Seðlabankastjóri vildi ekki ræða áhrif hagsmunahópa Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 19:43 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, afþakkaði boð um að koma fyrir þingnefnd til að ræða nýleg ummæli um áhrif hagsmunahópa á Íslandi. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, baðst undan því að mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða ummæli hans í nýlegu viðtali um áhrif hagsmunahópa í íslensku samfélagi. Fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni segir Ásgeir ekki hafa talið sig réttan manninn til að ræða málið. Ummæli Ásgeirs sem féllu í viðtali við Stundina á dögunum vöktu töluverða athygli. Þar sagði hann meðal annars að Íslandi væri að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og að meiriháttar mál væri að lenda uppi á kant við þá. Þetta sagði seðlabankastjóri í samhengi við gagnrýni sína á hvernig útgerðarfyrirtækið Samherji hefur ráðist á að starfsfólki bankans undanfarið. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að hann hafi óskað eftir því að Ásgeir kæmi fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndina til þess að ræða orð hans um áhrif hagsmunahópa á Íslandi. „Því miður þekktist Seðlabankastjóri ekki boðið, hann telur sig ekki réttan aðila til að leggja mat á þessi mál með nefndinni. Ég virði þá afstöðu,“ skrifaði Kolbeinn í færslu á Facebook-síðu sína í dag. Birti Kolbeinn hluta af svari Seðlabankans við óskinni um að bankastjórinn kæmi fyrir nefndina. „Efni viðtalsins beindist einkum að því að vekja athygli á að margvíslegir hagsmunahópar eru fyrirferðarmiklir í íslensku þjóðlífi og hafa áhrif á stefnumótun, stefnu og löggjöf, til að mynda hagsmunasamtök launþega, vinnuveitenda, atvinnurekenda, lífeyrissjóðir og fleiri,“ sagði í svari bankans. Seðlabankinn Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Ummæli Ásgeirs sem féllu í viðtali við Stundina á dögunum vöktu töluverða athygli. Þar sagði hann meðal annars að Íslandi væri að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og að meiriháttar mál væri að lenda uppi á kant við þá. Þetta sagði seðlabankastjóri í samhengi við gagnrýni sína á hvernig útgerðarfyrirtækið Samherji hefur ráðist á að starfsfólki bankans undanfarið. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að hann hafi óskað eftir því að Ásgeir kæmi fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndina til þess að ræða orð hans um áhrif hagsmunahópa á Íslandi. „Því miður þekktist Seðlabankastjóri ekki boðið, hann telur sig ekki réttan aðila til að leggja mat á þessi mál með nefndinni. Ég virði þá afstöðu,“ skrifaði Kolbeinn í færslu á Facebook-síðu sína í dag. Birti Kolbeinn hluta af svari Seðlabankans við óskinni um að bankastjórinn kæmi fyrir nefndina. „Efni viðtalsins beindist einkum að því að vekja athygli á að margvíslegir hagsmunahópar eru fyrirferðarmiklir í íslensku þjóðlífi og hafa áhrif á stefnumótun, stefnu og löggjöf, til að mynda hagsmunasamtök launþega, vinnuveitenda, atvinnurekenda, lífeyrissjóðir og fleiri,“ sagði í svari bankans.
Seðlabankinn Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira