Soffía Dögg Garðarsdóttir fékk það skemmtilega hlutverk að gjörbreyta herbergi Jóhanns.
Veggir voru málaðir í litnum Kósýgrár úr listaspjaldi Soffíu Daggar. Svartir fótboltalímmiðar settu sterkan svip á veggina og svart skrifborð og svartar hillur tengdu herbergið vel saman. Veggþiljur úr við voru notaðar á tvo veggi og utan um hvíta klassíska IKEA kommóðu og gjörbreytti það húsgagninu.
Nýjar gardínur, ný rúmföt og rúmteppi og gólfteppi við rúmið settu svo lokapunktinn á þessa vel heppnuðu breytingu. Viðbrögð Jóhanns og lokaútkomuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
„Vá,“voru fyrstu viðbrögðin þegar hann gekk inn í herbergið. Hann var ánægður með allt saman.
„Mér finnst þetta geggjað. Ég hélt að ég myndi aldrei fá svona herbergi.“