Mikilvægt að börn og ungmenni þurfi ekki að bíða eftir ADHD greiningu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. maí 2021 12:40 Bryndís Björk Ásgeirsdóttir prófessor og deildarforseti sálfræðideildar HR. Vísir/Vilhelm Talið er að allt að sjö prósent barna og ungmenna séu með athyglisbrest með ofvirkni samkvæmt erlendum rannsóknum. Börn sem alast upp við erfiðar félagslegar aðstæður eru með erfiðari einkenni en þau sem búa við öryggi segir forseti sálfræðideildar HR. Birtingarmyndir séu ólíkar milli kynja og líklegt að stelpur fái síður greiningu. Strákar eru mun líklegri en stelpur til að greinast með athyglisbrest með ofvirkni, bæði hér á landi og erlendis. Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að ein af ástæðum þess séu ólíkar birtingarmyndir ADHD einkenna kynjanna og ólíkar félagslegar áskoranir kynjanna ásamt líðan og hegðun. Við höfum séð að birtingarmyndir hjá strákum hafi meiri áhrif á þeirra félagslega umhverfi, birtist í meiri hreyfingu, þeir eiga erfitt með að sitja kyrrir og klára verkefni,“ segir Bryndís Björk Ásgeirsdóttir prófessor og deildarforseti sálfræðideildar HR. Einkenni stúlkna séu önnur. „Einkennin beinast meira að þeim sjálfum og þeirra athygli. Þær finna meira fyrir truflun og mögulega tala þær mikið og meira en stöllur sínar,“ segir Björk. Þessi kynjamunur geti leitt til þess að foreldrar og fagfólk beri síður kennsl á ADHD einkenni stelpna og því fái þær síður greiningu við hæfi en strákar. Afleiðingar fyrir kynin séu líka ólíkar. „Þessar afleiðingar beinast meira út á við hjá drengjum þar sem þeir eru líklegri til að brjóta reglur eða fara ekki eftir þeim. Afleiðingar fyrir stúlkur eru meira inn á við og þær líklegri til að þróa með sér depurð og kvíða,“ segir hún. Hún segir að einkenni ADHD breytist þegar fólk ferð á fullorðinsár. „Hegðunaráhrif mildast með árunum en vandi tengdur athygli minnkar ekki eins mikið,“ segir hún. Bryndís segir afar mikilvægt að börn og ungmenni fái greiningu og aðstoð. „ADHD getur haft heilmikil áhrif á nám og menntun. Það getur til að mynda verið afar erfitt fyrir þessa einstaklinga að fara frá framhaldsskóla í háskóla. Ungmenni geta upplifað allar breytingar í menntun sem erfiðar. Það er því afar mikilvægt að fólk leiti sér aðstoðar hjá fagaðila á þessu sviði. Sérfræðingur getur metið hvaða meðferð hentar hverjum einstakling fyrir sig. Rannsóknir hafa sýnt að það getur haft mikil áhrif á nám og lífsgæði almennt. Það er því mjög mikilvægt að bið eftir greiningu séu ekki löng, ekki síst fyrir börn og ungmenni. Það er mikilvægt að þetta verði sett á oddinn í heilbrigðiskerfinu. Geðheilbrigðismál barna og unglinga þurfa að vera í forgangi,“ segir hún. Hún segir að erlendar rannsóknir hafi sýnt að um sjö prósent barna og ungmenna séu með ADHD. „Það er mögulega varfærnislegt mat en tölurnar endurpspegla þekkinguna á hverjum tíma. Við teljum jafnframt að kynjamunur á ADHD sé minni en áður hefur verið haldið fram. Hjá fullorðnum er talið að um 2,5-5% séu með slík einkenni,“ segir hún. Hún segir jafnframt að íslenskar rannsóknir sýni að börn sem búa við erfiðar félagslegar rannsóknir séu með meiri ADHD einkenni. „ADHD einkenni hafa mun verri afleiðingar í þeirra lífi heldur en hjá þeim börnum sem búa við öruggt umhverfi. Félagsleg áhrif eru töluverð. Þannig að það skiptir mjög miklu máli að búa þessum börnum gott og stuðningsríkt umhverfi. Aðspurð hvort hægt sé að fá áunnin athyglisbrest vegna streitu og áreitis segir Bryndís. „Kannski ekki athyglisbrest en við erum öll að fást við áskoranir sem tengjast athygli. Við þurfum öll að vinna í því að stýra athyglinni betur. Velja úr áreitum og finna leiðir til að skipuleggja okkur betur og forgangsraða verkefnum,“ segir hún. Félagsmál Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Bein útsending: ADHD meðal stelpna Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, deildarforseti sálfræðideildar, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis um ADHD meðal stelpna. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12. 4. maí 2021 11:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Strákar eru mun líklegri en stelpur til að greinast með athyglisbrest með ofvirkni, bæði hér á landi og erlendis. Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að ein af ástæðum þess séu ólíkar birtingarmyndir ADHD einkenna kynjanna og ólíkar félagslegar áskoranir kynjanna ásamt líðan og hegðun. Við höfum séð að birtingarmyndir hjá strákum hafi meiri áhrif á þeirra félagslega umhverfi, birtist í meiri hreyfingu, þeir eiga erfitt með að sitja kyrrir og klára verkefni,“ segir Bryndís Björk Ásgeirsdóttir prófessor og deildarforseti sálfræðideildar HR. Einkenni stúlkna séu önnur. „Einkennin beinast meira að þeim sjálfum og þeirra athygli. Þær finna meira fyrir truflun og mögulega tala þær mikið og meira en stöllur sínar,“ segir Björk. Þessi kynjamunur geti leitt til þess að foreldrar og fagfólk beri síður kennsl á ADHD einkenni stelpna og því fái þær síður greiningu við hæfi en strákar. Afleiðingar fyrir kynin séu líka ólíkar. „Þessar afleiðingar beinast meira út á við hjá drengjum þar sem þeir eru líklegri til að brjóta reglur eða fara ekki eftir þeim. Afleiðingar fyrir stúlkur eru meira inn á við og þær líklegri til að þróa með sér depurð og kvíða,“ segir hún. Hún segir að einkenni ADHD breytist þegar fólk ferð á fullorðinsár. „Hegðunaráhrif mildast með árunum en vandi tengdur athygli minnkar ekki eins mikið,“ segir hún. Bryndís segir afar mikilvægt að börn og ungmenni fái greiningu og aðstoð. „ADHD getur haft heilmikil áhrif á nám og menntun. Það getur til að mynda verið afar erfitt fyrir þessa einstaklinga að fara frá framhaldsskóla í háskóla. Ungmenni geta upplifað allar breytingar í menntun sem erfiðar. Það er því afar mikilvægt að fólk leiti sér aðstoðar hjá fagaðila á þessu sviði. Sérfræðingur getur metið hvaða meðferð hentar hverjum einstakling fyrir sig. Rannsóknir hafa sýnt að það getur haft mikil áhrif á nám og lífsgæði almennt. Það er því mjög mikilvægt að bið eftir greiningu séu ekki löng, ekki síst fyrir börn og ungmenni. Það er mikilvægt að þetta verði sett á oddinn í heilbrigðiskerfinu. Geðheilbrigðismál barna og unglinga þurfa að vera í forgangi,“ segir hún. Hún segir að erlendar rannsóknir hafi sýnt að um sjö prósent barna og ungmenna séu með ADHD. „Það er mögulega varfærnislegt mat en tölurnar endurpspegla þekkinguna á hverjum tíma. Við teljum jafnframt að kynjamunur á ADHD sé minni en áður hefur verið haldið fram. Hjá fullorðnum er talið að um 2,5-5% séu með slík einkenni,“ segir hún. Hún segir jafnframt að íslenskar rannsóknir sýni að börn sem búa við erfiðar félagslegar rannsóknir séu með meiri ADHD einkenni. „ADHD einkenni hafa mun verri afleiðingar í þeirra lífi heldur en hjá þeim börnum sem búa við öruggt umhverfi. Félagsleg áhrif eru töluverð. Þannig að það skiptir mjög miklu máli að búa þessum börnum gott og stuðningsríkt umhverfi. Aðspurð hvort hægt sé að fá áunnin athyglisbrest vegna streitu og áreitis segir Bryndís. „Kannski ekki athyglisbrest en við erum öll að fást við áskoranir sem tengjast athygli. Við þurfum öll að vinna í því að stýra athyglinni betur. Velja úr áreitum og finna leiðir til að skipuleggja okkur betur og forgangsraða verkefnum,“ segir hún.
Félagsmál Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Bein útsending: ADHD meðal stelpna Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, deildarforseti sálfræðideildar, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis um ADHD meðal stelpna. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12. 4. maí 2021 11:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Bein útsending: ADHD meðal stelpna Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, deildarforseti sálfræðideildar, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis um ADHD meðal stelpna. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12. 4. maí 2021 11:15