Umfjöllun: Stjarnan - ÍR 33-23 | Auðvelt hjá Stjörnunni Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 3. maí 2021 20:53 Stjarnan - KA Olís deild hsí íslandsmót karla, sumar 2020 Foto: Hulda Margrét Óladóttir Stjarnan vann stóran sigur á fallliði ÍR 33-22 á heimavelli en með sigrinum komust þeir upp í 4. sæti deildarinnar með 21 stig. ÍR féll endanlega úr deildinni á föstudaginn og tekur því grill-66 deildin við á næsta tímabili. Fyrstu fimmtán mínútur leiksins voru virkilega jafnar og mættu bæði lið til leiks með mikla hörku. Stjarnan náði þó yfirhöndinni þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður. Kristinn Björgúlfsson tekur þá leikhlé og les yfir sínum mönnum en Stjarnan tekur 6-1 kafla áður og fer inn í hálfleikinn með 5 marka forystu, 16-11. Í seinni hálfleik tókst Stjörnunni að loka vörninni og virtist ómögulegt fyrir ÍR-ingana að komast í gegn. Leikmenn ÍR litu út fyrir að hafa misst alla trú á sér og klaufaskapur einkennir leik þeirra í seinni hálfleik. Stjarnan kemst í tíu marka forystu þegar rúmlega korter er eftir af seinni hálfleik og voru þar með búnir að tryggja sér sigurinn. Starri Friðriksson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna og Dagur Gautason fimm. Gunnar Valdimar Johnsen var markahæstur í liði ÍR með sjö mörk. Adam Thorstensen, markmaður Stjörnunnar varði fimmtán skot og var með 47% markvörslu og Sigurður Dan Óskarsson varði sex skot og var með 55% markvörslu. Markmenn ÍR vörðu samtals tíu skot. Afhverju vann Stjarnan? Stjörnumenn voru miklu sterkari og mættu mun tilbúnari til leiks. Þeim tókst að ná yfirhöndinni þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður og náðu ÍR-ingar aldrei í skottið á þeim. Í seinni hálfleik mætti Stjarnan með frábæra vörn og markvörslu sem tryggði þeim sigurinn. Hverjir stóðu upp úr? Markmenn Stjörnunnar stóðu sig virkilega vel og mættu báðir virkilega vel til leiks. Hornamaðurinn Starri Friðriksson átti frábæran leik en hann kom inn á í seinni hálfleik og skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum fyrir Stjörnuna og fiskaði tvö víti. Gunnar Valdimar Johnsen var markahæstur í liði ÍR með sjö mörk úr þrettán skotum. Bjarki Steinn var næst markahæstur með sex mörk. Hvað gekk illa? ÍR missti hausinn strax um miðjan fyrri hálfleik og náði sér aldrei á strik. Þeir áttu erfitt með að komast í gegnum vörn andstæðinganna og virtust hafa gefist upp strax í hálfleik. Varnarleikur ÍR var ábótavant en það vantaði mikla þéttingu í vörnina sem gerði það að verkum að markvarslan var ekki upp á marga fiska. Hvað gerist næst? 19. umferð deildarinnar hefst á sunnudaginn en Stjarnan fer út í Eyjar og mætir þar ÍBV í baráttu um 3. sætið. Leikurinn hefst kl 16:00 og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. ÍR-ingar fá KA í heimsókn sem sitja í næst síðasta sæti deildarinnar. Olís-deild karla Stjarnan ÍR
Stjarnan vann stóran sigur á fallliði ÍR 33-22 á heimavelli en með sigrinum komust þeir upp í 4. sæti deildarinnar með 21 stig. ÍR féll endanlega úr deildinni á föstudaginn og tekur því grill-66 deildin við á næsta tímabili. Fyrstu fimmtán mínútur leiksins voru virkilega jafnar og mættu bæði lið til leiks með mikla hörku. Stjarnan náði þó yfirhöndinni þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður. Kristinn Björgúlfsson tekur þá leikhlé og les yfir sínum mönnum en Stjarnan tekur 6-1 kafla áður og fer inn í hálfleikinn með 5 marka forystu, 16-11. Í seinni hálfleik tókst Stjörnunni að loka vörninni og virtist ómögulegt fyrir ÍR-ingana að komast í gegn. Leikmenn ÍR litu út fyrir að hafa misst alla trú á sér og klaufaskapur einkennir leik þeirra í seinni hálfleik. Stjarnan kemst í tíu marka forystu þegar rúmlega korter er eftir af seinni hálfleik og voru þar með búnir að tryggja sér sigurinn. Starri Friðriksson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna og Dagur Gautason fimm. Gunnar Valdimar Johnsen var markahæstur í liði ÍR með sjö mörk. Adam Thorstensen, markmaður Stjörnunnar varði fimmtán skot og var með 47% markvörslu og Sigurður Dan Óskarsson varði sex skot og var með 55% markvörslu. Markmenn ÍR vörðu samtals tíu skot. Afhverju vann Stjarnan? Stjörnumenn voru miklu sterkari og mættu mun tilbúnari til leiks. Þeim tókst að ná yfirhöndinni þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður og náðu ÍR-ingar aldrei í skottið á þeim. Í seinni hálfleik mætti Stjarnan með frábæra vörn og markvörslu sem tryggði þeim sigurinn. Hverjir stóðu upp úr? Markmenn Stjörnunnar stóðu sig virkilega vel og mættu báðir virkilega vel til leiks. Hornamaðurinn Starri Friðriksson átti frábæran leik en hann kom inn á í seinni hálfleik og skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum fyrir Stjörnuna og fiskaði tvö víti. Gunnar Valdimar Johnsen var markahæstur í liði ÍR með sjö mörk úr þrettán skotum. Bjarki Steinn var næst markahæstur með sex mörk. Hvað gekk illa? ÍR missti hausinn strax um miðjan fyrri hálfleik og náði sér aldrei á strik. Þeir áttu erfitt með að komast í gegnum vörn andstæðinganna og virtust hafa gefist upp strax í hálfleik. Varnarleikur ÍR var ábótavant en það vantaði mikla þéttingu í vörnina sem gerði það að verkum að markvarslan var ekki upp á marga fiska. Hvað gerist næst? 19. umferð deildarinnar hefst á sunnudaginn en Stjarnan fer út í Eyjar og mætir þar ÍBV í baráttu um 3. sætið. Leikurinn hefst kl 16:00 og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. ÍR-ingar fá KA í heimsókn sem sitja í næst síðasta sæti deildarinnar.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti