, algjörlega. En án þess að gefa of mikið upp strax þá munum við leggja alveg ofboðslega mikið upp úr upplifun gesta okkar. Stemningin er okkur mjög mikilvæg og þetta verður svo mikið meira en bara hádegisstemning eða staður til að droppa inn til að grípa sér bita. Við ætlum að bjóða fólki upp á magnaða upplifun og stað sem það langar til að sækja í góðra vina hópi til þess að njóta, borða góðan mat eða fá sér drykk í umhverfi sem gleður augað. Þetta verður veisla og nautn fyrir öll skynfærin, “ segir Leifur og hlær. Leifur var einn af forsprökkum mathallarinnar við Hlemm og hefur hann komið víða við á ferli sínum sem hönnuður og hugmyndasmiður. Hann hefur meðal annars hannað mörg af glæsilegustu hótelum og veitingahúsum landsins eins og Hótel Geysi, Apótekið, Grillmarkaðinn, Kol, Kopar, Fiskifélagið og ótal sumarhús í svokölluðum „lodge“ stíl svo eitthvað sé nefnt. Sjálfur segist hann sjaldan hafa verið spenntur eins og fyrir þessu verkefni og drauminn um glæsilegustu mathöll landsins hafa fengið að krauma og þróast í kollinum í mörg ár. Gríðarlegur áhugi rekstraraðila Þessa dagana segir Leifur eigendur vera í því ferli að taka á móti umsóknum og hugmyndum frá áhugasömum aðilum sem vilja tryggja sér pláss. „Við finnum fyrir ofboðslegum áhuga en við viljum endilega fá sem flesta að borðinu til þess að geta valið vel inn. Við leggjum mikið upp úr gæðum og því að hafa sem fjölbreyttasta framboðið af stöðum.“ Það mun enginn veitingastaður fara þarna inn sem er í öðrum mathöllum í dag. Við erum sjálfir búnir að leggja línurnar um það hvernig staði við viljum fá inn og erum að leita eftir einhverju frábæru sem passar við okkar hugmyndir, þó að við séum að sjálfsögðu opnir fyrir öllum góðum hugmyndum. Í kjallara hússins mun verða starfsmannaaðstaða, kælar og geymslur en einnig verður sérinnangur í bakarí sem að sögn Leifs mun verða eitt það glæsilegasta í bænum. „Það er algjörlega þörf á því að fá gott bakarí á þetta svæði. Stíllinn verður eins og aldrei hefur sést á Íslandi áður, svolítið franskur stíll og mikil gúrmé stemning. Mathöllin sjálf mun svo opna klukkan ellefu og verða opin fram eftir kvöldi. Þetta verður algjör gleðisprengja!“ Þrívíddarteikning af glerbyggingunni sem mun rísa í portinu. THG Arkitekar Búast við sprengju í veitingageiranum í haust Stefnt er að því að opna mathöllina fyrir jólin ef öll plön ganga eftir og eru framkvæmdir nú þegar hafnar. Aðspurður út í áhrif heimsfaraldursins á veitingareksturinn segist Leifur vera mjög bjartsýnn fyrir framtíðinni. „Auðvitað hefur þetta haft áhrif á allt en við erum fullkomlega sannfærðir um það að þegar faraldurinn er yfirstaðinn þá verður algjör sprengja hérna í þessum geira. Ég held að holskeflan byrji bara núna næsta vetur.“ Ásamt Leifi eru eigendurnir þeir Ingvar Svendsen, Hermann Svendsen og Þórður Axel Þórisson og munu þeir sjálfir sjá um rekstur kokteilbarsins sem mun verða staðsettur í glerbyggingunni. Leifur bendir áhugasömum rekstraraðilum að senda tölvupóst á info@posthusmatholl.is.
Veitingastaðir Tíska og hönnun Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira