Arkitektarnir sem selja íslenska ull um allan heim Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. maí 2021 07:01 Hjónin Kristín Brynja Gunnarsdóttir og Steffan Iwersen eru arkitektar búsettir í Danmörku. Þau stofnuðu arkitektarstofuna Einrúm árið 2001 en um áratug síðar þróaði Kristín Einrúmarbandið svokallaða, þar sem íslenska ullin er í aðalhlutverki. Einrúmarbandið er í dag selt í 15 löndum um allan heim. „Ég fór til föðurömmu minnar, Katrínar Gunnarsdóttur, á hverjum laugardegi í mörg ár frá því að ég var um það bil níu ára. Þá gekk ég frá Álfheimum í Efstastundið til hennar, sat hjá henni í litla eldhúsinu hennar og við prjónuðum saman með útvarps-gufuna í bakgrunninu. Amma eldaði saltfisk með hamsatólg í hádeginu, brauðsúpu með rúsínum eða rabbabaragraut í eftirmat og bakaði svo vöfflur klukkan þrjú,“ segir Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt og annar eigandi fyrirtækisins Einrúm um aðdragandann að því að Einrúmbandið varð til. Einrúmarbandið er sérunnin íslensk ull, tvinnað saman við Tælenskt silki og er selt til 15 landa. „Ég hélt til dæmis að prjónafólk á Ítalíu og í Suður Kórea væru ekki hrifin af íslenskri ull en annað hefur komið í ljós. Þetta finnst mér skemmtilegt að upplifa,“ segir Kristín. Einrúmbandið er ein þeirra nýsköpunarhugmynda sem varð að veruleika áratuginn eftir bankahrun. Arkitektinn fær hugmynd Kristín og eiginmaður hennar, Steffan Iwersen, eru bæði arkitektar. Þau eru búsett í Danmörku og stofnuðu arkitektarstofuna Einrúm árið 2001. Kristín og Steffan kynntust í námi í Kaupmannahöfn en að því loknu, fékk Kristín Steffan til að flytja til Íslands í nokkur ár. Árið 2011 fluttust hjónin aftur til Danmerkur þar sem þau hafa sérhæft sig í hönnun og byggingu á visvænum húsum úr gegnheilum timbureiningum. Eitt sinn sat Kristín í eldhúsinu ásamt tveimur dönskum vinkonum. Önnur þeirra, gullsmiðurinn Line Christianssen, var nýkomin heim frá Tælandi þar sem hún rak lítið gullsmíðaverkstæði. Line fer að segja frá því að í litla sveitahéraðinu Surin, þar sem gullsmíðaverkstæðið hennar var, væri mikið framleitt af einstöku silki. Silkið notuðu heimamenn fyrir sig sjálfa en seldu einnig á mörkuðum til að drýgja tekjur sínar. Í spjallinu segir Line frá því að hana langi svo til þess að styðja við þessa silkiframleiðslu með einhverjum hætti, því gæðalega fyndist henni silkið einstakt hráefni. „Prjóna úr því var það fyrsta sem mér datt í hug. Ég get blandað því við ullina sagði ég upptendruð,“ segir Kristín þegar hún rifjar upp þetta spjall við eldhúsborðið. Eftir að þessari hugmynd laust í kollinn á Kristínu var ekki aftur snúið. Henni fannst hún hreinlega verða að komast að því, hvort það væri mögulega hægt að blanda þessum tveimur hráefnum saman í eitt band. Ég hafði auðvitað heyrt þær raddir sem fannst íslenska ullin óþægileg að vera í, hrjúf og gróf. Mig langaði að sýna fram á einstaka kosti hennar og sá þarna tækifæri til að sýna íslensku ullina í nýju ljósi.“ Úr varð að vinkonan Line sendi Kristínu silki frá Tælandi sem prufur. „Ég byrjaði á því að prjóna prufu úr ull, einbandi, eingöngu, bætti svo við einum þræði af silki. 100 grömm af einbandi eru um 500 metrar en 100 grömm af silkinu sem ég var með eru um 5000 metra, sem sagt örþunnt,“ segir Kristín og bætir við: „Ég hélt svo áfram með einn þráð af ull og tvo þræði af silki og svo kolla af kolli þar til ég var með einn þráð af ull og 10 þræði af silki. Þarna gat ég skoðað hvernig þessi efni unnu saman og hvað gerðist við efnið eftir því sem innbyrðis hlutfall þeirra breyttist.“ Kristínu fannst samt mikilvægt að íslenska ullin væri í aðalhlutverki. Hún valdi því prufur með tveimur og fjórum þráðum af silki þar sem hlutfallið var 20-40% silki en 60-80% ull. Til að gera langa sögu stuttu endaði þessi tilraunastarfsemi á því að vorið 2012 fór Kristín sjálf með Line til Tælands og heimsótti þar fjölskyldurekið fyrirtæki sem framleiðir silki. Ég kaupi enn þann dag í dag silki hjá þessu fyrirtæki.“ Kristín fór til Tælands árið 2012 og heimsótti fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir silki. Enn í dag verslar hún silki af því fyrirtæki. Frá ömmu yfir í prjónaskap um allan heim Kristín segir hugmyndina af Einrúm-bandinu þó alfarið mega rekja til áhugans sem hún fékk á prjónaskap þegar hún var með ömmu sinni heitinni, Katrínu, sem einnig var handavinnukennari. Enda viðurkennir Kristín að sem unglingur hafi hún verið smá nörd. „Sem unglingur var það besta sem ég vissi að sitja inni í herberginu mínu og hlusta á eftirmiddagssöguna á Rás 1 milli klukkan tvö og hálfþrjú ef ég man rétt,“ segir Kristín. Kristín segir ömmu sína ekki aðeins hafa kennt sér að prjóna, heldur einnig að meta eiginleika íslensku ullarinnar. Af ömmu sinni lærði Kristín meðal annars þá reglu að eitt það mikilvægasta í prjónaskap er að nota gott hráefni. Því ef það er gert, er næstum því sama hversu vel, eða jafnvel illa, tekst með prjónaskapinn sjálfan. „Þegar búið er að pressa, eins og amma gerði eða þvo stykkið eins og ég geri í dag, verður hið ójafnasta prjónles næstum því alltaf slétt og fallegt. Það verður allt slétt og fallegt sem prjónað er úr íslensku ulllinni,“ segir Kristín. Eins og amma sín, hefur Kristín alltaf haft mjög mikið dálæti á íslensku ullinni. Ekki síst fyrir það einangrunargildi sem hún hefur. Ég hef auðvitað prjónað úr annarskonar efni en ég hef alltaf snúið aftur „heim" til íslensku ullarinnar.“ Kristín lærði því snemma að flíkurnar sem fínu dömurnar sem hún sá í hannyrðablöðunum hjá ömmu sinni, í flottum kjólum, jökkum, með hatta eða í peysum, væru allt flíkur sem litu út fyrir að vera keyptar í búð. „Þetta heillaði mig. Ef ég sá peysu sem mig langaði í en leit út fyrir að ég gæti prjónað hana sjálf gerði ég það, úr íslenskri ull auðvitað. Mig langaði til að sýna fram á að það var hægt að nota íslensku ullina í annarskonar flíkur en lopapeysur.“ Kristín lærði að prjóna hjá ömmu sinni og hefur allar götur síðan verið heilluð af eiginleikum íslensku ullarinnar. Fyrstu söluskrefin Eftir Tælandsferðina ákvað Kristín að fara í formlega framleiðslu. „Ég fór heim til Íslands eftir Tælandsferðina og átti fund með Ístex þar sem ég bauð þeim hugmyndina. Ístex beit ekki á agnið svo ég ákvað að ég yrði að gera þetta sjálf. Ístex studdi hinsvegar vel við bakið á mér og eftir margar tilraunir og prufur vorum við komin með einrúmbandið í hendurnar,“ segir Kristín. Kristín segir að það sem gerir Einrúmsbandið svona einstakt sé að með því að vinna silkiþráðinn í ullarbandið, losnar um harðan snúninginn á þræðinum og íslenska ullin verður opin og létt og þar með mýkri. Kristín lýsir því þegar hún fékk fyrstu 200 kílóin af prufubandinu úr framleiðslu eins og atburði í bíómynd. Klukkan var langt gengin fimm að kvöldi, það var dimmt, rigning og rok. Ég og Björg Pjetursdóttir vinkona mín sem var að hjálpa mér vorum búnar að sjá þrjár flottustu garnbúðirnar að okkur fannst í Reykjavík. Ég fór inn í þá fyrstu, sýndi stolt eigendanum afurðina og var alveg handviss um að hún myndi verða jafn himinlifandi og við vorum. Það var hún ekki. Þetta var ekki neitt fyrir henna viðskiptavina sagði hún.“ Kristínu féllust hendur eitt augnablik. Enda með 200 kíló af bandinu til að selja. En sem betur fer, tóku næstu tvær verslanirnar vel á móti Kristínu og Einrúmsbandinu. Þar með var varan komin í sína fyrstu sölu. Í dag selur Kristín Einrúmband í 54 verslunum í 15 löndum. Allt frá Suður Kóreu til Kanada. Það tók nokkurn tíma fyrir Kristínu að þróa Einrúmarbandið en þar hefur hún lagt áherslu á að íslenska ullin sé í aðalhlutverki, þótt tælenska silkið mýki hana upp. Stóra tækifærið Kristín segir íslensku ullina eiga sér tryggan aðdáendahóp. Það sama gildi um aðdáendur íslensku lopapeysunnar, þeir séu einstaklega tryggir líka. Kristín vildi hins vegar sýna fram á að það væri hægt að prjóna miklu fleiri flíkur en lopapeysu úr íslensku ullinni. „Ég vildi ná til þeirra sem prjóna sér einfaldar en fallegar flíkur til daglegra nota. Og íslenska ullin var kannski ekki efst í huga þeirra til þeirra verkefna.“ Næsta verkefni fólst því í að hanna prjónauppskriftir til að styðja við Einrúmarbandið og sýna hvernig hægt væri að nota það. Kristín fékk Höllu Benediktsdóttur og Hörpu Birgisdóttur til að styðja sig í þeirri hönnun. Þá hafa fleiri hönnuður komið að og sýnt hvernig hægt er að nota bandið í flíkur. Einrúm fékk síðan styrk frá Tækniþróunarsjóði árið 2017 sem gerði Kristínu kleift að hefja markaðsetningu fyrir alvöru í Evrópu. Staðsett í Kaupmannahöfn, segir Kristín þessa evrópsku markaðssetningu jafnvel auðveldari en ella væri. Eitt sumarið slóum við tvær flugur í einu höggi, sumarfrí og söluferð. Við keyrðum um á milli garnverslana í norður Þýskaland með skottið og aftursætið fullt af bandi og rétt svo pláss fyrir yngsta barnið okka. Það fór mun betur um drenginn á heimleiðinni þar sem okkur tókst að selja allan farminn og sumarfríði var ljómandi og eftirminnilegt,“ segir Kristín. Góðu ráðin Kristín ráðleggur frumkvöðlum að finna sér félaga til að vinna að nýsköpunarverkefnunum með sér.Vísir/Saga Sig Kristín segir það hafa hjálpað sér mikið á þessari vegferð að njóta mikils stuðnings og aðstoðar. Þar nefnir hún sem dæmi aðstoð Ragnars Bjartmarz vinar síns sem sérhæfir sig í að aðstoða frumkvöðla og hefur gefið henni góða leiðsögn. Að sögn Kristínar, hefur henni fundist það reyna mest á sig að frumkvöðull þarf að setja á sig marga hatta. „Ég máta hatta bókarans, hönnuðarins, framleiðandans, innkaupastjrórans, markaðsstjórans, sölumannsins, vefstjórans, þjónustufulltrúans, grafisksk hönnuðar, fjármalastjórans, og lagerstjóra svo eitthvað sé nefnt en kannski bara einn af þessum höttum smellpassar,“ segir Kristín og bætir við: „Því miður vinnst mér ekki tími til að læra öll þessi hlutverk vel en mér finnst þau öll óhemju skemmtileg. Og þar sem hattarnir eru margir og flottir er ég stundum að reyna að vera með marga hatta í einu, en mæli þó ekki með því.