Ekki léttvæg ákvörðun hjá Rúnari en mikill happafengur í Þorvaldi Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2021 14:15 Rúnar Páll Sigmundsson fylgist með síðasta leik sínum sem þjálfari Stjörnunnar, gegn Leikni um helgina. vísir/hulda „Stjarnan hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá Rúnari,“ segir Guðmundur Benediktsson um Rúnar Pál Sigmundsson sem hætti óvænt í gær sem þjálfari Stjörnunnar. Brotthvarf Rúnars var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á Sportið í dag hér að neðan og umræðan um Rúnar Pál hefst eftir tvær og hálfa mínútu af þættinum. Þorvaldur Örlygsson var ráðinn inn í þjálfarateymi Stjörnunnar í nóvember til að stýra liðinu með Rúnari. Þeir stýrðu liðinu hins vegar aðeins í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta, í 1-1 jafntefli við Leikni R. um helgina. Þorvaldur stýrir Stjörnunni nú einn en Sæmundur Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar, segir ákvörðun ekki hafa verið tekna um hvort Þorvaldur fái aðstoðarmann. Þorvaldur verði að minnsta kosti ekki kominn með nýjan aðstoðarmann fyrir leikinn við Keflavík á sunnudag. Gummi Ben segir að ást Rúnars á Stjörnunni sé mikil og að ákvörðunin um að hætta hafi ekki verið auðveld. „Það er búið að bíða endalaust eftir þessu tímabili og eftir fyrsta leik þá skilar hann inn uppsagnarbréfi og það vissi enginn af þessu. Er hann ekki bara að setja liðið sem hann elskar í smávesen?“ spurði Rikki G í Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan. Gummi svaraði: „Þetta er klárlega ekki léttvæg ákvörðun sem að Rúnar Páll er að taka. Hann er uppalinn í Stjörnunni og búinn að þjálfa þarna síðustu níu ár. Það er enginn sem að tekur svona ákvörðun, eftir einn leik á Íslandsmóti, bara út af einhverju. Það liggur greinilega eitthvað þarna að baki sem hefur verið að trufla Rúnar. Hann heldur að þetta sé besta ákvörðunin.“ Telur að hag sínum og félagsins sé betur borgið svona Athygli vakti að Rúnar Páll hætti sem þjálfari Stjörnunnar á afmælisdaginn sinn: „Það er ekki nóg með að hann hafi átt afmæli í gær heldur held ég að hann hafi örugglega átt brúðkaupsafmæli líka, svo þetta er einn stærsti dagurinn í lífi hans. Það er eitthvað sem að liggur þarna að baki sem að Rúnar mun útskýra örugglega mjög fljótlega,“ sagði Gummi og Henry Birgir Gunnarsson tók undir: „Það tekur enginn svona ákvörðun bara upp á fjörið en það þarf engum að dyljast að þetta er ekki þægileg ákvörðun fyrir félagið – að þjálfarinn stökkvi frá borði þegar mótið er nýbyrjað. Honum finnst það örugglega hundleiðinlegt en hann telur að hag sínum og félagsins sé samt betur borgið með því að hann stígi til hliðar. Þeir búa þó það vel að vera með eitt stykki Þorvald Örlygsson á kantinum.“ Þorvaldur þjálfaði síðast í efstu deild árið 2013 en hefur síðustu ár verið þjálfari U19-landsliðs karla. „Þorvaldur er frábær þjálfari og gríðarlega vinsæll hjá þeim leikmönnum sem hann hefur þjálfað,“ sagði Gummi og bætti við: „Hann hefur ekki verið alveg jafnvinsæll hjá mótherjum. En hann er ofboðslega fær þjálfari og hefur starfað hjá knattspyrnusambandinu síðan hann þjálfaði síðast í efstu deild, og kom síðan aftur í þetta núna. Ég held að það sé mikill happafengur fyrir Stjörnuna að Þorvaldur sé á svæðinu. Ég er ekki sannfærður um að Rúnar hefði tekið þessa ákvörðun nema af því að einhver gat tekið við strax. Rúnar er það mikill Stjörnumaður og tekur ekki svona ákvörðun bara út frá sjálfum sér.“ Pepsi Max-deild karla Stjarnan Sportið í dag Tengdar fréttir „Skrifaði fótboltasögu Garðabæjar frá A til Ö“ Maðurinn sem gerði Stjörnuna að Íslandsmeisturum án þess að tapa leik, kom liðinu í gegnum þrjú einvígi í Evrópukeppni á sama tímabilinu, gerði það að bikarmeisturum og lenti aldrei með það neðar en í 4. sæti er hættur hjá félaginu. 6. maí 2021 10:01 Rúnar Páll segir upp hjá Stjörnunni Rúnar Páll Sigmundsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta. Þess má geta að Rúnar Páll á 47 ára afmæli í dag. 5. maí 2021 13:32 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Sport Fleiri fréttir Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Sjá meira
