Lífið

Tón­listar­konan Anita Lane látin

Atli Ísleifsson skrifar
Anita Lane starfaði lengi með Nick Cave.
Anita Lane starfaði lengi með Nick Cave.

Ástralska söngkonan og lagasmiðurinn Anita Lane er látin, 62 ára að aldri. Á ferli sínum starfaði Lane meðal annars með sveitunum The Bad Seeds og The Birthday Party.

Lane fæddist í Melbourne árið 1959 og var á sínum yngri árum virk í síðpönksenu borgarinnar. Hún kynntist söngvaranum Nick Cave árið 1977 og áttu þau um tíma í ástarsambandi. Saman skrifuðu þau lagið A Dead Song sem Cave söng með þáverandi sveit sinni The Birthday Party.

Anita Lane var einnig um tíma liðsmaður The Bad Seeds og var meðal annars höfundur texta laganna From Her to Eternity og Stranger Than Kindness.

Lane gaf sömuleiðis út fjölda sólóplatna, þar á meðal Dirty Pearl árið 1993 og Sex O‘Clock árið 2001.

Fjöldi tónlistarmanna hafa minnst Lane eftir að fréttir bárust um andlát hennar. Susie Cave, eiginkona Nick Cave, skrifar á Instagram: „Elsku Anita. Við elskum þig svo mikið,“ og með skilaboðunum fylgir svo texti lagsins Sad waters, lagi Nick Cave.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×