Stoltur af því að vera hvítur, miðaldra karlmaður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. maí 2021 18:12 Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins. vísir/Vilhelm Deilt er um frumvarp um samræmda móttöku flóttafólks. Þingmenn Miðflokksins mótmæla því og telja að það muni leiða til holskeflu hælisumsókna og kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. Önnur umræða um frumvarp félags- og barnamálaráðherra um breytingar á lögum um málefni innflytjenda fer nú fram á Alþingi. Í frumvarpinu er lagt til að Fjölmenningarsetri verði falið víðtækara hlutverk vegna samræmdar móttöku flóttafólks. Þetta verði gert með því að fela stofnuninni að veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf við móttöku fólksins. Með samræmdu móttökukerfi er unnið að því að tryggja flóttafólki jafna þjónustu óháð því hvernig það kemur til landsins. Þingmenn Miðflokksins hafa mótmælt frumvarpinu og Birgir Þórarinsson sagði vert að staldra við að samkvæmt frumvarpinu yrði enginn greinarmunur gerður á kvótaflóttamönnum og hælisleitendum sem fá dvalarleyfi þegar kemur að þjónustu. Hann sagði sérkennilegt að yfirfæra réttindi kvótaflóttafólks yfir á hælisleitendur og bætti við að þetta myndi sennilega leiða til gríðarlegs kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, talaði á svipuðum nótum og telur að hælisumsóknum muni stórfjölga. „Það er grundvallaratriði í þessum málum að upplýsingar um hvaða þjónusta er í boði á hverjum stað og hvaða reglur gilda, þær dreifast mjög hratt og eru misnotaðar í sumum tilvikum af mjög hættulegum glæpahópum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Þingmenn flokksins telja að frumvarp um samræmda móttöku flóttafólks muni leiða til holskeflu hælisumsókna og kostnaðarauka.vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar sagði vont ef tónninn sem þingmenn Miðflokksins væru að slá í umræðunni virtust vera rödd þingheims. Því fari fjarri. Heilu atvinnugreinarnar eigi mikið undir innflytjendum komið sem bæti og styrki samfélagið. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, sagði Miðflokksmenn gjarnan vera uppnefnda rasista og hvíta, miðaldra, freka karlmenn vegna afstöðu sinnar í málaflokknum. „Ég er nú bara mjög stoltur af því að vera hvítur miðaldra karlmaður. En það gerir mig ekki að vanhæfum manni fyrir vikið. Ég kveinka mér í raun og veru ekkert undan því,“ sagði hann og bætti við að engin mannvonska felist í því að ræða málin. Sigurður sagði kvótaflóttamannakerfið vandað og að leggja ætti áherslu á að styrkja það. „Við viljum ekki að það kerfi sem við bjóðum upp sé misnotað og einhver keppni um að við ætlum að vera góðasta fólkið í öllum heiminum; hana er ekki hægt að vinna, alls ekki með þessari aðferð. Við þurfum að horfa okkur nær. Við þurfum að sýna ráðdeildarsemi í fjármálum. Við þurfum að vera hnitmiðuð í því sem við tökum okkur fyrir hendur og við eigum að tala um hlutina eins og þeir eru,“ sagði Sigurður. Samkvæmt frumvarpinu er ráð fyrir að kostnaðarauki ríkissjóðs vegna frumvarpsins verði 23,7 milljónir króna. Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp félags- og barnamálaráðherra um breytingar á lögum um málefni innflytjenda fer nú fram á Alþingi. Í frumvarpinu er lagt til að Fjölmenningarsetri verði falið víðtækara hlutverk vegna samræmdar móttöku flóttafólks. Þetta verði gert með því að fela stofnuninni að veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf við móttöku fólksins. Með samræmdu móttökukerfi er unnið að því að tryggja flóttafólki jafna þjónustu óháð því hvernig það kemur til landsins. Þingmenn Miðflokksins hafa mótmælt frumvarpinu og Birgir Þórarinsson sagði vert að staldra við að samkvæmt frumvarpinu yrði enginn greinarmunur gerður á kvótaflóttamönnum og hælisleitendum sem fá dvalarleyfi þegar kemur að þjónustu. Hann sagði sérkennilegt að yfirfæra réttindi kvótaflóttafólks yfir á hælisleitendur og bætti við að þetta myndi sennilega leiða til gríðarlegs kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, talaði á svipuðum nótum og telur að hælisumsóknum muni stórfjölga. „Það er grundvallaratriði í þessum málum að upplýsingar um hvaða þjónusta er í boði á hverjum stað og hvaða reglur gilda, þær dreifast mjög hratt og eru misnotaðar í sumum tilvikum af mjög hættulegum glæpahópum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Þingmenn flokksins telja að frumvarp um samræmda móttöku flóttafólks muni leiða til holskeflu hælisumsókna og kostnaðarauka.vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar sagði vont ef tónninn sem þingmenn Miðflokksins væru að slá í umræðunni virtust vera rödd þingheims. Því fari fjarri. Heilu atvinnugreinarnar eigi mikið undir innflytjendum komið sem bæti og styrki samfélagið. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, sagði Miðflokksmenn gjarnan vera uppnefnda rasista og hvíta, miðaldra, freka karlmenn vegna afstöðu sinnar í málaflokknum. „Ég er nú bara mjög stoltur af því að vera hvítur miðaldra karlmaður. En það gerir mig ekki að vanhæfum manni fyrir vikið. Ég kveinka mér í raun og veru ekkert undan því,“ sagði hann og bætti við að engin mannvonska felist í því að ræða málin. Sigurður sagði kvótaflóttamannakerfið vandað og að leggja ætti áherslu á að styrkja það. „Við viljum ekki að það kerfi sem við bjóðum upp sé misnotað og einhver keppni um að við ætlum að vera góðasta fólkið í öllum heiminum; hana er ekki hægt að vinna, alls ekki með þessari aðferð. Við þurfum að horfa okkur nær. Við þurfum að sýna ráðdeildarsemi í fjármálum. Við þurfum að vera hnitmiðuð í því sem við tökum okkur fyrir hendur og við eigum að tala um hlutina eins og þeir eru,“ sagði Sigurður. Samkvæmt frumvarpinu er ráð fyrir að kostnaðarauki ríkissjóðs vegna frumvarpsins verði 23,7 milljónir króna.
Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira