Hazard bað stuðningsmenn Real Madrid afsökunar á hegðun sinni á Brúnni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2021 10:00 Eden Hazard var keyptur til Real Madrid sem næsta stórstjarna liðsins en það hefur verið lítið að frétta af honum inn á vellinum síðan. EPA-EFE/Neil Hall Belgíski knattspyrnumaðurinn Eden Hazard þurfti að skrifa afsökunarbeiðni á Instagram eftir framkomu sína í hópi leikmanna Chelsea eftir að Real Madrid datt út úr undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Það hefur gengið allt á afturfótunum hjá Eden Hazard síðan hann var keyptur til Real Madrid. Meiðsli og slök frammistaða hafa einkennt tíma hans á Spáni og nú síðast gekk hann fram af stuðningsmönnum Real með framkomu sinni eftir að liðið datt út úr Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. "It was not my intention to offend the Real Madrid fans. It has always been my dream to play for Real Madrid and I came here to win."Eden Hazard apologizes after he was seen laughing with Chelsea players after yesterday's loss. pic.twitter.com/F8WFlOWQWR— ESPN FC (@ESPNFC) May 6, 2021 Real Madrid tapaði leiknum 2-0 og Eden Hazard gerði lítið sem ekkert í leiknum. Eftir leikinn sást hann hins vegar hlæjandi með Chelsea mönnunum Kurt Zouma og Edouard Mendy út á velli. Myndavélarnar voru fljótar að finna þá félaga en Hazard hafði litlar áhyggjur af því. Hazard var leikmaður hjá Chelsea og þessir þrír eru augljóslega góðir vinir. Þetta var hins vegar enginn tími fyrir að rækta vináttuna við leikmenn sem voru nýbúnir að henda honum og restinni af Real Madrid liðinu út úr Meistaradeildinni. Eden Hazard speaks up about *that* photo after yesterday's game pic.twitter.com/FrGKx3BL7r— Goal (@goal) May 6, 2021 Áður en Eden vissi af þá var þetta orðið stórmál á Spáni og stuðningsmenn Real Madrid voru brjálaðir. Meistaradeildin skiptir spænska félagið gríðarlega miklu máli og það var ekki eins og Belginn ætti mikið inni hjá þeim. „Ég biðst afsökunar. Ég hef lesið mikið af tilfinningaríkum færslum um mig í dag og það var ekki ætlun mín að móðga stuðningsmenn Real Madrid. Það hefur alltaf verið draumur minn að spila fyrir Real Madrid og ég kom hingað til að vinna. Þetta tímabil er ekki búið og við þurfum að berjast saman fyrir því að vinna deildina,“ skrifaði Eden Hazard á bæði ensku og spænsku. Spænski boltinn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira
Það hefur gengið allt á afturfótunum hjá Eden Hazard síðan hann var keyptur til Real Madrid. Meiðsli og slök frammistaða hafa einkennt tíma hans á Spáni og nú síðast gekk hann fram af stuðningsmönnum Real með framkomu sinni eftir að liðið datt út úr Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. "It was not my intention to offend the Real Madrid fans. It has always been my dream to play for Real Madrid and I came here to win."Eden Hazard apologizes after he was seen laughing with Chelsea players after yesterday's loss. pic.twitter.com/F8WFlOWQWR— ESPN FC (@ESPNFC) May 6, 2021 Real Madrid tapaði leiknum 2-0 og Eden Hazard gerði lítið sem ekkert í leiknum. Eftir leikinn sást hann hins vegar hlæjandi með Chelsea mönnunum Kurt Zouma og Edouard Mendy út á velli. Myndavélarnar voru fljótar að finna þá félaga en Hazard hafði litlar áhyggjur af því. Hazard var leikmaður hjá Chelsea og þessir þrír eru augljóslega góðir vinir. Þetta var hins vegar enginn tími fyrir að rækta vináttuna við leikmenn sem voru nýbúnir að henda honum og restinni af Real Madrid liðinu út úr Meistaradeildinni. Eden Hazard speaks up about *that* photo after yesterday's game pic.twitter.com/FrGKx3BL7r— Goal (@goal) May 6, 2021 Áður en Eden vissi af þá var þetta orðið stórmál á Spáni og stuðningsmenn Real Madrid voru brjálaðir. Meistaradeildin skiptir spænska félagið gríðarlega miklu máli og það var ekki eins og Belginn ætti mikið inni hjá þeim. „Ég biðst afsökunar. Ég hef lesið mikið af tilfinningaríkum færslum um mig í dag og það var ekki ætlun mín að móðga stuðningsmenn Real Madrid. Það hefur alltaf verið draumur minn að spila fyrir Real Madrid og ég kom hingað til að vinna. Þetta tímabil er ekki búið og við þurfum að berjast saman fyrir því að vinna deildina,“ skrifaði Eden Hazard á bæði ensku og spænsku.
Spænski boltinn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira