Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2021 14:24 Skjáskot úr myndbandi sem Sólný tók af hraunstróknum í gærkvöldi. „Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu. Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að um einhvers konar þrýstingsbreytingu sé að ræða sem lýsi sér í því að virknin slokknar niður í tvær mínútur í senn og rýkur síðan upp. Mbl ræddi fyrst við Sólnýju í dag en hún segir í samtali við Vísi að hún hafi farið ásamt eiginmanni sínum að gosinu í gærkvöldi. Þau hjónin búa í Grindavík og eru því með eldgosið því sem næst í bakgarðinum. Sólný við gosstöðvarnar í upphafi eldgossins. „Maður upplifir í hverri ferð eitthvað nýtt, við fórum á sunnudag eftir að byrjaði í fyrstu ferðina og við höfum farið reglulega og fylgst með. Svo vorum við eiginlega komin í fráhvörf því það voru komnar tvær vikur síðan við fórum síðast,“ segir Sólný. „Svo þegar við komum að gosinu um klukkan ellefu, hálf tólf þá var svo mikil mengun og byrjað að reka fólk frá. Ég að sjálfsögðu hlýði björgunarsveitarfólkinu og gasmælarnir voru á fullu, það heyrðist mjög hátt í þeim.“ Þau hjónin sneru því við og gengu til baka. Þegar þau voru komin um fjögur hundruð metra frá gosinu þegar hraunstrókur kom allt í einu upp úr gígnum og blossinn af honum lýsti upp umhverfið. Hjónin sneru þá baki í gosið – en sneru sér við og strókarnir héldu áfram „Ég sá alveg fyrir mér bíómynd þar sem væri eitthvað logandi fyrir aftan mig því þetta var svo óraunverulegt. Svo dettur allt í dúnalogn en við rífum upp símana og erum akkúrat með þá á lofti þegar þetta gerist aftur. Svo stóðum við orðlaus og horfðum á þetta.“ Sólný og maður hennar náðu myndböndum af því þegar strókur kom upp úr gígnum í gærkvöldi. Myndefnið má nálgast í spilaranum hér fyrir ofan. Mikilfengleg sjón.Sólný Pálsdóttir Gosið út um stofugluggann hjá Sólnýju í Grindavík.Sólný Pálsdóttir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að um einhvers konar þrýstingsbreytingu sé að ræða sem lýsi sér í því að virknin slokknar niður í tvær mínútur í senn og rýkur síðan upp. Mbl ræddi fyrst við Sólnýju í dag en hún segir í samtali við Vísi að hún hafi farið ásamt eiginmanni sínum að gosinu í gærkvöldi. Þau hjónin búa í Grindavík og eru því með eldgosið því sem næst í bakgarðinum. Sólný við gosstöðvarnar í upphafi eldgossins. „Maður upplifir í hverri ferð eitthvað nýtt, við fórum á sunnudag eftir að byrjaði í fyrstu ferðina og við höfum farið reglulega og fylgst með. Svo vorum við eiginlega komin í fráhvörf því það voru komnar tvær vikur síðan við fórum síðast,“ segir Sólný. „Svo þegar við komum að gosinu um klukkan ellefu, hálf tólf þá var svo mikil mengun og byrjað að reka fólk frá. Ég að sjálfsögðu hlýði björgunarsveitarfólkinu og gasmælarnir voru á fullu, það heyrðist mjög hátt í þeim.“ Þau hjónin sneru því við og gengu til baka. Þegar þau voru komin um fjögur hundruð metra frá gosinu þegar hraunstrókur kom allt í einu upp úr gígnum og blossinn af honum lýsti upp umhverfið. Hjónin sneru þá baki í gosið – en sneru sér við og strókarnir héldu áfram „Ég sá alveg fyrir mér bíómynd þar sem væri eitthvað logandi fyrir aftan mig því þetta var svo óraunverulegt. Svo dettur allt í dúnalogn en við rífum upp símana og erum akkúrat með þá á lofti þegar þetta gerist aftur. Svo stóðum við orðlaus og horfðum á þetta.“ Sólný og maður hennar náðu myndböndum af því þegar strókur kom upp úr gígnum í gærkvöldi. Myndefnið má nálgast í spilaranum hér fyrir ofan. Mikilfengleg sjón.Sólný Pálsdóttir Gosið út um stofugluggann hjá Sólnýju í Grindavík.Sólný Pálsdóttir
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira