Brjóstagjöf, fyrirsætur og sjúkrabílar á gosstöðvunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2021 13:47 Áhrifavaldur í myndatöku og björgunarsveitarmaður með gasgrímu við gosstöðvarnar um helgina. Vísir/Vilhelm Mikil veðurblíða var á suðvesturhorni landsins um helgina og varð það til þess að fólk streymdi að gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina. Fólk virtist mishrætt við mengunina við gosstöðvarnar í gær. Hér má sjá móður gefa barni sínu brjóst og björgunarsveitarmann með gasgrímu.Vísir/Vilhelm Mikið gekk á á gosstöðvunum en Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og náði tilkomumiklum myndum á svæðinu. Á föstudagskvöld voru tveir fluttir af gossvæðinu og var annar þeirra fluttur á brott með sjúkrabíl. Mikil mengun mældist við gosið og fundu margir fyrir sviða í augum og öndunarfærum vegna mengunarinnar. Sums staðar mældist magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) allt að 15 kg/s sem telst mjög hátt gildi. Þá varð töluverð breyting á gosinu skömmu fyrir miðnætti á föstudag. Um er að ræða einhvers konar þrýstingsbreytingu sem lýsir sér þannig að virknin minnkar í tvær mínútur í senn og rýkur svo upp. Gosstrókinn mátti sjá langar leiðir og sást hann greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Kvikustrókar rjúka upp allt að 200 til 300 metra frá hrauntjörninni. Kvikustrókurinn rýkur allt að 200 til 300 metra upp í loft.Vísir/Vilhelm Þá mættust hrauntungurnar í Merardölum á föstudag og lokuðu þar með vegi sem björgunarsveitarmenn og aðrir hafa notað. Gríðarlegur hiti var við gosstöðvarnar um helgina, og er ennþá, og vart hefur orðið við gróðurelda. Hættusvæðið í kring um gosstöðvarnar var endurmetið og er nú biðlað til fólks að halda sig í að minnsta kosti 500 metra fjarlægð. Von er á nýju hættumati seinna í dag fyrir svæðið. Þá sagði Elísabet Árnadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu í gær að ekki sé útilokað að hitinn og gróðurbruninn sé einhvers konar undanfari nýrrar sprungu, þó ekki sé víst að svo sé. Gosmökkurinn sést langar leiðir en reykinn má að einhverju leyti skýra með gróðureldum sem kviknað hafa vegna hitans við gosstöðvarnar.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir þurftu um klukkan fjögur í gær að rýma svæðið allra næst gosstöðvunum bæði vegna aukinnar gasmengunar og gjóskufalls á svæðinu. Tveir gikkskjálftar riðu yfir svæðið í nótt um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni. Skjálftarnir voru 3,2 og 2,8 að stærð og fundust þeir vel á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum um helgina.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarfólk var með mikla viðveru í Geldingadölum um helgina.Vísir/Vilhelm Mikil mengun var á gossvæðinu um helgina og þurftu björgunarsveitarmenn að vísa fólki af svæðinu. Vísir/Vilhelm Veðurblíðan varð ekki til þess að fólk forðaðist eldgosið um helgina.Vísir/Vilhelm Mikill hiti er á svæðinu sem valdið hefur gróðureldum.Vísir/Vilhelm Stórir kvikustrókar hafa sést langar leiðir.Vísir/Vilhelm Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. 3. maí 2021 12:05 Gosið til umfjöllunar í 60 Minutes Bill Whitaker, fréttamaður 60 Minutes, er staddur á Íslandi og vinnur ásamt teymi sínu að umfjöllun um eldgosið í Geldingadölum. 2. maí 2021 21:08 Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn „Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu. 2. maí 2021 14:24 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Menning Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Fleiri fréttir Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Sjá meira
Fólk virtist mishrætt við mengunina við gosstöðvarnar í gær. Hér má sjá móður gefa barni sínu brjóst og björgunarsveitarmann með gasgrímu.Vísir/Vilhelm Mikið gekk á á gosstöðvunum en Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og náði tilkomumiklum myndum á svæðinu. Á föstudagskvöld voru tveir fluttir af gossvæðinu og var annar þeirra fluttur á brott með sjúkrabíl. Mikil mengun mældist við gosið og fundu margir fyrir sviða í augum og öndunarfærum vegna mengunarinnar. Sums staðar mældist magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) allt að 15 kg/s sem telst mjög hátt gildi. Þá varð töluverð breyting á gosinu skömmu fyrir miðnætti á föstudag. Um er að ræða einhvers konar þrýstingsbreytingu sem lýsir sér þannig að virknin minnkar í tvær mínútur í senn og rýkur svo upp. Gosstrókinn mátti sjá langar leiðir og sást hann greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Kvikustrókar rjúka upp allt að 200 til 300 metra frá hrauntjörninni. Kvikustrókurinn rýkur allt að 200 til 300 metra upp í loft.Vísir/Vilhelm Þá mættust hrauntungurnar í Merardölum á föstudag og lokuðu þar með vegi sem björgunarsveitarmenn og aðrir hafa notað. Gríðarlegur hiti var við gosstöðvarnar um helgina, og er ennþá, og vart hefur orðið við gróðurelda. Hættusvæðið í kring um gosstöðvarnar var endurmetið og er nú biðlað til fólks að halda sig í að minnsta kosti 500 metra fjarlægð. Von er á nýju hættumati seinna í dag fyrir svæðið. Þá sagði Elísabet Árnadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu í gær að ekki sé útilokað að hitinn og gróðurbruninn sé einhvers konar undanfari nýrrar sprungu, þó ekki sé víst að svo sé. Gosmökkurinn sést langar leiðir en reykinn má að einhverju leyti skýra með gróðureldum sem kviknað hafa vegna hitans við gosstöðvarnar.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir þurftu um klukkan fjögur í gær að rýma svæðið allra næst gosstöðvunum bæði vegna aukinnar gasmengunar og gjóskufalls á svæðinu. Tveir gikkskjálftar riðu yfir svæðið í nótt um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni. Skjálftarnir voru 3,2 og 2,8 að stærð og fundust þeir vel á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum um helgina.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarfólk var með mikla viðveru í Geldingadölum um helgina.Vísir/Vilhelm Mikil mengun var á gossvæðinu um helgina og þurftu björgunarsveitarmenn að vísa fólki af svæðinu. Vísir/Vilhelm Veðurblíðan varð ekki til þess að fólk forðaðist eldgosið um helgina.Vísir/Vilhelm Mikill hiti er á svæðinu sem valdið hefur gróðureldum.Vísir/Vilhelm Stórir kvikustrókar hafa sést langar leiðir.Vísir/Vilhelm
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. 3. maí 2021 12:05 Gosið til umfjöllunar í 60 Minutes Bill Whitaker, fréttamaður 60 Minutes, er staddur á Íslandi og vinnur ásamt teymi sínu að umfjöllun um eldgosið í Geldingadölum. 2. maí 2021 21:08 Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn „Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu. 2. maí 2021 14:24 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Menning Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Fleiri fréttir Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Sjá meira
Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. 3. maí 2021 12:05
Gosið til umfjöllunar í 60 Minutes Bill Whitaker, fréttamaður 60 Minutes, er staddur á Íslandi og vinnur ásamt teymi sínu að umfjöllun um eldgosið í Geldingadölum. 2. maí 2021 21:08
Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn „Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu. 2. maí 2021 14:24