Síminn hagnaðist um 2,8 milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 28. apríl 2021 13:08 Orri Hauksson, forstjóri Símans. Aðsend Hagnaður Símans nam 2,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 762 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður Símans af sölu upplýsingatæknifyrirtækisins Sensa til hins norska Crayon Group AS nam 2,1 milljarði króna á ársfjórðungnum og skýrir því stærstan hluta hagnaðarins. Tekjur Símans á fyrsta ársfjórðungi hækkuðu um 1,6% og námu 6,4 milljörðum króna samanborið við 6,3 milljarða á sama tímabili í fyrra. Eigið fé Símans var 39,4 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 59,8% í lok fyrsta ársfjórðungs. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Símans. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) lækkaði milli ára og nam 2,5 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hann nam 2,6 milljörðum á sama tímabili árið 2020 og lækkar 3,7%. Lægri reikitekjur og aukinn erlendur kostnaður Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í tilkynningu að umtalsverð lækkun reikitekna vegna erlendra ferðamanna milli ára og aukning í erlendum kostnaði valdi lækkun EBITDA. Þá hafi fyrsti ársfjórðungur 2020 verið einn sá besti í sögu félagsins. Hann segir að heildartekjur hafi aukist meðal annars vegna aukinnar búnaðarsölu, sem beri þó lága framlegð. Einnig tiltekur hann að tekjur af auglýsingasölu hafi aukist vegna breyttrar og sérsniðinnar þjónustu Símans við auglýsendur sem auðveldi þeim nú að ná til vel skilgreindra markhópa. Skoða framtíð Mílu Í tilkynningu frá félaginu er greint frá því að það hafi nú ráðið fjárfestingabankann Lazard og Íslandsbanka til að ráðleggja um stefnumarkmið og framtíðarmöguleika Mílu. „Mikil og ör þróun hefur átt sér stað síðustu misserin á samsetningu fjarskiptafélaga á alþjóðamörkuðum. Innlendir og erlendir fjárfestar sýna þannig aukinn áhuga á sérhæfingu í fjárfestingum, meðal annars með því að innviðaeignir séu aðskildar frá þjónustufélögum í smásölu,“ er haft eftir Orra sem segir að undanfarin misseri hafi verið unnið markvisst að því að auka sjálfstæði Mílu innan samstæðu Símans. Markaðir Fjarskipti Tengdar fréttir Síminn dæmdur til að greiða sekt fyrir ítrekað brot á fjölmiðlalögum Kröfum Símans hf. á hendur Póst- og fjarskiptastofnun, Gagnaveitu Reykjavíkur, Sýn og Mílu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 2. júlí 2020 13:32 Netárás olli truflunum á þjónustu Símans Netárás var gerð á Símann laugardagskvöldið 30. janúar og varð til þess að truflanir urðu á sjónvarpsþjónustu þess í rúma eina og hálfa klukkustund. Að sögn Símans var um að ræða svokallaða dreifða álagsárás eða DDoS-árás sem var gerð fyrirvaralaust á netkerfi fyrirtækisins. 1. febrúar 2021 13:55 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Tekjur Símans á fyrsta ársfjórðungi hækkuðu um 1,6% og námu 6,4 milljörðum króna samanborið við 6,3 milljarða á sama tímabili í fyrra. Eigið fé Símans var 39,4 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 59,8% í lok fyrsta ársfjórðungs. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Símans. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) lækkaði milli ára og nam 2,5 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hann nam 2,6 milljörðum á sama tímabili árið 2020 og lækkar 3,7%. Lægri reikitekjur og aukinn erlendur kostnaður Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í tilkynningu að umtalsverð lækkun reikitekna vegna erlendra ferðamanna milli ára og aukning í erlendum kostnaði valdi lækkun EBITDA. Þá hafi fyrsti ársfjórðungur 2020 verið einn sá besti í sögu félagsins. Hann segir að heildartekjur hafi aukist meðal annars vegna aukinnar búnaðarsölu, sem beri þó lága framlegð. Einnig tiltekur hann að tekjur af auglýsingasölu hafi aukist vegna breyttrar og sérsniðinnar þjónustu Símans við auglýsendur sem auðveldi þeim nú að ná til vel skilgreindra markhópa. Skoða framtíð Mílu Í tilkynningu frá félaginu er greint frá því að það hafi nú ráðið fjárfestingabankann Lazard og Íslandsbanka til að ráðleggja um stefnumarkmið og framtíðarmöguleika Mílu. „Mikil og ör þróun hefur átt sér stað síðustu misserin á samsetningu fjarskiptafélaga á alþjóðamörkuðum. Innlendir og erlendir fjárfestar sýna þannig aukinn áhuga á sérhæfingu í fjárfestingum, meðal annars með því að innviðaeignir séu aðskildar frá þjónustufélögum í smásölu,“ er haft eftir Orra sem segir að undanfarin misseri hafi verið unnið markvisst að því að auka sjálfstæði Mílu innan samstæðu Símans.
Markaðir Fjarskipti Tengdar fréttir Síminn dæmdur til að greiða sekt fyrir ítrekað brot á fjölmiðlalögum Kröfum Símans hf. á hendur Póst- og fjarskiptastofnun, Gagnaveitu Reykjavíkur, Sýn og Mílu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 2. júlí 2020 13:32 Netárás olli truflunum á þjónustu Símans Netárás var gerð á Símann laugardagskvöldið 30. janúar og varð til þess að truflanir urðu á sjónvarpsþjónustu þess í rúma eina og hálfa klukkustund. Að sögn Símans var um að ræða svokallaða dreifða álagsárás eða DDoS-árás sem var gerð fyrirvaralaust á netkerfi fyrirtækisins. 1. febrúar 2021 13:55 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Síminn dæmdur til að greiða sekt fyrir ítrekað brot á fjölmiðlalögum Kröfum Símans hf. á hendur Póst- og fjarskiptastofnun, Gagnaveitu Reykjavíkur, Sýn og Mílu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 2. júlí 2020 13:32
Netárás olli truflunum á þjónustu Símans Netárás var gerð á Símann laugardagskvöldið 30. janúar og varð til þess að truflanir urðu á sjónvarpsþjónustu þess í rúma eina og hálfa klukkustund. Að sögn Símans var um að ræða svokallaða dreifða álagsárás eða DDoS-árás sem var gerð fyrirvaralaust á netkerfi fyrirtækisins. 1. febrúar 2021 13:55