Enski boltinn

Ekki hættir að kaupa sóknar­menn: Kane efstur á óska­lista Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mun Kane yfirgefa Tottenham í sumar?
Mun Kane yfirgefa Tottenham í sumar? Joe Prior/Getty

Samkvæmt enskum fjölmiðlum er Harry Kane á óskalista Chelsea en hann er sagður vera efstur á óskalista Lundúnarliðsins.

Football Insider greinir frá þessu en Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, er sagður vilja styrkja sóknarleikinn fyrir næstu leiktíð.

Kane mun líklega yfirgefa uppeldisfélagið ef að félaginu mistekst að komast í Meistaradeild Evrópu sem útlit er fyrir.

Þeir töpuðu gegn Leeds í gær og eru þar af leiðandi að hellast úr lestinni með að ná einum af fjórum efstu sætunum.

Kane er með samning við félagið til sumarsins 2024 en Tottenham hefur alltaf sagt að fyrirliðinn sé ekki til sölu.

Vilji Kane þó yfirgefa félagið eru líkur á því að Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, gefi eftir og selji Kane.

Chelsea hafa verið duglegir að kaupa sóknarmenn að undanförnu en þeir hafa meðal annars fjárfest í Timo Werner, Hakim Ziyech og Kai Havertz.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×