Við heyrum einnig í forstjóra flugfélagsins Play sem ætlar að hefja miðasölu eftir miðjan maí og stefnir á fyrstu ferðina í lok júlí. Flogið verður til vel þekktra áfangastaða í Evrópu fyrst um sinn.
Við ræðum einnig við fyrstu bólusettu ferðamennina sem komu til landsins frá Bandaríkjunum í morgun. Sumir þeirra höfðu beðið í ár eftir Íslandsferðinni en allir voru sammála um að Ísland væri öruggasta landið í heimsfaraldri.
Þá fer Magnús Hlynur í heimsókn til tíkarinnar Myrru í Reykjanesbæ sem er afar sérstakur lunda hundur. Fréttir Stöðvar 2 hefjast klukkan 18:30 og eru einnig fluttar á Bylgjunni og Vísi.
Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.