Erlent

Fleiri en 200 þúsund látið lífið af völdum Covid-19 á Indlandi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fjöldi látinna er slíkur að bálstofur hafa gripið til þess ráðs að halda fjöldabálfarir undir berum himni.
Fjöldi látinna er slíkur að bálstofur hafa gripið til þess ráðs að halda fjöldabálfarir undir berum himni. epa/Idrees Mohammed

Kórónuveirufaraldurinn er enn í mikilli útbreiðslu á Indlandi en á síðustu sjö dögum hafa fleiri greinst smitaðir þar en í nokkru öðru landi.

Önnur bylgja faraldursins er nú í gangi þar og nú hafa fleiri en 200 þúsund manns látið lífið af völdum Covid í landinu. 

Sérfræðingar eru þó á því að sú tala sé mun hærri. 

Staðfest andlát hafa aðeins verið fleiri í Bandaríkjunum, Brasilíu og í Mexíkó. 

Indverjar virtust hafa náð ágætum tökum á faraldrinum eftir fyrstu bylgjuna en þegar fjöldi fólks fór að koma saman á kosningafundum og Hinduár héldu árlega trúarhátíð fóru smitin að breiðast út með ógnarhraða og í gær létust rúmlega þrjú þúsund. 

Nú á að setja aukinn kraft í bólusetningar í landinu, en Indland er stór framleiðandi bóluefna á heimsvísu. Þó eru aðeins tæp tvö prósent landsmanna fullbólusett og hafa Bandaríkjamenn lofað að senda þangað skammta innan tíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×