Sveindís átti þátt í öllum þremur mörkunum sem Kristianstad liðið skoraði í fyrstu tveimur leikjunum en Kristianstad fékk sjö af níu mögulegum stigum í þremur leikjum sínum í apríl.
Íslenski landsliðsframherjinn skoraði mark Kristianstad í 1-1 jafntefli á móti Eskilstuna í fyrstu umferð og var bæði með mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á Djurgården í annarri umferðinni.
Sveindís Jane skoraði sigurmarkið á móti Djurgården en Kristianstad lenti undir í leiknum.
Mánuðurinn endaði reyndar ekki nógu vel því Sveindís meiddist í fyrri hálfleik í lokaleik mánaðarins en sem betur fer eru þau meiðsli ekki eins alvarleg og haldið var í fyrstu.
Verðlaunin þýða að Kristianstad fær tíu þúsund sænskar krónur til að renna til góðgerðastarf í tengslum við félagið. Kristianstad ákvað að peningarnir fari í „After School“ verkefnið þar sem krakkar fá sjö til ellefu ára fá tækifæri til að æfa fótbolta eftir skóla.
„Þetta er rosalega dýrmætt, bæði fyrir hana sjálfa en einnig fyrir félagið að við eigum leikmann mánaðarins,“ sagði Albert Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kristianstad.