Ræddu við fólk sem kveikti eld í og við Heiðmörk Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2021 12:54 Svona var umhorfs eftir gróðureldinn í Heiðmörk í síðustu viku. Óvissustig vegna eldhættu er í gildi frá Eyjafjöllum að Snæfellsnesi vegna þurrks. Vísir/RAX Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ræddu við fólk sem grillaði í Heiðmörk í gær og ungmenni sem kveiktu varðeld við Hvaleyrarvatn í nótt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á gróðureldum en yfirlögregluþjónn segir erfitt að banna fólki að nýta sér aðstöðu sem er til staðar. Ákaflega þurrt og sólríkt hefur verið í veðri á sunnan- og vestanverðu landinu í rúma viku og er gróður afar þurr af þeim sökum. Í síðustu viku var lýst yfir óvissustigi vegna hættu á gróðurheldum á svæði sem nær frá Eyjafjöllum að sunnanverðu Snæfellsnesi. Almenningur hefur af þeim sökum verið hvattur til að sýna aðgát með opin eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Mikill gróðureldur kviknaði í Heiðmörk á þriðjudagskvöld sem er talinn sá annar stærsti hér á landi undanfarin fimmtán ár. Áætlað er að um tveir ferkílómetrar lands hafi orðið eldi að bráð. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglumenn hafi farið upp í Heiðmörk í gær og rætt við fólk sem grillaði í upphlaðinni aðstöðu sem er þar. Fólkið hafi verið meðvitað um hættuna og haft með sér vatn til þess að geta slökkt í ef eitthvað bæri út af. „Auðvitað brýnum við fyrir fólki að fara mjög varlega með eld. Það þarf svo ofsalega lítið til að illa fari. Ef að eldur dreifir úr sér um gróður sem er svona þurr er mjög ólíklegt að fólki ráði við það. Ég held að það geri sér ekki grein fyrir hvað það þarf mikið vatn og kunnáttu til að slökkva í þessu. Þetta getur farið úr böndunum á nokkrum mínútum svo að það verður ekkert við ráðið,“ segir hann við Vísi. Erfitt sé að banna fólki að nota aðstöðu sem sveitarfélög og samtök hafi komið upp á svæðinu. Ásgeir hvetur fólk til að fara mjög varlega, gera ráðstafanir ef eitthvað skyldi fara illa og hringja strax eftir aðstoð áður en hlutirnir verða verulega erfiðir. Fari smá glóð af stað geti áratuga vinna við landgræðslu og skógrækt fuðrað upp. Lögregla sinnti einnig útkalli vegna ungmenna sem komu saman við Hvaleyrarvatn og héldu gleðskap í gærkvöldi. Tilkynningin varðaði einnig að þar væri fólk með opinn eld. Ásgeir segir að ungmennin hafi haft skilning á athugasemdum lögreglu og slökkt í eldinum. Gróðureldar í Heiðmörk Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Ákaflega þurrt og sólríkt hefur verið í veðri á sunnan- og vestanverðu landinu í rúma viku og er gróður afar þurr af þeim sökum. Í síðustu viku var lýst yfir óvissustigi vegna hættu á gróðurheldum á svæði sem nær frá Eyjafjöllum að sunnanverðu Snæfellsnesi. Almenningur hefur af þeim sökum verið hvattur til að sýna aðgát með opin eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Mikill gróðureldur kviknaði í Heiðmörk á þriðjudagskvöld sem er talinn sá annar stærsti hér á landi undanfarin fimmtán ár. Áætlað er að um tveir ferkílómetrar lands hafi orðið eldi að bráð. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglumenn hafi farið upp í Heiðmörk í gær og rætt við fólk sem grillaði í upphlaðinni aðstöðu sem er þar. Fólkið hafi verið meðvitað um hættuna og haft með sér vatn til þess að geta slökkt í ef eitthvað bæri út af. „Auðvitað brýnum við fyrir fólki að fara mjög varlega með eld. Það þarf svo ofsalega lítið til að illa fari. Ef að eldur dreifir úr sér um gróður sem er svona þurr er mjög ólíklegt að fólki ráði við það. Ég held að það geri sér ekki grein fyrir hvað það þarf mikið vatn og kunnáttu til að slökkva í þessu. Þetta getur farið úr böndunum á nokkrum mínútum svo að það verður ekkert við ráðið,“ segir hann við Vísi. Erfitt sé að banna fólki að nota aðstöðu sem sveitarfélög og samtök hafi komið upp á svæðinu. Ásgeir hvetur fólk til að fara mjög varlega, gera ráðstafanir ef eitthvað skyldi fara illa og hringja strax eftir aðstoð áður en hlutirnir verða verulega erfiðir. Fari smá glóð af stað geti áratuga vinna við landgræðslu og skógrækt fuðrað upp. Lögregla sinnti einnig útkalli vegna ungmenna sem komu saman við Hvaleyrarvatn og héldu gleðskap í gærkvöldi. Tilkynningin varðaði einnig að þar væri fólk með opinn eld. Ásgeir segir að ungmennin hafi haft skilning á athugasemdum lögreglu og slökkt í eldinum.
Gróðureldar í Heiðmörk Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira