Enski boltinn

Brutu niður dyr á leið sinni inn á Old Trafford í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Manchester United er mjög óánægðir með eigendur félagsins sem er Glazer fjölskyldan frá Bandaríkjunum.
Stuðningsmenn Manchester United er mjög óánægðir með eigendur félagsins sem er Glazer fjölskyldan frá Bandaríkjunum. Getty/

Stórleikur Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni átti að fara fram um helgina en fór aldrei fram. Ósáttir stuðningsmenn Manchester United sáu til þess.

Stuðningsmenn félaganna sex, sem ætluðu að stofna svokallaða Ofurdeild Evrópu, áttu mikinn þátt í því að ensku félögin hættu við þátttöku sína. Mótmælin héldu hins vegar áfram hjá stuðningsmönnum Manchester United í gær.

Þúsundir stuðningsmenn Manchester United mættu á Old Trafford í gær til að mótmæla eigendum félagsins en þeir vilja Glazer fjölskylduna i burtu.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn United mótmæla Glazer fjölskyldunni en bandaríska fjölskyldan eignaðist enska félagið árið 2005.

Leik Manchester United og Liverpool átti að fara fram í gær. Honum var fyrst seinkað um óákveðinn tíma en var seinna frestað.

Stuðningsmönnunum tókst meðal annars að brjóta sér leið inn á Old Trafford og komu á endanum í veg fyrir að leikurinn færi fram. Öryggisvörðum tókst að tæma völlinn en það breytti því þó ekki að ákveðið var að hætta við leikinn.

Flestir stuðningsmannanna mótmæltu friðsamlega en það voru þó nokkrir svartir sauðir inn á milli.

Myndband á samfélagsmiðlum sýnir hvernig stuðningsmennirnir komust inn á Old Trafford. Þar má sjá einn þeirra brjóta niður dyr við mikinn stuðnings annarra í kring. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×