“ Hennar helsta ráð til frumkvöðla sem vilja fylgja eftir nýsköpunarverkefnunum sínum er að finna félaga. Finnið félaga og axlið sameiginlega ábyrgð á frumkvöðlaverkefninu. Að vera einn í svona verkefni er svolítið eins og að tala við sjálfan sig, alltaf! Það er alltaf skemmtilegra þegar einhver annar en maður sjálfur svarar. Það er alltaf betri lausn sú sem fleiri leysa. Það er alltaf léttari sá vagn er fleiri draga.“ Nýsköpun Tíska og hönnun Tengdar fréttir Stórsókn framundan en fyrstu kynningarnar hálf vandræðalegar „Fyrstu fjárfestinga kynningarnar okkar Stefáns nafna míns og meðstofnandi í Solid Clouds, voru nú ekki uppá marga fiska. Ég gleymi því aldrei þegar að við æfðum okkur fyrir framan vini og kunningja. Dómarnir voru þeir að ég sneri bakinu í gesti á meðan ég var með framsögu og Stefán félagi minn talaði svo lágt að í honum heyrði enginn. Loks sagði einn í hópnum að hann væri engu nær um hvað við værum að gera og að kynningin væri með verri framsögum sem hann hefði heyrt!“ segir Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum tölvuleikjaframleiðslufyrirtækisins Solid Clouds. 26. apríl 2021 07:00 „Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu“ „Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu. Í stað þess að eyða tveimur til þremur árum í að smíða hana frá grunni má leigja tækniinnviði og þjónustur. Hægt er að fá aðgengi að þjónustum sem áður voru eingöngu á hendi banka,“ segir Gunnar Helgi Gunnsteinsson, einn stofnenda fjártæknifyrirtækisins Memento. 19. apríl 2021 07:00 610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01 Nýsköpunarverkefni í kjölfar Covid sem skilaði af sér tugmilljóna króna viðskiptum „Raunin var að fjöldi þátttakenda fimmfölduðust frá árinu áður og fóru úr þúsund gestum í fimm þúsund. Ánægja gesta hefur aldrei mælst hærri og 97% þeirra sem svöruðu ánægjukönnuninni voru ánægðir með nýja ráðstefnuvefinn,“ segir Auður Inga Einarsdóttir markaðsstjóri Advania um þá óvæntu en góðu þróun sem varð í kjölfar Covid, þegar Advania þróaði stafrænan viðburðarvef til að bregðast við þeirri stöðu að geta ekki haldið sína árlegu haustráðstefnu í Hörpu. 22. mars 2021 07:00 Gagnagrunnur fyrir ólöglegt efni að verða að veruleika „Á síðustu árum hefur umræða um dreifingu á ólöglegu efni á netinu aukist gríðarlega og er líklegt að á næstu árum verði sett lög sem skylda alla netþjónustuaðila til að leita að og uppræta slíkt efni. Það má því segja að ein af upphaflegu hugmyndunum okkar um gagnagrunn fyrir ólöglegt efni sé að verða að veruleika,“ segir Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri Videntifier. 15. mars 2021 07:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Einrúmarbandið er sérunnin íslensk ull, tvinnað saman við Tælenskt silki og er selt til 15 landa. „Ég hélt til dæmis að prjónafólk á Ítalíu og í Suður Kórea væru ekki hrifin af íslenskri ull en annað hefur komið í ljós. Þetta finnst mér skemmtilegt að upplifa,“ segir Kristín. Einrúmbandið er ein þeirra nýsköpunarhugmynda sem varð að veruleika áratuginn eftir bankahrun. Arkitektinn fær hugmynd Kristín og eiginmaður hennar, Steffan Iwersen, eru bæði arkitektar. Þau eru búsett í Danmörku og stofnuðu arkitektarstofuna Einrúm árið 2001. Kristín og Steffan kynntust í námi í Kaupmannahöfn en að því loknu, fékk Kristín Steffan til að flytja til Íslands í nokkur ár. Árið 2011 fluttust hjónin aftur til Danmerkur þar sem þau hafa sérhæft sig í hönnun og byggingu á visvænum húsum úr gegnheilum timbureiningum. Eitt sinn sat Kristín í eldhúsinu ásamt tveimur dönskum vinkonum. Önnur þeirra, gullsmiðurinn Line Christianssen, var nýkomin heim frá Tælandi þar sem hún rak lítið gullsmíðaverkstæði. Line fer að segja frá því að í litla sveitahéraðinu Surin, þar sem gullsmíðaverkstæðið hennar var, væri mikið framleitt af einstöku silki. Silkið notuðu heimamenn fyrir sig sjálfa en seldu einnig á mörkuðum til að drýgja tekjur sínar. Í spjallinu segir Line frá því að hana langi svo til þess að styðja við þessa silkiframleiðslu með einhverjum hætti, því gæðalega fyndist henni silkið einstakt hráefni. „Prjóna úr því var það fyrsta sem mér datt í hug. Ég get blandað því við ullina sagði ég upptendruð,“ segir Kristín þegar hún rifjar upp þetta spjall við eldhúsborðið. Eftir að þessari hugmynd laust í kollinn á Kristínu var ekki aftur snúið. Henni fannst hún hreinlega verða að komast að því, hvort það væri mögulega hægt að blanda þessum tveimur hráefnum saman í eitt band. Ég hafði auðvitað heyrt þær raddir sem fannst íslenska ullin óþægileg að vera í, hrjúf og gróf. Mig langaði að sýna fram á einstaka kosti hennar og sá þarna tækifæri til að sýna íslensku ullina í nýju ljósi.“ Úr varð að vinkonan Line sendi Kristínu silki frá Tælandi sem prufur. „Ég byrjaði á því að prjóna prufu úr ull, einbandi, eingöngu, bætti svo við einum þræði af silki. 100 grömm af einbandi eru um 500 metrar en 100 grömm af silkinu sem ég var með eru um 5000 metra, sem sagt örþunnt,“ segir Kristín og bætir við: „Ég hélt svo áfram með einn þráð af ull og tvo þræði af silki og svo kolla af kolli þar til ég var með einn þráð af ull og 10 þræði af silki. Þarna gat ég skoðað hvernig þessi efni unnu saman og hvað gerðist við efnið eftir því sem innbyrðis hlutfall þeirra breyttist.“ Kristínu fannst samt mikilvægt að íslenska ullin væri í aðalhlutverki. Hún valdi því prufur með tveimur og fjórum þráðum af silki þar sem hlutfallið var 20-40% silki en 60-80% ull. Til að gera langa sögu stuttu endaði þessi tilraunastarfsemi á því að vorið 2012 fór Kristín sjálf með Line til Tælands og heimsótti þar fjölskyldurekið fyrirtæki sem framleiðir silki. Ég kaupi enn þann dag í dag silki hjá þessu fyrirtæki.“ Kristín fór til Tælands árið 2012 og heimsótti fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir silki. Enn í dag verslar hún silki af því fyrirtæki. Frá ömmu yfir í prjónaskap um allan heim Kristín segir hugmyndina af Einrúm-bandinu þó alfarið mega rekja til áhugans sem hún fékk á prjónaskap þegar hún var með ömmu sinni heitinni, Katrínu, sem einnig var handavinnukennari. Enda viðurkennir Kristín að sem unglingur hafi hún verið smá nörd. „Sem unglingur var það besta sem ég vissi að sitja inni í herberginu mínu og hlusta á eftirmiddagssöguna á Rás 1 milli klukkan tvö og hálfþrjú ef ég man rétt,“ segir Kristín. Kristín segir ömmu sína ekki aðeins hafa kennt sér að prjóna, heldur einnig að meta eiginleika íslensku ullarinnar. Af ömmu sinni lærði Kristín meðal annars þá reglu að eitt það mikilvægasta í prjónaskap er að nota gott hráefni. Því ef það er gert, er næstum því sama hversu vel, eða jafnvel illa, tekst með prjónaskapinn sjálfan. „Þegar búið er að pressa, eins og amma gerði eða þvo stykkið eins og ég geri í dag, verður hið ójafnasta prjónles næstum því alltaf slétt og fallegt. Það verður allt slétt og fallegt sem prjónað er úr íslensku ulllinni,“ segir Kristín. Eins og amma sín, hefur Kristín alltaf haft mjög mikið dálæti á íslensku ullinni. Ekki síst fyrir það einangrunargildi sem hún hefur. Ég hef auðvitað prjónað úr annarskonar efni en ég hef alltaf snúið aftur „heim" til íslensku ullarinnar.“ Kristín lærði því snemma að flíkurnar sem fínu dömurnar sem hún sá í hannyrðablöðunum hjá ömmu sinni, í flottum kjólum, jökkum, með hatta eða í peysum, væru allt flíkur sem litu út fyrir að vera keyptar í búð. „Þetta heillaði mig. Ef ég sá peysu sem mig langaði í en leit út fyrir að ég gæti prjónað hana sjálf gerði ég það, úr íslenskri ull auðvitað. Mig langaði til að sýna fram á að það var hægt að nota íslensku ullina í annarskonar flíkur en lopapeysur.“ Kristín lærði að prjóna hjá ömmu sinni og hefur allar götur síðan verið heilluð af eiginleikum íslensku ullarinnar. Fyrstu söluskrefin Eftir Tælandsferðina ákvað Kristín að fara í formlega framleiðslu. „Ég fór heim til Íslands eftir Tælandsferðina og átti fund með Ístex þar sem ég bauð þeim hugmyndina. Ístex beit ekki á agnið svo ég ákvað að ég yrði að gera þetta sjálf. Ístex studdi hinsvegar vel við bakið á mér og eftir margar tilraunir og prufur vorum við komin með einrúmbandið í hendurnar,“ segir Kristín. Kristín segir að það sem gerir Einrúmsbandið svona einstakt sé að með því að vinna silkiþráðinn í ullarbandið, losnar um harðan snúninginn á þræðinum og íslenska ullin verður opin og létt og þar með mýkri. Kristín lýsir því þegar hún fékk fyrstu 200 kílóin af prufubandinu úr framleiðslu eins og atburði í bíómynd. Klukkan var langt gengin fimm að kvöldi, það var dimmt, rigning og rok. Ég og Björg Pjetursdóttir vinkona mín sem var að hjálpa mér vorum búnar að sjá þrjár flottustu garnbúðirnar að okkur fannst í Reykjavík. Ég fór inn í þá fyrstu, sýndi stolt eigendanum afurðina og var alveg handviss um að hún myndi verða jafn himinlifandi og við vorum. Það var hún ekki. Þetta var ekki neitt fyrir henna viðskiptavina sagði hún.“ Kristínu féllust hendur eitt augnablik. Enda með 200 kíló af bandinu til að selja. En sem betur fer, tóku næstu tvær verslanirnar vel á móti Kristínu og Einrúmsbandinu. Þar með var varan komin í sína fyrstu sölu. Í dag selur Kristín Einrúmband í 54 verslunum í 15 löndum. Allt frá Suður Kóreu til Kanada. Það tók nokkurn tíma fyrir Kristínu að þróa Einrúmarbandið en þar hefur hún lagt áherslu á að íslenska ullin sé í aðalhlutverki, þótt tælenska silkið mýki hana upp. Stóra tækifærið Kristín segir íslensku ullina eiga sér tryggan aðdáendahóp. Það sama gildi um aðdáendur íslensku lopapeysunnar, þeir séu einstaklega tryggir líka. Kristín vildi hins vegar sýna fram á að það væri hægt að prjóna miklu fleiri flíkur en lopapeysu úr íslensku ullinni. „Ég vildi ná til þeirra sem prjóna sér einfaldar en fallegar flíkur til daglegra nota. Og íslenska ullin var kannski ekki efst í huga þeirra til þeirra verkefna.“ Næsta verkefni fólst því í að hanna prjónauppskriftir til að styðja við Einrúmarbandið og sýna hvernig hægt væri að nota það. Kristín fékk Höllu Benediktsdóttur og Hörpu Birgisdóttur til að styðja sig í þeirri hönnun. Þá hafa fleiri hönnuður komið að og sýnt hvernig hægt er að nota bandið í flíkur. Einrúm fékk síðan styrk frá Tækniþróunarsjóði árið 2017 sem gerði Kristínu kleift að hefja markaðsetningu fyrir alvöru í Evrópu. Staðsett í Kaupmannahöfn, segir Kristín þessa evrópsku markaðssetningu jafnvel auðveldari en ella væri. Eitt sumarið slóum við tvær flugur í einu höggi, sumarfrí og söluferð. Við keyrðum um á milli garnverslana í norður Þýskaland með skottið og aftursætið fullt af bandi og rétt svo pláss fyrir yngsta barnið okka. Það fór mun betur um drenginn á heimleiðinni þar sem okkur tókst að selja allan farminn og sumarfríði var ljómandi og eftirminnilegt,“ segir Kristín. Góðu ráðin Kristín ráðleggur frumkvöðlum að finna sér félaga til að vinna að nýsköpunarverkefnunum með sér.Vísir/Saga Sig Kristín segir það hafa hjálpað sér mikið á þessari vegferð að njóta mikils stuðnings og aðstoðar. Þar nefnir hún sem dæmi aðstoð Ragnars Bjartmarz vinar síns sem sérhæfir sig í að aðstoða frumkvöðla og hefur gefið henni góða leiðsögn. Að sögn Kristínar, hefur henni fundist það reyna mest á sig að frumkvöðull þarf að setja á sig marga hatta. „Ég máta hatta bókarans, hönnuðarins, framleiðandans, innkaupastjrórans, markaðsstjórans, sölumannsins, vefstjórans, þjónustufulltrúans, grafisksk hönnuðar, fjármalastjórans, og lagerstjóra svo eitthvað sé nefnt en kannski bara einn af þessum höttum smellpassar,“ segir Kristín og bætir við: „Því miður vinnst mér ekki tími til að læra öll þessi hlutverk vel en mér finnst þau öll óhemju skemmtileg. Og þar sem hattarnir eru margir og flottir er ég stundum að reyna að vera með marga hatta í einu, en mæli þó ekki með því.“ Hennar helsta ráð til frumkvöðla sem vilja fylgja eftir nýsköpunarverkefnunum sínum er að finna félaga. Finnið félaga og axlið sameiginlega ábyrgð á frumkvöðlaverkefninu. Að vera einn í svona verkefni er svolítið eins og að tala við sjálfan sig, alltaf! Það er alltaf skemmtilegra þegar einhver annar en maður sjálfur svarar. Það er alltaf betri lausn sú sem fleiri leysa. Það er alltaf léttari sá vagn er fleiri draga.“
Nýsköpun Tíska og hönnun Tengdar fréttir Stórsókn framundan en fyrstu kynningarnar hálf vandræðalegar „Fyrstu fjárfestinga kynningarnar okkar Stefáns nafna míns og meðstofnandi í Solid Clouds, voru nú ekki uppá marga fiska. Ég gleymi því aldrei þegar að við æfðum okkur fyrir framan vini og kunningja. Dómarnir voru þeir að ég sneri bakinu í gesti á meðan ég var með framsögu og Stefán félagi minn talaði svo lágt að í honum heyrði enginn. Loks sagði einn í hópnum að hann væri engu nær um hvað við værum að gera og að kynningin væri með verri framsögum sem hann hefði heyrt!“ segir Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum tölvuleikjaframleiðslufyrirtækisins Solid Clouds. 26. apríl 2021 07:00 „Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu“ „Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu. Í stað þess að eyða tveimur til þremur árum í að smíða hana frá grunni má leigja tækniinnviði og þjónustur. Hægt er að fá aðgengi að þjónustum sem áður voru eingöngu á hendi banka,“ segir Gunnar Helgi Gunnsteinsson, einn stofnenda fjártæknifyrirtækisins Memento. 