Frelsi fjölmiðla Guðmundur Andri Thorsson skrifar 29. apríl 2021 13:44 Einhver mikilvægasta auðlind í hverju lýðræðissamfélagi eru frjálsir fjölmiðlar þar sem fagleg og gagnrýnin umfjöllun veitir valdamönnum aðhald og heldur almenningi upplýstum. Frjáls fjölmiðlun snýst ekki um eignarhald eins og oft er látið að liggja – heldur frelsi starfsfólks undan afskiptum eigenda eða pólitískra fulltrúa. Frjáls fjölmiðlun snýst um trúnað við siðareglur og vinnulag – og trúnað við almenning sem á heimtingu á því að fá að móta sér skoðanir á grundvelli upplýsinga og staðreynda frekar en að vera mataður á tröllasögum og áróðri hagsmunaaðila. Til allrar hamingju eru enn að störfum slíkir fjölmiðlar í landinu. Ríkisútvarpið er þar á meðal. Það er og á að vera frjáls fjölmiðill í þjónustu einskis nema eiganda síns, sem er íslenska þjóðin. Fyrirmyndar-dæmi um góða og faglega fréttamennsku var í nóvembermánuði 2019 þegar upplýsingar komu fram í fréttaþættinum Kveik í Ríkisútvarpinu um starfshætti fyrirtækisins Samherja í Namibíu. Í kjölfarið hófst sakamálarannsókn sem enn stendur þar sem menn eru með réttarstöðu grunaðra. Varnir forsvarsmanna Samherja hafa ekki falist í því að hrekja það efnislega sem kom fram í þessum þáttum heldur hinu að sverta heimildamenn og veitast að fréttamönnum sem efnið unnu, með kærumálum til siðanefndar og dreifingu á áróðursmyndböndum þar sem sérstaklega er vegið að Helga Seljan, fréttamanninum sem bar hitann og þungann af þessari þáttagerð. Forsvarsmenn Samherja neita að eiga orðastað við Ríkisútvarpið. Þeir neita að svara efnislegum spurningum með öðru en myndböndum um illt innræti Helga Seljan. Þeir halda því þráfaldlega fram að hjá Ríkisútvarpið og starfsfólk þess láti stjórnast af illum hug í garð Samherja, rétt eins og RÚV hafi í sjálfu sér einhverjar skoðanir eða tilfinningar gagnvart fyrirtækjum útí bæ. Ekki fer á milli mála að ætlun forsvarsmanna Samherja er að hræða fréttamenn frá því að sinna vinnu sinni, enda virðast þeir telja sig hafna yfir óháða umfjöllun frjálsra fjölmiðla. Á dögunum spurði ég í fyrirspurnartíma á Alþingi Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um afstöðu hennar til þessara árása forsvarsmanna Samherja á fréttamenn RÚV. Í máli hennar kom fram eindreginn stuðningur við fréttamenn og stofnunina. Það er mjög mikilvægt að starfsfólk RÚV fái slík skilaboð frá æðsta yfirmanni stofnunarinnar og líka forsvarsmenn Samherja, sem hafa líka ráðist í miklar hefndaraðgerðir gagnvart starfsfólki Seðlabankans vegna rannsókna þeirrar stofnunar á meintum gjaldeyrisbrotum Samherja í Hruninu. Viðbrögð annarra ráðherra hafa því miður ekki verið jafn eindregin og hjá Lilju. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherravar í sama fyrirspurnartíma spurð um afstöðu sína gagnvart orðum Seðlabankastjóra um framgöngu forsvarsmanna Samherja og svaraði með býsna almennum orðum um hagsmunaverði og hagsmunavörslu um leið og hún nefndi að Seðlabankastjóri hefði betur nefnt einhver dæmi máli sínu til stuðnings. Þau dæmi eru kunn flestum þeim sem á annað borð fylgjast með þjóðmálum. Að sjálfsögðu þarf forsætisráðherra landsins að stíga varlega til jarðar þegar rætt er um sakamál sem enn eru í rannsókn. En óneitanlega mætti það fólk sem sinnir eftirlitsskyldum fyrir samfélagið – í fjölmiðlum og fjármálaeftirliti – finna eindregnari stuðning á æðstu stöðum þegar að því er sótt af slíku offorsi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Samherjaskjölin