Hægt er að hlusta á Sportið í dag hér að neðan og umræðan um Rúnar Pál hefst eftir tvær og hálfa mínútu af þættinum. Þorvaldur Örlygsson var ráðinn inn í þjálfarateymi Stjörnunnar í nóvember til að stýra liðinu með Rúnari. Þeir stýrðu liðinu hins vegar aðeins í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta, í 1-1 jafntefli við Leikni R. um helgina. Þorvaldur stýrir Stjörnunni nú einn en Sæmundur Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar, segir ákvörðun ekki hafa verið tekna um hvort Þorvaldur fái aðstoðarmann. Þorvaldur verði að minnsta kosti ekki kominn með nýjan aðstoðarmann fyrir leikinn við Keflavík á sunnudag. Gummi Ben segir að ást Rúnars á Stjörnunni sé mikil og að ákvörðunin um að hætta hafi ekki verið auðveld. „Það er búið að bíða endalaust eftir þessu tímabili og eftir fyrsta leik þá skilar hann inn uppsagnarbréfi og það vissi enginn af þessu. Er hann ekki bara að setja liðið sem hann elskar í smávesen?“ spurði Rikki G í Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan. Gummi svaraði: „Þetta er klárlega ekki léttvæg ákvörðun sem að Rúnar Páll er að taka. Hann er uppalinn í Stjörnunni og búinn að þjálfa þarna síðustu níu ár. Það er enginn sem að tekur svona ákvörðun, eftir einn leik á Íslandsmóti, bara út af einhverju. Það liggur greinilega eitthvað þarna að baki sem hefur verið að trufla Rúnar. Hann heldur að þetta sé besta ákvörðunin.“ Telur að hag sínum og félagsins sé betur borgið svona Athygli vakti að Rúnar Páll hætti sem þjálfari Stjörnunnar á afmælisdaginn sinn: „Það er ekki nóg með að hann hafi átt afmæli í gær heldur held ég að hann hafi örugglega átt brúðkaupsafmæli líka, svo þetta er einn stærsti dagurinn í lífi hans. Það er eitthvað sem að liggur þarna að baki sem að Rúnar mun útskýra örugglega mjög fljótlega,“ sagði Gummi og Henry Birgir Gunnarsson tók undir: „Það tekur enginn svona ákvörðun bara upp á fjörið en það þarf engum að dyljast að þetta er ekki þægileg ákvörðun fyrir félagið – að þjálfarinn stökkvi frá borði þegar mótið er nýbyrjað. Honum finnst það örugglega hundleiðinlegt en hann telur að hag sínum og félagsins sé samt betur borgið með því að hann stígi til hliðar. Þeir búa þó það vel að vera með eitt stykki Þorvald Örlygsson á kantinum.“ Þorvaldur þjálfaði síðast í efstu deild árið 2013 en hefur síðustu ár verið þjálfari U19-landsliðs karla. „Þorvaldur er frábær þjálfari og gríðarlega vinsæll hjá þeim leikmönnum sem hann hefur þjálfað,“ sagði Gummi og bætti við: „Hann hefur ekki verið alveg jafnvinsæll hjá mótherjum. En hann er ofboðslega fær þjálfari og hefur starfað hjá knattspyrnusambandinu síðan hann þjálfaði síðast í efstu deild, og kom síðan aftur í þetta núna. Ég held að það sé mikill happafengur fyrir Stjörnuna að Þorvaldur sé á svæðinu. Ég er ekki sannfærður um að Rúnar hefði tekið þessa ákvörðun nema af því að einhver gat tekið við strax. Rúnar er það mikill Stjörnumaður og tekur ekki svona ákvörðun bara út frá sjálfum sér.“
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Sportið í dag Tengdar fréttir „Skrifaði fótboltasögu Garðabæjar frá A til Ö“ Maðurinn sem gerði Stjörnuna að Íslandsmeisturum án þess að tapa leik, kom liðinu í gegnum þrjú einvígi í Evrópukeppni á sama tímabilinu, gerði það að bikarmeisturum og lenti aldrei með það neðar en í 4. sæti er hættur hjá félaginu. 6. maí 2021 10:01 Rúnar Páll segir upp hjá Stjörnunni Rúnar Páll Sigmundsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta. Þess má geta að Rúnar Páll á 47 ára afmæli í dag. 5. maí 2021 13:32 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Sport Fleiri fréttir Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Sjá meira
„Skrifaði fótboltasögu Garðabæjar frá A til Ö“ Maðurinn sem gerði Stjörnuna að Íslandsmeisturum án þess að tapa leik, kom liðinu í gegnum þrjú einvígi í Evrópukeppni á sama tímabilinu, gerði það að bikarmeisturum og lenti aldrei með það neðar en í 4. sæti er hættur hjá félaginu. 6. maí 2021 10:01
Rúnar Páll segir upp hjá Stjörnunni Rúnar Páll Sigmundsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta. Þess má geta að Rúnar Páll á 47 ára afmæli í dag. 5. maí 2021 13:32