19. apríl 2021 07:00 610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01 Nýsköpunarverkefni í kjölfar Covid sem skilaði af sér tugmilljóna króna viðskiptum „Raunin var að fjöldi þátttakenda fimmfölduðust frá árinu áður og fóru úr þúsund gestum í fimm þúsund. Ánægja gesta hefur aldrei mælst hærri og 97% þeirra sem svöruðu ánægjukönnuninni voru ánægðir með nýja ráðstefnuvefinn,“ segir Auður Inga Einarsdóttir markaðsstjóri Advania um þá óvæntu en góðu þróun sem varð í kjölfar Covid, þegar Advania þróaði stafrænan viðburðarvef til að bregðast við þeirri stöðu að geta ekki haldið sína árlegu haustráðstefnu í Hörpu. 22. mars 2021 07:00 Gagnagrunnur fyrir ólöglegt efni að verða að veruleika „Á síðustu árum hefur umræða um dreifingu á ólöglegu efni á netinu aukist gríðarlega og er líklegt að á næstu árum verði sett lög sem skylda alla netþjónustuaðila til að leita að og uppræta slíkt efni. Það má því segja að ein af upphaflegu hugmyndunum okkar um gagnagrunn fyrir ólöglegt efni sé að verða að veruleika,“ segir Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri Videntifier. 15. mars 2021 07:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Stórsókn framundan en fyrstu kynningarnar hálf vandræðalegar „Fyrstu fjárfestinga kynningarnar okkar Stefáns nafna míns og meðstofnandi í Solid Clouds, voru nú ekki uppá marga fiska. Ég gleymi því aldrei þegar að við æfðum okkur fyrir framan vini og kunningja. Dómarnir voru þeir að ég sneri bakinu í gesti á meðan ég var með framsögu og Stefán félagi minn talaði svo lágt að í honum heyrði enginn. Loks sagði einn í hópnum að hann væri engu nær um hvað við værum að gera og að kynningin væri með verri framsögum sem hann hefði heyrt!“ segir Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum tölvuleikjaframleiðslufyrirtækisins Solid Clouds. 26. apríl 2021 07:00
„Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu“ „Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu. Í stað þess að eyða tveimur til þremur árum í að smíða hana frá grunni má leigja tækniinnviði og þjónustur. Hægt er að fá aðgengi að þjónustum sem áður voru eingöngu á hendi banka,“ segir Gunnar Helgi Gunnsteinsson, einn stofnenda fjártæknifyrirtækisins Memento. 19. apríl 2021 07:00
610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01
Nýsköpunarverkefni í kjölfar Covid sem skilaði af sér tugmilljóna króna viðskiptum „Raunin var að fjöldi þátttakenda fimmfölduðust frá árinu áður og fóru úr þúsund gestum í fimm þúsund. Ánægja gesta hefur aldrei mælst hærri og 97% þeirra sem svöruðu ánægjukönnuninni voru ánægðir með nýja ráðstefnuvefinn,“ segir Auður Inga Einarsdóttir markaðsstjóri Advania um þá óvæntu en góðu þróun sem varð í kjölfar Covid, þegar Advania þróaði stafrænan viðburðarvef til að bregðast við þeirri stöðu að geta ekki haldið sína árlegu haustráðstefnu í Hörpu. 22. mars 2021 07:00
Gagnagrunnur fyrir ólöglegt efni að verða að veruleika „Á síðustu árum hefur umræða um dreifingu á ólöglegu efni á netinu aukist gríðarlega og er líklegt að á næstu árum verði sett lög sem skylda alla netþjónustuaðila til að leita að og uppræta slíkt efni. Það má því segja að ein af upphaflegu hugmyndunum okkar um gagnagrunn fyrir ólöglegt efni sé að verða að veruleika,“ segir Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri Videntifier. 15. mars 2021 07:00