Alþingi Samherji og Seðlabankinn Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Einhver mikilvægasta auðlind í hverju lýðræðissamfélagi eru frjálsir fjölmiðlar þar sem fagleg og gagnrýnin umfjöllun veitir valdamönnum aðhald og heldur almenningi upplýstum. Frjáls fjölmiðlun snýst ekki um eignarhald eins og oft er látið að liggja – heldur frelsi starfsfólks undan afskiptum eigenda eða pólitískra fulltrúa. Frjáls fjölmiðlun snýst um trúnað við siðareglur og vinnulag – og trúnað við almenning sem á heimtingu á því að fá að móta sér skoðanir á grundvelli upplýsinga og staðreynda frekar en að vera mataður á tröllasögum og áróðri hagsmunaaðila. Til allrar hamingju eru enn að störfum slíkir fjölmiðlar í landinu. Ríkisútvarpið er þar á meðal. Það er og á að vera frjáls fjölmiðill í þjónustu einskis nema eiganda síns, sem er íslenska þjóðin. Fyrirmyndar-dæmi um góða og faglega fréttamennsku var í nóvembermánuði 2019 þegar upplýsingar komu fram í fréttaþættinum Kveik í Ríkisútvarpinu um starfshætti fyrirtækisins Samherja í Namibíu. Í kjölfarið hófst sakamálarannsókn sem enn stendur þar sem menn eru með réttarstöðu grunaðra. Varnir forsvarsmanna Samherja hafa ekki falist í því að hrekja það efnislega sem kom fram í þessum þáttum heldur hinu að sverta heimildamenn og veitast að fréttamönnum sem efnið unnu, með kærumálum til siðanefndar og dreifingu á áróðursmyndböndum þar sem sérstaklega er vegið að Helga Seljan, fréttamanninum sem bar hitann og þungann af þessari þáttagerð. Forsvarsmenn Samherja neita að eiga orðastað við Ríkisútvarpið. Þeir neita að svara efnislegum spurningum með öðru en myndböndum um illt innræti Helga Seljan. Þeir halda því þráfaldlega fram að hjá Ríkisútvarpið og starfsfólk þess láti stjórnast af illum hug í garð Samherja, rétt eins og RÚV hafi í sjálfu sér einhverjar skoðanir eða tilfinningar gagnvart fyrirtækjum útí bæ. Ekki fer á milli mála að ætlun forsvarsmanna Samherja er að hræða fréttamenn frá því að sinna vinnu sinni, enda virðast þeir telja sig hafna yfir óháða umfjöllun frjálsra fjölmiðla. Á dögunum spurði ég í fyrirspurnartíma á Alþingi Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um afstöðu hennar til þessara árása forsvarsmanna Samherja á fréttamenn RÚV. Í máli hennar kom fram eindreginn stuðningur við fréttamenn og stofnunina. Það er mjög mikilvægt að starfsfólk RÚV fái slík skilaboð frá æðsta yfirmanni stofnunarinnar og líka forsvarsmenn Samherja, sem hafa líka ráðist í miklar hefndaraðgerðir gagnvart starfsfólki Seðlabankans vegna rannsókna þeirrar stofnunar á meintum gjaldeyrisbrotum Samherja í Hruninu. Viðbrögð annarra ráðherra hafa því miður ekki verið jafn eindregin og hjá Lilju. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherravar í sama fyrirspurnartíma spurð um afstöðu sína gagnvart orðum Seðlabankastjóra um framgöngu forsvarsmanna Samherja og svaraði með býsna almennum orðum um hagsmunaverði og hagsmunavörslu um leið og hún nefndi að Seðlabankastjóri hefði betur nefnt einhver dæmi máli sínu til stuðnings. Þau dæmi eru kunn flestum þeim sem á annað borð fylgjast með þjóðmálum. Að sjálfsögðu þarf forsætisráðherra landsins að stíga varlega til jarðar þegar rætt er um sakamál sem enn eru í rannsókn. En óneitanlega mætti það fólk sem sinnir eftirlitsskyldum fyrir samfélagið – í fjölmiðlum og fjármálaeftirliti – finna eindregnari stuðning á æðstu stöðum þegar að því er sótt af slíku offorsi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun