Gaupi fór yfir óvæntu úrslitin i kvennakörfunni í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2021 17:01 Ariel Hearn var frábær með Fjölnisliðinu í sigrinum á Haukum. Vísir/Elín Björg Svipmyndir frá heilli umferð sem var spiluð í Domino´s deild kvenna í gærkvöldi þar sem lið Hauka og Keflavíkur misstígu sig bæði. Fjölniskonur tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Domino´s deildarinnar í gærkvöldi með sigri á Haukum og Blikar skelltu óvænt Keflavíkurkonum. Valskonur juku forskot sitt á toppnum og Snæfell vann lykilsigur í baráttu fyrir lífi sínu í deildinni. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, fór yfir úrslitin í umferðinni í gær og tók saman samantekt um leikina fjóra. Það má sjá þessa samantekt hans hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi fór yfir átjándu umferð Domino´s deildar kvenna Fjölnir vann 73-65 sigur á Haukum og tryggði sér ekki aðeins sæti í úrslitakeppninni heldur endaði Grafarvogsliðið þar einnig sex leikja sigurgöngu Hafnarfjarðarliðsins. Haukakonur höfðu ekki tapað leik frá 24. febrúar. Ariel Hearn var frábær í Fjölnisliðinu með 29 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar en Lina Pikciuté var með 14 stig og 17 fráköst. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði mest fyrir Hauka eða 19 stig en Alyesha Lovett var með 16 stig. Snæfell fór langt með að tryggja sér áframhaldandi sæti í deildinni með 77-61 sigri á KR í botnslagnum. Snæfell er nú með tveggja stiga forystu á KR og er að auki með betri innbyrðis stöðu. Haiden Palmer var frábær með 39 stig, 9 fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolna bolta en Anna Soffía Lárusdóttir skoraði síðan 16 stig. Annika Holopainen var með 16 stig fyrir KR og Perla Jóhannsdóttir skoraði 14 stig. Breiðabliksliðið sýndi mikinn styrk með 73-66 sigri á Keflavík. Hlutirnir hafa ekki alveg fallið með Blikastúlkum á tímabilinu en liðið sýndi hvað í því býr með sigri á liðinu í öðru sæti deildarinnar. Iva Georgieva skoraði 28 stig, Isabella Ósk Sigurðardóttir var með 12 stig og 16 fráköst og þá var bandaríski leikstjórnandinn Jessica Kay Loera með 16 stoðsendingar auk 9 frákast og 8 stiga. Daniela Wallen var með 19 stig, 19 fráköst og 6 stolna bolta og Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 18 stig. Valskonur náðu fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar eftir sannfærandi 80-63 sigur á Skallagrími. Það voru margar að skila í Valsliðinu í þessum leik. Hildur Björg Kjartansdóttir var með 14 stig og 9 fráköst, Kiana Johnson skoraði 13 stig og gaf 8 stoðsendingar og þær Hallveig Jónsdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir voru báðar með 10 stig. Keira Robinson skoraði 17 stig fyrir Skallagrím og Embla Kristínardóttir var með 16 stig. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira
Fjölniskonur tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Domino´s deildarinnar í gærkvöldi með sigri á Haukum og Blikar skelltu óvænt Keflavíkurkonum. Valskonur juku forskot sitt á toppnum og Snæfell vann lykilsigur í baráttu fyrir lífi sínu í deildinni. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, fór yfir úrslitin í umferðinni í gær og tók saman samantekt um leikina fjóra. Það má sjá þessa samantekt hans hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi fór yfir átjándu umferð Domino´s deildar kvenna Fjölnir vann 73-65 sigur á Haukum og tryggði sér ekki aðeins sæti í úrslitakeppninni heldur endaði Grafarvogsliðið þar einnig sex leikja sigurgöngu Hafnarfjarðarliðsins. Haukakonur höfðu ekki tapað leik frá 24. febrúar. Ariel Hearn var frábær í Fjölnisliðinu með 29 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar en Lina Pikciuté var með 14 stig og 17 fráköst. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði mest fyrir Hauka eða 19 stig en Alyesha Lovett var með 16 stig. Snæfell fór langt með að tryggja sér áframhaldandi sæti í deildinni með 77-61 sigri á KR í botnslagnum. Snæfell er nú með tveggja stiga forystu á KR og er að auki með betri innbyrðis stöðu. Haiden Palmer var frábær með 39 stig, 9 fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolna bolta en Anna Soffía Lárusdóttir skoraði síðan 16 stig. Annika Holopainen var með 16 stig fyrir KR og Perla Jóhannsdóttir skoraði 14 stig. Breiðabliksliðið sýndi mikinn styrk með 73-66 sigri á Keflavík. Hlutirnir hafa ekki alveg fallið með Blikastúlkum á tímabilinu en liðið sýndi hvað í því býr með sigri á liðinu í öðru sæti deildarinnar. Iva Georgieva skoraði 28 stig, Isabella Ósk Sigurðardóttir var með 12 stig og 16 fráköst og þá var bandaríski leikstjórnandinn Jessica Kay Loera með 16 stoðsendingar auk 9 frákast og 8 stiga. Daniela Wallen var með 19 stig, 19 fráköst og 6 stolna bolta og Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 18 stig. Valskonur náðu fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar eftir sannfærandi 80-63 sigur á Skallagrími. Það voru margar að skila í Valsliðinu í þessum leik. Hildur Björg Kjartansdóttir var með 14 stig og 9 fráköst, Kiana Johnson skoraði 13 stig og gaf 8 stoðsendingar og þær Hallveig Jónsdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir voru báðar með 10 stig. Keira Robinson skoraði 17 stig fyrir Skallagrím og Embla Kristínardóttir var með 16 stig.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira