Innlent

Á­kærður fyrir til­­raun til að drepa eigin­­konu sína á Hótel Borg

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn er ákærður fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni á Hótel Borg í janúar.
Maðurinn er ákærður fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni á Hótel Borg í janúar. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni á Hótel Borg í Reykjavík í lok janúar síðastliðnum. Þetta kemur fram í ákæru á hendur manninum sem fréttastofa hefur undir höndum.

Maðurinn var handtekinn þann 31. janúar síðastliðinn en honum er gefið að sök að hafa veist að eiginkonu sinni á Hótel Borg, ógnaði lífi hennar og velferð með því að stappa ítrekað á hægri hlið líkama hennar. Konan hlaut mörg rifbrot, mar á lifur, áverkaloftbrjóst, áverkahúðbeðsþembu, mar á lunga og áverkafleðruholsblæðingu að því er fram kemur í ákærunni.

Þess er krafist í ákærunni að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×